Innlent

„Turninn á eftir að hafa áhrif á veðurfar, útsýni og ásýnd borgarinnar“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fram kemur í bókun flokkanna að turninn og reiturinn allur sé almennt á skjön við umhverfis- og skipulagsáherslur í dag.
Fram kemur í bókun flokkanna að turninn og reiturinn allur sé almennt á skjön við umhverfis- og skipulagsáherslur í dag.
Fulltrúar Vinstri grænna, Besta flokks og Samfylkingar hafa sent frá sér greinagerð í kjölfar umræðu um turninn sem nú rís við Skúlagötu í Reykjavík. Þar kemur fram að deiliskipulag Skuggahverfis sé barn síns tíma.

„Það var samþykkt einróma í borgarstjórn árið 2006. Engar athugasemdir bárust frá borgarbúum. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Turninn sem nú rís við Skúlagötu á eftir að hafa áhrif á veðurfar, útsýni og ásýnd borgarinnar og mun skerða mikilvægan sjónás norður Frakkastíg.“

Fram kemur í bókun flokkanna að turninn og reiturinn allur séu almennt á skjön við umhverfis- og skipulagsáherslur í dag.

„Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 kemur fram skýr stefna þar sem tekið er tillit til fleiri þátta en áður, m.a. um hæðir húsa, um sjónása, verndun eldri byggðar og byggðarmynsturs. Það breytir þó ekki átta ára gamalli samþykkt, deiliskipulagið er í gildi og byggingarleyfi hafa verið gefin út.“

Umhverfis- og skipulagsráð skorar á Alþingi Íslendinga að setja fyrningarákvæði í skipulagslög, þannig að hægt verði að endurskoða skipulagsáætlanir ef framkvæmdir hefjast ekki innan ákveðins tíma.

„Slíkt ákvæði myndi tryggja vandaðri skipulagsvinnu, skýrara umboð skipulagsyfirvalda á hverjum tíma og meiri sátt innan samfélagsins. Ráðið felur jafnframt skipulagsfulltrúa að hefja viðræður við verktaka og höfða til samvisku þeirra vegna framkominnar gagnrýni og breyttrar stefnu borgaryfirvalda frá þeim tíma sem skipulagið var samþykkt.“


Tengdar fréttir

Telja útsýni niður Frakkastíginn verðmætt

Hjónin Jon Kjell Seljeseth og Elín Ebba Ásmundsdóttir hafa um nokkurra ára skeið reynt að fá svör borgaryfirvalda um byggingar háhýsa í Skuggahverfinu í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×