Innlent

LÍN heldur boltanum á lofti

Árdís Ósk Steinarsdóttir skrifar
Stúdentar mótmæltu breytingum og bágri stöðu á Austurvelli í gær.
Stúdentar mótmæltu breytingum og bágri stöðu á Austurvelli í gær.
Stjórn Lánastofnunar íslenskra námsmanna (LÍN) skrifaði ekki undir hækkun á lágmarki á kröfu um námsframvindu í dag eins og til stóð. Hækka á kröfurnar úr átján í 22 einingar á önn. Fullt nám samsvarar þrjátíu einingum. Stjórnin kemur til með að funda með stúdentum á næstu misserum og skrifa undir endanlegar tillögur að breytingum 10. mars.

„Stjórn LÍN stendur föst á að lágmarkskröfur til námsframvindu verði hækkaðar í 22 einingar. Hins vegar á eftir að semja um sérstakar undanþágur,“ segir Jórunn Pála Jónasdóttir, hagsmuna- og lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs.

Nemendur sem skráðir eru í áfanga sem falla illa að þessari lágmarkskröfu geta þá sótt um þessar undanþágur. Þá ætlar stjórn LÍN að reyna að mæta kröfum stúdenta um hækkun á grunnframfærslu og hækkun frítekjumarks.

Grunnframfærsla nemur nú 1.296 þúsund krónum á ári fyrir fullt nám. Frítekjumörkin hafa staðið í stað í fimm  ár. Eins og stendur getur námsmaður aðeins aflað sér 750 þúsund króna í tekjur án þess að skerða lántökurétt sinn. Frítekjumörk á öðrum Norðurlandaþjóðum eru hvergi undir þremur milljónum á ári.

Síðastliðið haust var stúdentum dæmt í hag þegar þeir kærðu fyrirhugaðar breytingar LÍN að hækka lágmarkskröfur um námsframvindu í 22 einingar. „LÍN hefur rétt á að breyta lágmarkskröfum sínum um námsframvindu. Það sem var öðruvísi þá var að fyrirvarinn í haust var of stuttur,“ segir Jórunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×