Innlent

Fer fram á opinn nefndarfund vegna rammaáætlunar

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Katrín segir þetta mál með ólíkindum.
Katrín segir þetta mál með ólíkindum. Mynd t.h./Vilhelm
Katrín Júlíusdóttir varaformaður Samfylkingarinnar fer fram á opinn fund í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vegna ákvörðunar Sigurðar Inga Jóhannssonar umhverfisráðherra að breyta rammaáætlun.

Katrín segir í tilkynningu að þetta mál sé allt með ólíkindum og því hafi hún farið fram á opinn fund nefndarinnar.

„Á minni vakt í iðnaðarráðuneytinu var settur lagarammi utan um rammaáætlun og henni þar með gefin lögformleg staða. Það verður að fá úr því skorið hvort þetta standist og hver lagaleg staða verndarflokksins er eftir samþykkt rammans á Alþingi,“ segir Katrín í tilkynningunni.

Náttúruverndarsamtök Íslands fordæmdu einnig í dag ákvörðun Sigurðar Inga að breyta friðlýsingarskilmálum Þjórsárvera þannig að hægt verði að ráðast í gerð nýrrar útfærslu af Norðlingaölduveitu. Í yfirlýsingu þeirra segir jafnframt að ráðherra hafi með þessari ákvörðun rammaáætlun að engu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×