Pepsi-deild karla hefst í dag með fimm leikjum. Tveir þeirra fara fram á gervigrasvellinum í Laugardal. Kl. 16:00 mætast Fram og ÍBV og fjórum tímum seinna mætast KR og Valur í Reykjavíkurslag.
Þetta verður í fjórða sinn á síðustu sex árum sem Fram og ÍBV mætast í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar.
ÍBV tryggði sér sæti í efstu deild á nýjan leik sumarið 2008 eftir tveggja ára dvöl í 1. deildinni og þrjú fyrstu tímabil (2009-2011) liðsins í Pepsi-deildinni mætti það ávallt Fram í fyrstu umferðinni. Safamýrarpiltar höfðu betur í fyrstu tveimur leikjunum, en ÍBV vann loks sigur í þriðju tilraun árið 2011.
Leikir Fram og ÍBV í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar frá 2009:
2009: Fram 2-0 ÍBV (Heiðar Geir Júlíusson '76, HjálmarÞórarinsson '90)
2010: Fram 2-0 ÍBV (Tómas Leifsson '4, Ívar Björnsson '56)
2011: ÍBV 1-0 Fram (Tryggvi Guðmundsson '90+3)
2014: ?
Fjórða skiptið á síðustu sex árum sem Fram og ÍBV mætast í fyrstu umferð
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum
Enski boltinn

Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag
Enski boltinn




Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ
Íslenski boltinn

Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano
Enski boltinn


Á að reka umboðsmanninn á stundinni
Enski boltinn
