Kjósum konur til forystu Heiða Björg Hilmisdóttir og Margrét Lind Ólafsdóttir. skrifar 6. janúar 2014 07:00 Í okkar nútímasamfélagi ætti jafnrétti kynjanna að vera sjálfsagður hlutur enda segjumst við flest vilja jafnrétti kynjanna og á tyllidögum segja flestir stjórnmálamenn að þeir og flokkar þeirra berjist fyrir auknum áhrifum kvenna. Ef við ætlum að búa í réttlátu samfélagi skiptir máli að konur séu með í ákvarðanatöku um uppbyggingu samfélagsins. Að þeirra rödd heyrist og þær hafi áhrif. Á yfirstandandi kjörtímabili eru konur um 40% sveitarstjórnarmanna, í tuttugu sveitarstjórnum er hlutfall kvenna undir 30% og í einni sveitarstjórn er engin kona meðal kjörinna fulltrúa. Engu að síður voru konur um 50% frambjóðenda í síðustu sveitarstjórnarkosningum svo ekki er hér áhugaleysi kvenna um að kenna. Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til þess að konur eru mun síður en karlar í efstu sætum framboðslista og því minni líkur á að þær nái kjöri. Einungis 25% lista höfðu á að skipa konu í leiðtogasæti fyrir fjórum árum og það er óásættanlegt. Hjá Samfylkingunni og VG, þeim stjórnmálaflokkum sem hafa sýnt raunverulegan pólitískan vilja til að tryggja jafnan hlut kynja, hafa kynjareglur um röðun á framboðslista haft mikil áhrif. Líkt og við skipan í stjórnir fyrirtækja, lífeyrissjóða og hjá hinu opinbera hafa slíkar reglur einfaldlega reynst brýn nauðsyn, enda hafa aðrir flokkar og framboð setið eftir í þessum efnum og konur þar með. Við það verður ekki unað öllu lengur. Að okkar mati væri eðlilegt að lög um jöfn hlutföll kynja í stjórnum og ráðum giltu einnig um sveitarstjórnir þannig að tryggt væri að hlutfall hvors kyns fari aldrei undir 40%. Þannig náum við betri árangri og byggjum upp réttlátara samfélag enda er samfélag þar sem konur og karlar eru metin til jafns einfaldlega betra fyrir okkur öll. Nú, í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga, reynir á hvort og þá hvaða stjórnmálaflokkar standa við stóru orðin og tryggja jafnan hlut kynja við skipan framboðslistanna. Þeir sem það vilja gera skipa konum til forystu til jafns við karla. Einungis þannig stöndum við vörð um þann árangur sem þegar hefur náðst og jöfnum enn frekar hlut kynjanna við stjórn málefna nærsamfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Í okkar nútímasamfélagi ætti jafnrétti kynjanna að vera sjálfsagður hlutur enda segjumst við flest vilja jafnrétti kynjanna og á tyllidögum segja flestir stjórnmálamenn að þeir og flokkar þeirra berjist fyrir auknum áhrifum kvenna. Ef við ætlum að búa í réttlátu samfélagi skiptir máli að konur séu með í ákvarðanatöku um uppbyggingu samfélagsins. Að þeirra rödd heyrist og þær hafi áhrif. Á yfirstandandi kjörtímabili eru konur um 40% sveitarstjórnarmanna, í tuttugu sveitarstjórnum er hlutfall kvenna undir 30% og í einni sveitarstjórn er engin kona meðal kjörinna fulltrúa. Engu að síður voru konur um 50% frambjóðenda í síðustu sveitarstjórnarkosningum svo ekki er hér áhugaleysi kvenna um að kenna. Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til þess að konur eru mun síður en karlar í efstu sætum framboðslista og því minni líkur á að þær nái kjöri. Einungis 25% lista höfðu á að skipa konu í leiðtogasæti fyrir fjórum árum og það er óásættanlegt. Hjá Samfylkingunni og VG, þeim stjórnmálaflokkum sem hafa sýnt raunverulegan pólitískan vilja til að tryggja jafnan hlut kynja, hafa kynjareglur um röðun á framboðslista haft mikil áhrif. Líkt og við skipan í stjórnir fyrirtækja, lífeyrissjóða og hjá hinu opinbera hafa slíkar reglur einfaldlega reynst brýn nauðsyn, enda hafa aðrir flokkar og framboð setið eftir í þessum efnum og konur þar með. Við það verður ekki unað öllu lengur. Að okkar mati væri eðlilegt að lög um jöfn hlutföll kynja í stjórnum og ráðum giltu einnig um sveitarstjórnir þannig að tryggt væri að hlutfall hvors kyns fari aldrei undir 40%. Þannig náum við betri árangri og byggjum upp réttlátara samfélag enda er samfélag þar sem konur og karlar eru metin til jafns einfaldlega betra fyrir okkur öll. Nú, í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga, reynir á hvort og þá hvaða stjórnmálaflokkar standa við stóru orðin og tryggja jafnan hlut kynja við skipan framboðslistanna. Þeir sem það vilja gera skipa konum til forystu til jafns við karla. Einungis þannig stöndum við vörð um þann árangur sem þegar hefur náðst og jöfnum enn frekar hlut kynjanna við stjórn málefna nærsamfélagsins.
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun