Eiga að leggja siðferðismat á grunnskólanemendur Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 22. janúar 2014 06:30 Kennarar eiga að meta ýmsa þætti í fari tíundu bekkinga áður en þeir útskrifa nemendurna. Fréttablaðið/Daníel Samkvæmt nýrri aðalnámsskrá grunnskóla, sem kemur til framkvæmda á næsta ári, á við útskrift úr 10. bekk að gefa nemendum einkunnir meðal annars fyrir persónulega þætti og siðferðileg viðhorf.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í síðustu viku að ekki kæmi til greina að gefa umsögn um sambærilega þætti á prófskírteini um framhaldsskólapróf. „Að mínu mati er það hvorki á færi skólastjórnenda né kennara að leggja dóm á persónuleika nemenda,“ segir Hilmar Hilmarsson, skólastjóri Réttarholtsskóla. Meðal þess sem á að gefa einkunn á bilinu A til D er hvort nemandi geti „nýtt hæfni sína til að vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi“, hvort fólk hafi „skýra sjálfsmynd“ og hvort nemandinn geti „verið meðvitaður um siðferðislegt gildi ábyrgrar netnotkunar og tekið ábyrgð á eigin samskiptum á neti og netmiðlum“.Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, og Hilmar skólastjóri segja að það geti orðið þrautin þyngri fyrir kennara að gefa sameiginlegt mat um þessa þætti. Hver kennari hafi sitt siðferðismat sem geti verið allt annað en kennarans við hliðina á honum. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í Fréttablaðinu á laugardag að á meðan hann væri menntamálaráðherra yrði „aldrei tekið upp þannig kerfi að skólastjórnendum verði lagt það á herðar að leggja siðferðilegt mat á nemendur“. Ekki náðist í ráðherra við vinnslu þessarar fréttar. Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Samkvæmt nýrri aðalnámsskrá grunnskóla, sem kemur til framkvæmda á næsta ári, á við útskrift úr 10. bekk að gefa nemendum einkunnir meðal annars fyrir persónulega þætti og siðferðileg viðhorf.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í síðustu viku að ekki kæmi til greina að gefa umsögn um sambærilega þætti á prófskírteini um framhaldsskólapróf. „Að mínu mati er það hvorki á færi skólastjórnenda né kennara að leggja dóm á persónuleika nemenda,“ segir Hilmar Hilmarsson, skólastjóri Réttarholtsskóla. Meðal þess sem á að gefa einkunn á bilinu A til D er hvort nemandi geti „nýtt hæfni sína til að vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi“, hvort fólk hafi „skýra sjálfsmynd“ og hvort nemandinn geti „verið meðvitaður um siðferðislegt gildi ábyrgrar netnotkunar og tekið ábyrgð á eigin samskiptum á neti og netmiðlum“.Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, og Hilmar skólastjóri segja að það geti orðið þrautin þyngri fyrir kennara að gefa sameiginlegt mat um þessa þætti. Hver kennari hafi sitt siðferðismat sem geti verið allt annað en kennarans við hliðina á honum. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í Fréttablaðinu á laugardag að á meðan hann væri menntamálaráðherra yrði „aldrei tekið upp þannig kerfi að skólastjórnendum verði lagt það á herðar að leggja siðferðilegt mat á nemendur“. Ekki náðist í ráðherra við vinnslu þessarar fréttar.
Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira