Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki háhýsi

Baldvin Þormóðsson skrifar
Frá Skólavörðuholti norður Frakkastíg er útsýni út á Kollafjörð, upp á Kjalarnes og til Esju.
Frá Skólavörðuholti norður Frakkastíg er útsýni út á Kollafjörð, upp á Kjalarnes og til Esju. vísir/anton
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að óska eftir viðræðum við lóðarhafa á Skuggahverfisreit.

Viðræðurnar snúa að breytingu á deiliskipulagi reitsins í því skyni að vernda sjónás sem liggur frá Skólavörðuholti norður Frakkastíg.

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi, sem samþykkt var í borgarráði 9. mars 2006, er heimilt að reisa 19 hæða háhýsi á lóðinni.

Í tillögunni er óskað eftir því ná samkomulagi við lóðarhafa um breytingar á háhýsi því, sem fyrirhugað er að rísi á lóðinni, annað hvort með tilfærslu þess innan reitsins, eða samkomulagi um verulega lækkun þess.


Tengdar fréttir

Telja útsýni niður Frakkastíginn verðmætt

Hjónin Jon Kjell Seljeseth og Elín Ebba Ásmundsdóttir hafa um nokkurra ára skeið reynt að fá svör borgaryfirvalda um byggingar háhýsa í Skuggahverfinu í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×