Nýr heimur opnast erlendum foreldrum Eva Bjarnadóttir skrifar 21. janúar 2014 07:00 Jolanta Brandt (til hægri) ræðir sögur og leiki. Jolanta Brandt hafði unnið við fiskvinnslu á Dalvík í nærri fjögur ár þegar henni bauðst að taka þátt í verkefni sem miðar að því að efla erlenda foreldra til þátttöku í leikskólum og skólum bæjarins. Eftir þátttöku í verkefninu áttaði hún sig á því að hún yrði að hætta í fiskvinnslu og fara út á meðal fólks til þess að læra loksins að tala íslensku. „Söguskjóðuverkefnið hjálpaði mér að opnast meira og sjá að ég þarf að umgangast íslenskt fólk. Nú þekki ég líka fleiri og þegar ég fer í búðina hitti ég alltaf einhvern til að tala við, en það gerði ég ekki áður,“ segir Jolanta Brandt, sem er ættuð frá Póllandi og styður nú við pólsk börn í grunnskóla Dalvíkur. Jolanta tók tvisvar þátt í Söguskjóðuverkefni Dalvíkurbyggðar, þar sem foreldrar hittast og útbúa skjóður með sögum og leikjum sem þeir nota svo með börnum sínum. „Efnið er allt á íslensku, en við settum líka hljóðbækur fyrir foreldra sem ekki treysta sér til að lesa íslensku,“ útskýrir Jolanta. Eftir að hafa tekið öll íslenskunámskeið sem buðust var Jolanta orðin þreytt á því að geta ekki notað það sem hún lærði. „Ég var að vinna í frystihúsinu, sem var ekki vont en það var ekki gaman. Ég reyndi að læra íslensku en notaði hana aldrei,“ segir Jolanta. Eftir að hafa tekið þátt í Söguskjóðuverkefninu ákvað Jolanta að hætta í frystihúsinu og leita sér að nýju starfi. Líf hennar hefur tekið miklum breytingum síðan. „Já, þetta er miklu skemmtilegra. Fyrir ári var ég meira hluti af pólska samfélaginu. Ég var alltaf læst heima. En núna er ég ekki feimin við að spyrja íslenska foreldra hvort börnin mín megi leika við börnin þeirra og ég er ekki feimin við að tala við börn sem koma í heimsókn,“ segir Jolanta og staðfestir að breytingin hefur haft áhrif á alla fjölskylduna. Jolanta segir Söguskjóðuverkefnið opna nýjan heim. „Þegar ég var bara í kringum pólska samfélagið heyrði ég oft að það væru miklir fordómar gagnvart útlendingum. Nú veit ég að það er ekki rétt. Íslenskt fólk gerir margt til að fá útlendinga til að taka þátt og vera í góðum samskiptum,“ bendir hún á.Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðstjóri.Söguskjóður tilnefndar til nýsköpunarverðlauna Söguskjóðuverkefnið á Dalvík er eitt fimm verkefna sem tilnefnd eru til Nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu 2014 í flokki velferðar- og samfélagsmála. „Það hefur orðið gríðarleg vakning í fjölmenningarmálum hér á Dalvík,“ segir Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri á fræðslu- og menningarsviði Dalvíkurbyggðar. Hildur segir íbúasamsetninguna hafa breyst hratt og vísbendingar verið um að erlendir foreldrar tækju ekki sama þátt í skóla- og íþróttastarfi barna sinna og aðrir. „Reynslan sýnir okkur að það er ekki með vilja gert. Það sem vantaði voru upplýsingar um það sem var í boði,“ segir Hildur Ösp. Helga Björt Möller, kennsluráðgjafi hjá bænum, ferðaðist til Hollands og kynnti sér aðferðafræðina að baki Söguskjóðuverkefninu. Verkefnið var í kjölfarið þróað í skólum Dalvíkur síðasta ári með góðum árangri. Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Jolanta Brandt hafði unnið við fiskvinnslu á Dalvík í nærri fjögur ár þegar henni bauðst að taka þátt í verkefni sem miðar að því að efla erlenda foreldra til þátttöku í leikskólum og skólum bæjarins. Eftir þátttöku í verkefninu áttaði hún sig á því að hún yrði að hætta í fiskvinnslu og fara út á meðal fólks til þess að læra loksins að tala íslensku. „Söguskjóðuverkefnið hjálpaði mér að opnast meira og sjá að ég þarf að umgangast íslenskt fólk. Nú þekki ég líka fleiri og þegar ég fer í búðina hitti ég alltaf einhvern til að tala við, en það gerði ég ekki áður,“ segir Jolanta Brandt, sem er ættuð frá Póllandi og styður nú við pólsk börn í grunnskóla Dalvíkur. Jolanta tók tvisvar þátt í Söguskjóðuverkefni Dalvíkurbyggðar, þar sem foreldrar hittast og útbúa skjóður með sögum og leikjum sem þeir nota svo með börnum sínum. „Efnið er allt á íslensku, en við settum líka hljóðbækur fyrir foreldra sem ekki treysta sér til að lesa íslensku,“ útskýrir Jolanta. Eftir að hafa tekið öll íslenskunámskeið sem buðust var Jolanta orðin þreytt á því að geta ekki notað það sem hún lærði. „Ég var að vinna í frystihúsinu, sem var ekki vont en það var ekki gaman. Ég reyndi að læra íslensku en notaði hana aldrei,“ segir Jolanta. Eftir að hafa tekið þátt í Söguskjóðuverkefninu ákvað Jolanta að hætta í frystihúsinu og leita sér að nýju starfi. Líf hennar hefur tekið miklum breytingum síðan. „Já, þetta er miklu skemmtilegra. Fyrir ári var ég meira hluti af pólska samfélaginu. Ég var alltaf læst heima. En núna er ég ekki feimin við að spyrja íslenska foreldra hvort börnin mín megi leika við börnin þeirra og ég er ekki feimin við að tala við börn sem koma í heimsókn,“ segir Jolanta og staðfestir að breytingin hefur haft áhrif á alla fjölskylduna. Jolanta segir Söguskjóðuverkefnið opna nýjan heim. „Þegar ég var bara í kringum pólska samfélagið heyrði ég oft að það væru miklir fordómar gagnvart útlendingum. Nú veit ég að það er ekki rétt. Íslenskt fólk gerir margt til að fá útlendinga til að taka þátt og vera í góðum samskiptum,“ bendir hún á.Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðstjóri.Söguskjóður tilnefndar til nýsköpunarverðlauna Söguskjóðuverkefnið á Dalvík er eitt fimm verkefna sem tilnefnd eru til Nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu 2014 í flokki velferðar- og samfélagsmála. „Það hefur orðið gríðarleg vakning í fjölmenningarmálum hér á Dalvík,“ segir Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri á fræðslu- og menningarsviði Dalvíkurbyggðar. Hildur segir íbúasamsetninguna hafa breyst hratt og vísbendingar verið um að erlendir foreldrar tækju ekki sama þátt í skóla- og íþróttastarfi barna sinna og aðrir. „Reynslan sýnir okkur að það er ekki með vilja gert. Það sem vantaði voru upplýsingar um það sem var í boði,“ segir Hildur Ösp. Helga Björt Möller, kennsluráðgjafi hjá bænum, ferðaðist til Hollands og kynnti sér aðferðafræðina að baki Söguskjóðuverkefninu. Verkefnið var í kjölfarið þróað í skólum Dalvíkur síðasta ári með góðum árangri.
Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira