Innlent

Brotist inn hjá Hjálpræðishernum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Húsnæði Hjálpræðishersins á Akureyri.
Húsnæði Hjálpræðishersins á Akureyri.
Brotist var inn hjá nytjamarkaði Hjálpræðishersins við Hrísalund á Akureyri um helgina. Sjóðskassinn var eyðilagður og peningum sem voru í honum var stolið. Þetta kemur fram á vefsíðu Vikudags.

Hirslur á skrifstofunni voru eyðilagðar en þar voru geymdir fjármunir. Málið hefur verið kært til lögreglunnar og þeir sem hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að snúa sér til hennar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.