Markmiðið er að stytta bið hælisleitenda 21. janúar 2014 07:00 Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. Innanríkisráðherra lagði í gær fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lögum um útlendinga. Meðal annars er lagt til að ráðherra skipi kærunefnd útlendingamála, sem taki við kærum vegna ákvarðana Útlendingastofnunar. Hingað til hefur innanríkisráðuneytið tekið við kærunum, en sú framkvæmd hefur verið gagnrýnd á þeim forsendum að ráðuneytið geti ekki talist óhlutdrægur úrskurðaraðili í málum undirstofnana sinna. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að hún tæki undir gagnrýni á núgildandi framkvæmd og hún teldi brýnt að mannréttindasamtök ættu aðild að kærunefndinni til að tryggja sjálfstæði hennar. Þá sagði ráðherra markmið frumvarpsins vera að stytta þann tíma sem hælisleitendur þurfa að bíða eftir niðurstöðu í málum sínum og lækka kostnað ríkisins við umönnun hælisleitenda. Hún sagði Íslendinga eiga að vera jákvæða gagnvart því að taka á móti einstaklingum sem sannarlega þurfa á alþjóðlegri og pólitískri vernd að halda. Hanna Birna sagði mikilvægt að skoða hvort Íslendingar eigi að taka í auknum mæli á móti flóttafólki, sem þegar hefur fengið viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttamenn. „Við vitum að við höfum innviði sem geta tekist á við það og við eigum að vera hugrökk hvað þetta varðar,“ sagði hún. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Innanríkisráðherra lagði í gær fram frumvarp á Alþingi til breytinga á lögum um útlendinga. Meðal annars er lagt til að ráðherra skipi kærunefnd útlendingamála, sem taki við kærum vegna ákvarðana Útlendingastofnunar. Hingað til hefur innanríkisráðuneytið tekið við kærunum, en sú framkvæmd hefur verið gagnrýnd á þeim forsendum að ráðuneytið geti ekki talist óhlutdrægur úrskurðaraðili í málum undirstofnana sinna. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að hún tæki undir gagnrýni á núgildandi framkvæmd og hún teldi brýnt að mannréttindasamtök ættu aðild að kærunefndinni til að tryggja sjálfstæði hennar. Þá sagði ráðherra markmið frumvarpsins vera að stytta þann tíma sem hælisleitendur þurfa að bíða eftir niðurstöðu í málum sínum og lækka kostnað ríkisins við umönnun hælisleitenda. Hún sagði Íslendinga eiga að vera jákvæða gagnvart því að taka á móti einstaklingum sem sannarlega þurfa á alþjóðlegri og pólitískri vernd að halda. Hanna Birna sagði mikilvægt að skoða hvort Íslendingar eigi að taka í auknum mæli á móti flóttafólki, sem þegar hefur fengið viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttamenn. „Við vitum að við höfum innviði sem geta tekist á við það og við eigum að vera hugrökk hvað þetta varðar,“ sagði hún.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira