Innlent

Héraðsdómur verði fluttur af Lækjartorgi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/pjetur/aðsend
„Nú er ég hress. Innanríkisráðherra hefur sent borginni bréf og tekur vel í ósk okkar um viðræður um að flytja Héraðsdóm af Lækjartorgi. Borgarráð skipaði viðræðuteymi í morgun. Verður frábært að fá meira líf á Lækjartorg,“ skrifaði Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs á Facebook síðu sína fyrr í dag.

„Okkur finnst lögreglustöðvarreiturinn við Hlemm vera tilvalin staðsetning en þar er stórt plan sem hægt er að koma upp byggingum,“ segir Dagur í viðtali við Vísi.

Dagur telur að miðborgarstarfsemi myndi fylla Lækjartorg af meira lífi og sé það meginmarkmiðið. Hugmyndir um miðborgargallerí með litlum búðum hafa kviknað en þó velti það allt á því hverjir myndu koma að uppbyggingu reksturs þar.

„Héraðsdómshúsnæðið er verðmætt hús í eigu ríkisins. Hægt væri að nota þann pening til uppbyggingar á nýju húsnæði, en það veltur auðvitað á stærð byggingarinnar.“

Hann segir hugmyndina um flutning Héraðsdóms Reykjavíkur vera gamla og setti rithöfundurinn Andri Snær Magnason hana fram á sínum tíma í hugmyndakeppni Reykjavíkurborgar.

„Andri Snær vann til verðlauna fyrir þesa hugmynd fyrir um það bil tíu árum síðan. Borgin hefur haldið þessari hugmynd á lofti síðan þá.“


Tengdar fréttir

Vilja flytja héraðsdóm af Lækjartorgi

Lagt hefur verið fram bréf þar sem borgin óskar eftir viðræðum við innanríkisráðuneyti um flutning Héraðsdóms Reykjavíkur af Lækjartorgi, á Lögreglustöðvarreitinn við Hlemm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×