Marshawn Lynch, hlaupari NFL-meistaranna í Seattle Seahawks, er maður fárra orða. Að minnsta kosti ef mið er tekið af svörum hans við spurningum fréttamanna eftir sigur liðsins á Arizona Cardinals á sunnudagskvöld, 19-3.
Lynch var nýlega sektaður um 12,3 milljónir króna af NFL-deildinni fyrir að neita að gefa kost á sér í viðtöl eftir leik Seattle fyrr í mánuðinum.
Hann tók sér því tíma til að ræða við fjölmiðla í búningsklefanum í gær en svaraði nánast öllum spurningum eins - „Yeah,“ eins og sjá má hér. Lynch, sem er einn besti hlaupari NFL-deildarinnar, gaf fjórtán Yeah-svör, sagði tvisvar „kannski“, einu sinni „ég veit það ekki“ og einu sinni „no juice“.
Talsmaður NFL-deildarinnar hafði engin viðbrögð við uppákomu gærkvöldsins þegar bandarískir fjölmiðlar leituðu eftir þeim í morgun.
Svaraði fjórtán spurningum eins: „Yeah“
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

KR lætur þjálfarateymið fjúka
Íslenski boltinn


Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda
Íslenski boltinn

„Bara pæling sem kom frá Caulker“
Fótbolti




„Vorum búnir að vera miklu betri“
Fótbolti

