Tveggja mánaða á kvikmyndahátíðum Viktoría Hermannsdóttir skrifar 23. september 2014 10:00 Þrátt fyrir ungan aldur hefur Saga nú þegar farið á tvær kvikmyndahátíðir. Ísak Einarsson „Hún er svo vær og góð að þetta er ekkert mál. Hún kemur bara með mér á sýningarnar og horfir meira að segja á myndirnar,“ segir kvikmyndagerðarkonan Vera Sölvadóttir sem nú er stödd á kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama í Malmö. Þar keppir stuttmyndin hennar, In Search of Livingstone, til úrslita í aðalkeppni hátíðarinnar. Með henni í för er Saga, sem er tveggja mánaða gömul dóttir hennar. Þrátt fyrir ungan aldur er Saga orðin ansi sjóuð í kvikmyndahátíðum enda er þetta önnur hátíðin sem hún fer á og eru foreldrarnir farnir að kalla hana í gríni SagaClass. „Hún kom með mér til Toronto en þá var pabbi hennar með líka. Þá vorum við í tíu daga. Svo sá ég hvað það var lítið mál að vera með hana með mér úti þannig að ég fór bara með hana ein núna,“ segir Vera. Þær mæðgur flakka því á milli kvikmyndasýninga og annarra viðburða á hátíðinni. „Þetta væri náttúrulega ekki hægt nema af því að hún er svo frábær og góð,“ segir Vera og bætir við: „Hún er eiginlega bara besta auglýsingin fyrir myndina því að það muna allir eftir konunni með barnið,“ segir Vera hlæjandi og viðurkennir að það hafi vakið athygli margra að sjá svo ungt barn á kvikmyndahátíðum. Myndin sem sýnd er í Malmö, In Search of Livingstone, fjallar um tvo vini sem ferðast um landið í leit að tóbaki vegna tóbaksskorts. Eiginmaður Veru, leikarinn Damon Younger, leikur annað aðalhlutverkið í myndinni en hitt er í höndum Sveins Þóris Geirssonar. Damon hefur leikið í nánast öllum myndum Veru. „Við vorum reyndar bara vinir þegar þessi mynd var tekin upp. Hann hefur verið í nánast öllum myndunum mínum. Við kynntumst þannig að ég fékk hann til að fljúga frá London til Parísar til þess að leika í útskriftarmyndinni minni. Mér fannst hann hafa svo sérstakt andlit,“ segir hún en þau urðu svo par síðar. Vera er líka búin að gera aðra mynd sem ber nafnið Gone og verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Helsinki í vikunni. „Við Helena Jónsdóttir, dansari og kóreógrafer, gerum hana saman og Ingvar E. Sigurðsson leikur aðalhlutverkið. Myndin er tekin upp á Gljúfrasteini og það er ekkert talað í henni, bara dansað. Við erum svolítið skotnar í Ingvari því hann er svo físískur þegar hann hreyfir sig og ákváðum þess vegna að fá hann til þess að leika í myndinni,“ segir Vera. „Helena er með ákveðna kenningu um að allir geti dansað og hún hefur gaman af því að fá fólk sem er ekki dansarar til þess að dansa,“ segir hún. Myndin verður heimsfrumsýnd í Helsinki en verður sýnd í framhaldinu á Íslandi. Vera kemur þó ekki til með að vera á kvikmyndahátíðinni í Helsinki en báðar myndirnar hennar verða sýndar þar. „Nei, því miður þá kemst ég ekki þangað, ég held að þetta sé orðið ágætt í bili þó ég væri mikið til í að vera viðstödd.“ Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjá meira
„Hún er svo vær og góð að þetta er ekkert mál. Hún kemur bara með mér á sýningarnar og horfir meira að segja á myndirnar,“ segir kvikmyndagerðarkonan Vera Sölvadóttir sem nú er stödd á kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama í Malmö. Þar keppir stuttmyndin hennar, In Search of Livingstone, til úrslita í aðalkeppni hátíðarinnar. Með henni í för er Saga, sem er tveggja mánaða gömul dóttir hennar. Þrátt fyrir ungan aldur er Saga orðin ansi sjóuð í kvikmyndahátíðum enda er þetta önnur hátíðin sem hún fer á og eru foreldrarnir farnir að kalla hana í gríni SagaClass. „Hún kom með mér til Toronto en þá var pabbi hennar með líka. Þá vorum við í tíu daga. Svo sá ég hvað það var lítið mál að vera með hana með mér úti þannig að ég fór bara með hana ein núna,“ segir Vera. Þær mæðgur flakka því á milli kvikmyndasýninga og annarra viðburða á hátíðinni. „Þetta væri náttúrulega ekki hægt nema af því að hún er svo frábær og góð,“ segir Vera og bætir við: „Hún er eiginlega bara besta auglýsingin fyrir myndina því að það muna allir eftir konunni með barnið,“ segir Vera hlæjandi og viðurkennir að það hafi vakið athygli margra að sjá svo ungt barn á kvikmyndahátíðum. Myndin sem sýnd er í Malmö, In Search of Livingstone, fjallar um tvo vini sem ferðast um landið í leit að tóbaki vegna tóbaksskorts. Eiginmaður Veru, leikarinn Damon Younger, leikur annað aðalhlutverkið í myndinni en hitt er í höndum Sveins Þóris Geirssonar. Damon hefur leikið í nánast öllum myndum Veru. „Við vorum reyndar bara vinir þegar þessi mynd var tekin upp. Hann hefur verið í nánast öllum myndunum mínum. Við kynntumst þannig að ég fékk hann til að fljúga frá London til Parísar til þess að leika í útskriftarmyndinni minni. Mér fannst hann hafa svo sérstakt andlit,“ segir hún en þau urðu svo par síðar. Vera er líka búin að gera aðra mynd sem ber nafnið Gone og verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Helsinki í vikunni. „Við Helena Jónsdóttir, dansari og kóreógrafer, gerum hana saman og Ingvar E. Sigurðsson leikur aðalhlutverkið. Myndin er tekin upp á Gljúfrasteini og það er ekkert talað í henni, bara dansað. Við erum svolítið skotnar í Ingvari því hann er svo físískur þegar hann hreyfir sig og ákváðum þess vegna að fá hann til þess að leika í myndinni,“ segir Vera. „Helena er með ákveðna kenningu um að allir geti dansað og hún hefur gaman af því að fá fólk sem er ekki dansarar til þess að dansa,“ segir hún. Myndin verður heimsfrumsýnd í Helsinki en verður sýnd í framhaldinu á Íslandi. Vera kemur þó ekki til með að vera á kvikmyndahátíðinni í Helsinki en báðar myndirnar hennar verða sýndar þar. „Nei, því miður þá kemst ég ekki þangað, ég held að þetta sé orðið ágætt í bili þó ég væri mikið til í að vera viðstödd.“
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjá meira