Innlent

Olíubíll valt á Kleifarheiði

Gissur Sigurðsson skrifar
Vísir/Egill
Mikið mengunarslys hefði orðið ef olíuflutningabíllinn, sem valt full lestaður á Kleifaheiði í gærkvöldi, hefði ekki oltið nákvæmlega þar sem það gerðist, að sögn slökkviliðsstjórans á Patreksfirði. Vel gekk að dæla dísilolíu yfir á annan olíubíl í nótt og undir hádegi var verið að ná bílnum og vagninum á réttan kjöl. Ökumaðurinn slapp ómeiddur.

Strax og vitneskja barst um atvikið hélt slökkviliðið á Patreksfirði á vettvang með allan tiltækan mengunarvarnabúnað, en ekki varð vart við leka, þótt ekki væri útilokað að eitthvað læki út, undir bílnum, en báðir geymarnir voru fullir af dísilolíu. Útlitið var hreint ekki gott þegar Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri og hans menn mættu á vettvang.

„Það var mjög mikil hætta á mengunarslysi. Það er það mikil olía í bílnum, um 35 þúsund lítrar bæði í bílnum og eftirvagninum. Það hefði ekki mátt vera neinn stór steinn sem hann hefði lagst ofan á, þá hefðum við fengið verulega slæmt mengunarslys,“ sagði Davíð Rúnnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri á Patreksfirði.

Davíð sagði þann stað sem bíllinn valt útaf vera mjög heppilegan til þess. Bæði snjór og slétt gras væri undir bílnum. „Það eru aðrir staðir sem hefðu verið miklu hættulegri og mun verri.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×