Allt samfélagið brást Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. janúar 2014 07:00 Jón Þorsteinn Sigurðsson „Samfélagið brást þessari konu,“ segir Jón Þorsteinn Sigurðsson, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Vesturlandi og Vestfjörðum, þar á meðal þroskahömluðu konunnar frá Stykkishólmi sem var misnotuð af tengdasyni sínum. Stjúpfaðir konunnar og fleiri menn hafa einnig verið grunaðir um að hafa beitt hana kynferðislegri misnotkun. Fyrr í mánuðinum felldi saksóknari mál konunnar gegn stjúpföðurnum niður þar sem gögn málsins þóttu ekki nægjanleg til sakfellingar. Jón Þorsteinn vill að málið verið tekið upp aftur fyrir dómstólum. „Samfélagið gaf konunni ekki réttmætan stuðning í gegnum tíðina til þess að koma í veg fyrir ofbeldi. Mér finnst það einkenna þetta mál,“ segir hann. Að mati Jóns Þorsteins eru ýmsir þættir málsins gagnrýniverðir. „Til dæmis að konan þurfti að keyra oft inn á Akranes. Þetta eru langar bílferðir. Það gefur augaleið að það er erfitt að fara í svona langar ferðir til þess að ræða við lögreglumenn um þín persónulegu málefni. Þetta getur byggt upp kvíða og spennu hjá fólki, sérstaklega hjá fólki með fötlun,“ segir hann. Að sögn Jóns Þorsteins hefur málið tekið mjög á konuna. „Að ganga í gegnum svona tekur á alla. Hvað þá ef einhver er fatlaður og þarf stuðning til þess að skilja hvað er í gangi.“ Jón Þorsteinn telur fólk með þroskahömlun vera berskjaldað gagnvart kynferðisafbrotamönnum. „Þegar fötlun einstaklings felst í því að geta ekki áttað sig á tíma eða staðsetningu, þá verður frásögnin brothætt. Við þurfum að tryggja öryggi fatlaðs fólks og gæta þess að það sé ekki berskjaldaðra en aðrir gagnvart kynferðisafbrotamönnum. Réttarkerfið þarf að laga málsmeðferðina að þörfum fatlaðra og fólks með þroskahömlun og vísa ég í 13. grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ útskýrir Jón Þorsteinn. Undir þessi orð tekur Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. Málsmeðferðin hafi ef til vill ekki verið sniðin að þörfum konunnar og jafnvel ekki samræmst samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. „Okkur finnst þessi sjónarmið hans eiga upp á pallborðið. Ég vil ekki alhæfa neitt, eða tjá mig um einstök efnisatriði málsins. Við höfum áhyggjur af réttarstöðu þroskaskerts fólks í svona málum,“ segir Sveinn. Dóttir konunnar, Sigríður Sóldal, kom fram í fréttaskýringaþættinum Kastljósi á fimmtudagskvöld og gagnrýndi ákvörðun saksóknara um að fella málið niður. Sigríður vill ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið. „Ég held að hugur bæjarbúa sé með þeim mæðgum og þeirra skyldfólki,“ segir Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri í Stykkishólmi. Málið hafi sannarlega snert bæjarbúa. Það sýni fram á mikilvægi réttindagæslumanna. „Það er augljóslega mikilvægt að einstaklingar með þroskaskerðingu fái stuðning faglegra og óháðra aðila,“ segir Gyða. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
„Samfélagið brást þessari konu,“ segir Jón Þorsteinn Sigurðsson, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Vesturlandi og Vestfjörðum, þar á meðal þroskahömluðu konunnar frá Stykkishólmi sem var misnotuð af tengdasyni sínum. Stjúpfaðir konunnar og fleiri menn hafa einnig verið grunaðir um að hafa beitt hana kynferðislegri misnotkun. Fyrr í mánuðinum felldi saksóknari mál konunnar gegn stjúpföðurnum niður þar sem gögn málsins þóttu ekki nægjanleg til sakfellingar. Jón Þorsteinn vill að málið verið tekið upp aftur fyrir dómstólum. „Samfélagið gaf konunni ekki réttmætan stuðning í gegnum tíðina til þess að koma í veg fyrir ofbeldi. Mér finnst það einkenna þetta mál,“ segir hann. Að mati Jóns Þorsteins eru ýmsir þættir málsins gagnrýniverðir. „Til dæmis að konan þurfti að keyra oft inn á Akranes. Þetta eru langar bílferðir. Það gefur augaleið að það er erfitt að fara í svona langar ferðir til þess að ræða við lögreglumenn um þín persónulegu málefni. Þetta getur byggt upp kvíða og spennu hjá fólki, sérstaklega hjá fólki með fötlun,“ segir hann. Að sögn Jóns Þorsteins hefur málið tekið mjög á konuna. „Að ganga í gegnum svona tekur á alla. Hvað þá ef einhver er fatlaður og þarf stuðning til þess að skilja hvað er í gangi.“ Jón Þorsteinn telur fólk með þroskahömlun vera berskjaldað gagnvart kynferðisafbrotamönnum. „Þegar fötlun einstaklings felst í því að geta ekki áttað sig á tíma eða staðsetningu, þá verður frásögnin brothætt. Við þurfum að tryggja öryggi fatlaðs fólks og gæta þess að það sé ekki berskjaldaðra en aðrir gagnvart kynferðisafbrotamönnum. Réttarkerfið þarf að laga málsmeðferðina að þörfum fatlaðra og fólks með þroskahömlun og vísa ég í 13. grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ útskýrir Jón Þorsteinn. Undir þessi orð tekur Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga. Málsmeðferðin hafi ef til vill ekki verið sniðin að þörfum konunnar og jafnvel ekki samræmst samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. „Okkur finnst þessi sjónarmið hans eiga upp á pallborðið. Ég vil ekki alhæfa neitt, eða tjá mig um einstök efnisatriði málsins. Við höfum áhyggjur af réttarstöðu þroskaskerts fólks í svona málum,“ segir Sveinn. Dóttir konunnar, Sigríður Sóldal, kom fram í fréttaskýringaþættinum Kastljósi á fimmtudagskvöld og gagnrýndi ákvörðun saksóknara um að fella málið niður. Sigríður vill ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið. „Ég held að hugur bæjarbúa sé með þeim mæðgum og þeirra skyldfólki,“ segir Gyða Steinsdóttir, bæjarstjóri í Stykkishólmi. Málið hafi sannarlega snert bæjarbúa. Það sýni fram á mikilvægi réttindagæslumanna. „Það er augljóslega mikilvægt að einstaklingar með þroskaskerðingu fái stuðning faglegra og óháðra aðila,“ segir Gyða.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira