Innlent

Vestfirðir hlutu umhverfisvottun

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Fjórðungssamband Vestfirðinga sótti um umhverfisvottun frá Earth Check, fyrir hönd sveitarfélagana á Vestfjörðum. Earth Check eru einu samtökin sem votta sveitarfélög. Gögnum vegna ársins 2012 var skilaði í desember síðastliðnum og nú er komið í ljós að vottunin hafi fengist.

Sveitarfélögin á Vestfjörðum fengu svokallaða bronsvottun, en samkvæmt tilkynningu frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga fóru þau vel yfir viðmiðunarlínu í nær öllum þáttum sem kannaðir voru.

„Verkefnastjóri byggðaþróunardeildar FV vinnur nú að því að taka skýrsluna saman þannig að hægt sé að kynna helstu niðurstöður hennar fyrir sveitafélögunum og almenningi og er áætlað að því verki verði lokið fljótlega í janúar,“ segir í tilkynningunni.

Snæfellsnes hefur einnig hlotið umhverfisvottun frá Earth Check og fékk vottun árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×