Selja Norðurljósin á hverri nóttu Brjánn Jónasson skrifar 18. janúar 2014 07:00 Mikill fjöldi ferðamanna hópast í rútur og jeppa á dimmum vetrarkvöldum til að skoða norðurljósin. Mynd/Guðjón Ottó Bjarnason Sú saga var sögð Einari Benediktssyni, skáldi og sjálfstæðissinna, til háðungar að hann hafi reynt að selja sjálf norðurljósin. Hvort sem það er satt eða logið eru norðurljósin nú orðin ein helsta söluvara ferðaþjónustunnar hér á landi yfir vetrarmánuðina. Þegar kvölda tekur krossa hundruð ferðamanna fingurna og vona að skýjafar og aðstæður í himinhvolfunum leiði til þess að hægt verði að berja ljósadýrðina á himnum augum. Þegar mest lætur fara vel á annað þúsund ferðamanna upp í rútur og jeppa og taka stefnuna út í myrkrið á köldum vetrarkvöldum í Reykjavík. Gróft áætlað má reikna með að rúmlega 100 þúsund ferðamenn hafi skoðað norðurljósin í skipulögðum norðurljósaferðum á síðasta ári. Það er mat stjórnenda fyrirtækja í ferðaþjónustu sem Fréttablaðið hefur rætt við. Hvorki Ferðamálastofa né Samtök ferðaþjónustunnar halda utan um fjölda slíkra ferða. Fjórir af hverjum fimm sem fara í skipulagðar ferðir fara með öðru hvoru af stóru rútufyrirtækjunum sem bjóða upp á norðurljósaferðir. Restin dreifist á vel á annan tug fyrirtækja sem bjóða ýmiskonar aðra upplifun samhliða leitinni að norðurljósunum.Ef meta á verðmæti norðurljósanna þarf ekki bara að meta virði þeirra ferðamanna sem koma hingað til að skoða þau. Einnig þarf að meta hvers virði það er fyrir Íslendinga að geta notið þessa magnaða sjónarspils. Hér sjást mögnuð norðurljós yfir Elliðaárvatni.Fréttablaðið/VilhelmBorga 700 milljónir fyrir ferðir Miðað við verðskrár fyrirtækjanna má áætla að ferðamennirnir greiði um 700 milljónir króna fyrir ferðirnar. Erfitt er að áætla það með mikilli nákvæmni þar sem flest fyrirtækin bjóða þeim sem fara í ferðir og sjá ekki norðurljós að fara í aðra ferð án endurgjalds. Verðmæti norðurljósanna er þó margfalt meira fyrir íslenska þjóðarbúið en þær 700 milljónir sem ferðamennirnir greiða fyrir ferðirnar á ári, og varlega áætlað eru þær tölur fljótar að komast í milljarða króna. Michael Raucheisen, markaðsstjóri Icelandair í Bandaríkjunum, segir að norðurljósin séu orðin eitt helsta aðdráttarafl Íslands yfir vetrartímann fyrir Bandaríkjamenn. „Eftir að NASA, Geimferðastofnun Bandaríkjanna, spáði því að virkni norðurljósanna árin 2013 og 2014 yrði sú mesta í meira en áratug hafa Bandaríkjamenn flykkst til staða þar sem hægt er að sjá norðurljósin,“ segir Raucheisen. Hann segir Ísland vinsælan áfangastað þeirra sem vilji sjá norðurljósin vegna legu landsins á milli Bandaríkjanna og meginlands Evrópu. Áætla megi að milli 35 og 40 prósent Bandaríkjamanna sem komi hingað á þessum tíma séu sérstaklega að koma til að sjá norðurljósin. „Norðurljósin eru besta söluvaran fyrir Ísland á veturna,“ segir Ragnar Lövdal, eigandi Superjeep.is. Hann bendir á að ferðamennirnir kaupi gistingu, mat og ýmiskonar aðrar ferðir og þjónustu. Virði norðurljósanna fyrir Íslands sé því margfalt meira en þær milljónir sem ferðamennirnir borgi fyrir norðurljósaferðirnar sjálfar. Ekki hefur enn verið gerð tilraun til að meta raunvörulegt andvirði norðurljósanna, að því er Fréttablaðið kemst næst. Með aðferðum hagfræðinnar er hægt að leggja mat á virði ýmiskonar gæða, hvort sem það er virði þess að halda hálendinu ósnortnu, eða virði þess að leggja göng undir fjörð frekar en að brúa hann. „Það er eflaust hægt að leggja mat á verðmæti norðurljósanna,“ segir Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann segir það þó fráleitt einfalda útreikninga. „Það þyrfti að leggja mat á tekjur af ferðamönnum. Inni í því þyrfti að vera mat á því hversu margir koma hingað vegna norðurljósanna, hvað þeir eyða miklu og hvað situr mikið eftir. Ég hef engar tölur til að byggja það á,“ segir Gylfi. „Við það þyrfti að bæta því sem er enn erfiðara, það þyrfti að meta til fjár þá ánægju sem við heimamenn höfum af norðurljósunum, sem er sjálfsagt eitthvað. Það er eins og að meta verðmæti þess fyrir Reykvíkinga að horfa á Esjuna, það er frekar erfitt að meta það til fjár.“Flestir fara úr ljósmengunni í borginni til að skoða norðurljósin, en þau geta verið falleg þó ekki sé farið lengra en út að Gróttu.Fréttablaðið/VilhelmAukning en enginn veit hve mikil „Allir sem koma til Íslands yfir vetrartímann vilja sjá norðurljósin,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá Iceland Travel. Hún segir að jafnvel þó ferðamenn komi hingað til að sitja ráðstefnur eða fundi gefi þeir sér oft tíma til að fara í ferðir til að reyna að sjá norðurljósin. Upplifun þeirra stjórnenda ferðaskrifstofufyrirtækja sem Fréttablaðið hefur rætt við var sú að mikil aukning hafi verið í sölu norðurljósaferða á síðustu þremur til fimm árum. Hversu mikil aukningin er er engin leið að segja til um, enda enginn sem heldur utan um slíkar upplýsingar. Þó að vel á annað þúsund ferðamanna leggi af stað út í myrkrið til að skoða norðurljósin á góðu kvöldi í Reykjavík er sá mikli fjöldi þó frekar undantekning en reglan. Á venjulegu kvöldi má áætla að um 200 fari í slíkar ferðir, en þegar ekki hefur gefið mörg kvöld í röð safnast saman stærri og stærri hópar þar til ljósin loksins láta á sér kræla. Ferðamenn sem fara í norðurljósaferðir koma víða að úr heiminum. Mikið er af Bretum og Bandaríkjamönnum, og Asíubúar láta ekki sitt eftir liggja.Einn af hverjum sex nefndi norðurljósin Engar rannsóknir hafa verið gerðar á því hversu hátt hlutfall þeirra ferðamanna sem sækja Ísland heim að vetri til koma hingað gagngert til að sjá norðurljósin. Í rannsókn sem fjallað er um á vef Ferðamálastofu kemur fram að þegar ferðamenn hafi verið spurðir um hvað hafi staðið upp úr eftir ferð til Íslands nefndu 16,1 prósent norðurljósin, þrátt fyrir að þau sjáist aðeins hluta úr ári. Til samanburðar nefndu 11,2 prósent Geysi eða Strokk, og 10,4 prósent Gullfoss.Einar Benediktsson og Guðjón FriðrikssonSögur af sölu Einars Ben á norðurljósunum stórlega ýktar Fræg er sagan af Einari Benediktssyni, skáldi og athafnamanni, um að hann hafi afrekað það að selja sjálf norðurljósin, eða í það minnsta reynt að selja þau. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur, sem gaf út ævisögu Einars segir að eftir því sem hann komist næst sé þetta þjóðsaga. „Það gengu nokkuð margar sögur um hversu ósvífinn hann væri í viðskiptum. Hann átti að hafa selt jarðskjálfta, og einu sinni átti hann að hafa selt jörðina Þúfu í Ölfusi. Sá sem keypti átti að hafa farið með honum Austur, og þá á Einar að hafa bent honum á litla þúfu. Þetta eru svona þjóðsögur sem gengu um hann,“ segir Guðjón. „Ein af þessum þjóðsögum var um norðurljósin, en ég fann hvergi heimildir um þetta, hvenær það kom fyrst upp. Ég gæti alveg eins trúað því að einhver hafi búið þetta til,“ segir Guðjón.Gríðarleg upplifun Hér að neðan má sjá viðbrögð nokkurra ferðamanna sem fóru í norðurljósaferð nýlega. Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Meðferð við félagsfælni niðurgreidd en ekki OCD Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Sú saga var sögð Einari Benediktssyni, skáldi og sjálfstæðissinna, til háðungar að hann hafi reynt að selja sjálf norðurljósin. Hvort sem það er satt eða logið eru norðurljósin nú orðin ein helsta söluvara ferðaþjónustunnar hér á landi yfir vetrarmánuðina. Þegar kvölda tekur krossa hundruð ferðamanna fingurna og vona að skýjafar og aðstæður í himinhvolfunum leiði til þess að hægt verði að berja ljósadýrðina á himnum augum. Þegar mest lætur fara vel á annað þúsund ferðamanna upp í rútur og jeppa og taka stefnuna út í myrkrið á köldum vetrarkvöldum í Reykjavík. Gróft áætlað má reikna með að rúmlega 100 þúsund ferðamenn hafi skoðað norðurljósin í skipulögðum norðurljósaferðum á síðasta ári. Það er mat stjórnenda fyrirtækja í ferðaþjónustu sem Fréttablaðið hefur rætt við. Hvorki Ferðamálastofa né Samtök ferðaþjónustunnar halda utan um fjölda slíkra ferða. Fjórir af hverjum fimm sem fara í skipulagðar ferðir fara með öðru hvoru af stóru rútufyrirtækjunum sem bjóða upp á norðurljósaferðir. Restin dreifist á vel á annan tug fyrirtækja sem bjóða ýmiskonar aðra upplifun samhliða leitinni að norðurljósunum.Ef meta á verðmæti norðurljósanna þarf ekki bara að meta virði þeirra ferðamanna sem koma hingað til að skoða þau. Einnig þarf að meta hvers virði það er fyrir Íslendinga að geta notið þessa magnaða sjónarspils. Hér sjást mögnuð norðurljós yfir Elliðaárvatni.Fréttablaðið/VilhelmBorga 700 milljónir fyrir ferðir Miðað við verðskrár fyrirtækjanna má áætla að ferðamennirnir greiði um 700 milljónir króna fyrir ferðirnar. Erfitt er að áætla það með mikilli nákvæmni þar sem flest fyrirtækin bjóða þeim sem fara í ferðir og sjá ekki norðurljós að fara í aðra ferð án endurgjalds. Verðmæti norðurljósanna er þó margfalt meira fyrir íslenska þjóðarbúið en þær 700 milljónir sem ferðamennirnir greiða fyrir ferðirnar á ári, og varlega áætlað eru þær tölur fljótar að komast í milljarða króna. Michael Raucheisen, markaðsstjóri Icelandair í Bandaríkjunum, segir að norðurljósin séu orðin eitt helsta aðdráttarafl Íslands yfir vetrartímann fyrir Bandaríkjamenn. „Eftir að NASA, Geimferðastofnun Bandaríkjanna, spáði því að virkni norðurljósanna árin 2013 og 2014 yrði sú mesta í meira en áratug hafa Bandaríkjamenn flykkst til staða þar sem hægt er að sjá norðurljósin,“ segir Raucheisen. Hann segir Ísland vinsælan áfangastað þeirra sem vilji sjá norðurljósin vegna legu landsins á milli Bandaríkjanna og meginlands Evrópu. Áætla megi að milli 35 og 40 prósent Bandaríkjamanna sem komi hingað á þessum tíma séu sérstaklega að koma til að sjá norðurljósin. „Norðurljósin eru besta söluvaran fyrir Ísland á veturna,“ segir Ragnar Lövdal, eigandi Superjeep.is. Hann bendir á að ferðamennirnir kaupi gistingu, mat og ýmiskonar aðrar ferðir og þjónustu. Virði norðurljósanna fyrir Íslands sé því margfalt meira en þær milljónir sem ferðamennirnir borgi fyrir norðurljósaferðirnar sjálfar. Ekki hefur enn verið gerð tilraun til að meta raunvörulegt andvirði norðurljósanna, að því er Fréttablaðið kemst næst. Með aðferðum hagfræðinnar er hægt að leggja mat á virði ýmiskonar gæða, hvort sem það er virði þess að halda hálendinu ósnortnu, eða virði þess að leggja göng undir fjörð frekar en að brúa hann. „Það er eflaust hægt að leggja mat á verðmæti norðurljósanna,“ segir Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann segir það þó fráleitt einfalda útreikninga. „Það þyrfti að leggja mat á tekjur af ferðamönnum. Inni í því þyrfti að vera mat á því hversu margir koma hingað vegna norðurljósanna, hvað þeir eyða miklu og hvað situr mikið eftir. Ég hef engar tölur til að byggja það á,“ segir Gylfi. „Við það þyrfti að bæta því sem er enn erfiðara, það þyrfti að meta til fjár þá ánægju sem við heimamenn höfum af norðurljósunum, sem er sjálfsagt eitthvað. Það er eins og að meta verðmæti þess fyrir Reykvíkinga að horfa á Esjuna, það er frekar erfitt að meta það til fjár.“Flestir fara úr ljósmengunni í borginni til að skoða norðurljósin, en þau geta verið falleg þó ekki sé farið lengra en út að Gróttu.Fréttablaðið/VilhelmAukning en enginn veit hve mikil „Allir sem koma til Íslands yfir vetrartímann vilja sjá norðurljósin,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá Iceland Travel. Hún segir að jafnvel þó ferðamenn komi hingað til að sitja ráðstefnur eða fundi gefi þeir sér oft tíma til að fara í ferðir til að reyna að sjá norðurljósin. Upplifun þeirra stjórnenda ferðaskrifstofufyrirtækja sem Fréttablaðið hefur rætt við var sú að mikil aukning hafi verið í sölu norðurljósaferða á síðustu þremur til fimm árum. Hversu mikil aukningin er er engin leið að segja til um, enda enginn sem heldur utan um slíkar upplýsingar. Þó að vel á annað þúsund ferðamanna leggi af stað út í myrkrið til að skoða norðurljósin á góðu kvöldi í Reykjavík er sá mikli fjöldi þó frekar undantekning en reglan. Á venjulegu kvöldi má áætla að um 200 fari í slíkar ferðir, en þegar ekki hefur gefið mörg kvöld í röð safnast saman stærri og stærri hópar þar til ljósin loksins láta á sér kræla. Ferðamenn sem fara í norðurljósaferðir koma víða að úr heiminum. Mikið er af Bretum og Bandaríkjamönnum, og Asíubúar láta ekki sitt eftir liggja.Einn af hverjum sex nefndi norðurljósin Engar rannsóknir hafa verið gerðar á því hversu hátt hlutfall þeirra ferðamanna sem sækja Ísland heim að vetri til koma hingað gagngert til að sjá norðurljósin. Í rannsókn sem fjallað er um á vef Ferðamálastofu kemur fram að þegar ferðamenn hafi verið spurðir um hvað hafi staðið upp úr eftir ferð til Íslands nefndu 16,1 prósent norðurljósin, þrátt fyrir að þau sjáist aðeins hluta úr ári. Til samanburðar nefndu 11,2 prósent Geysi eða Strokk, og 10,4 prósent Gullfoss.Einar Benediktsson og Guðjón FriðrikssonSögur af sölu Einars Ben á norðurljósunum stórlega ýktar Fræg er sagan af Einari Benediktssyni, skáldi og athafnamanni, um að hann hafi afrekað það að selja sjálf norðurljósin, eða í það minnsta reynt að selja þau. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur, sem gaf út ævisögu Einars segir að eftir því sem hann komist næst sé þetta þjóðsaga. „Það gengu nokkuð margar sögur um hversu ósvífinn hann væri í viðskiptum. Hann átti að hafa selt jarðskjálfta, og einu sinni átti hann að hafa selt jörðina Þúfu í Ölfusi. Sá sem keypti átti að hafa farið með honum Austur, og þá á Einar að hafa bent honum á litla þúfu. Þetta eru svona þjóðsögur sem gengu um hann,“ segir Guðjón. „Ein af þessum þjóðsögum var um norðurljósin, en ég fann hvergi heimildir um þetta, hvenær það kom fyrst upp. Ég gæti alveg eins trúað því að einhver hafi búið þetta til,“ segir Guðjón.Gríðarleg upplifun Hér að neðan má sjá viðbrögð nokkurra ferðamanna sem fóru í norðurljósaferð nýlega.
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Meðferð við félagsfælni niðurgreidd en ekki OCD Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent