Innlent

Enginn segist hafa séð manninn skipta skapi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Karlmaðurinn, sem sakaður er að hafa orðið barni sínu að bana, við réttarhöldin í dag.
Karlmaðurinn, sem sakaður er að hafa orðið barni sínu að bana, við réttarhöldin í dag.
„Niðurstöður matsins eru þær að um er að ræða eðlilega gefinn mann, hann er hlédrægur, hlýðinn persónuleiki, kannski dálítið stefnulaus í lífinu og á það til að vera í sínum eigin heimi í tölvuleikjum. Hann getur verið duglegur en á erfitt með að finna sér mótív. Lágt sjálfstraust, þarf að vera meira fókuseraður á framtíð og starfsframa,“ segir Sigurður Páll Pálsson sem tók geðmat á manninum sem sakaður er um að hafa orðið barni sínu að bana.  

Þá segir hann engin merki vera um að maðurinn sé haldinn geðsjúkdómi eða –röskunum.

Geðlæknirinn talaði fjórum sinnum við manninn og segir hann þægilegan í umgengni en heldur þöglan. Hann ráðlagði honum ítrekað að leita sér sálfræðiaðstoðar en kvaðst maðurinn undan því.

„Hann var inn í sig og reyndi að leiða hugann frá þessu. Hann vill ekki hugsa þetta og vill ekki vinna með þetta.“

Sigurður segir ekkert benda til þess að maðurinn sé ofbeldisfullur en segir hann töluvert bældan.  Hann segir hann byrgja mikið inn í sér.

Ekkert vitnanna hafði séð manninn skipta skapi. Saksóknari lagði því fram spurningu um hvort það geti talist eðlilegt.

„Það er ekki hægt að segja að það sé eðlilegt. Hann vill ekki lenda í deilum og byrgir hluti frekar inn í sér.“

„Hann lýsir jákvæðum tilfinningum, segist hafa elskað barnið, segist hafa viljað eignast stúlkubarn. Sýnir depurð. Hann saknar bæði barnsins og kærustunnar. Sýnir tilfinningar.“



Sigurður var síðasta vitni dagsins og halda vitnaleiðslur áfram í fyrramálið.


Tengdar fréttir

Sakaður um að hafa hrist barn sitt

Aðalmeðferð í máli karlmanns á þrítugsaldri, sem sakaður er um að hafa hrist fimm mánaða dóttur af slíkri hörku að hún lést nokkrum klukkustundum síðar, hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Faðir barnsins yfirvegaður í réttarhöldunum

Faðir barnsins sem sakaður er um að hafa hrist barn sitt til dauða í mars á síðasta ári bar vitni í aðalmeðferð málsins í dag. Hann hafnar sök í málinu.

Faðirinn enn í farbanni

Farbann yfir föður fimm mánaða stúlku sem talin er hafa látist í mars vegna heilablæðingar af völdum svokallaðs "shaken baby syndrome“ hefur verið framlengt um fjórar vikur. Hann hefur ekki verið yfirheyrður síðan í maí.

Öll einkenni "Shaken baby syndrome“

Þýskur réttarmeinafræðingur bar í morgun vitni í máli manns sem er sakaður um að hafa hrist barn sitt til dauða. Preuss taldi, eftir krufningu, að allir áverkar á barninu bentu til þess að það hafi verið hrist til dauða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×