Innlent

Fréttablaðið mikið lesið í snjalltækjum

Samúel Karl Ólason skrifar
Með Fréttablaðsappinu er hægt að lesa blaðið hvar sem er.
Með Fréttablaðsappinu er hægt að lesa blaðið hvar sem er. Mynd/Stefán
„Nú hafa 35 þúsund einstaklingar hlaðið niður Fréttablaðsappinu,“ segir Mikael Torfason aðalritstjóri um Fréttablaðsappið sem hægt er að ná í fyrir alla snjallsíma og spjaldtölvur.

Appið virkar þannig að um er að ræða rafræna áskrift að Fréttablaðinu þannig að notendur fái blaðið sent beint í snjallsímann eða spjaldtölvuna á hverjum morgni. Það kom út 24. maí á síðasta ári og var um tíma vinsælasta smáforritið á forritaveitum bæði Apple og Android.

„Það er ánægjulegt að notkun á Fréttablaðsappinu eykst jafnt og þétt og hversu stór hluti lesenda okkar nýtir sér þessa þjónustu en Fréttablaðið er mest lesna blað landsins,“ segir Mikael. Auðvelt er fyrir alla að hlaða appinu niður, án endurgjalds, undir leitarorðinu Fréttablaðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×