Ósammála um „ofurverð“ Þorgils Jónsson skrifar 16. janúar 2014 10:48 Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, hafnar fullyrðingum Þórólfs Matthíassonar hagfræðings um meint ofurverð á rjóma. Vísir/Samsett mynd Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar (MS), hafnar málatilbúnaði Þórólfs Matthíassonar hagfræðings um það sem hinn síðarnefndi kallar ofurverð á rjóma. Þórólfur segist tilbúinn að leiðrétta ef einhverjar tölur séu ónákvæmar, en hann standi við „prinsippin“ að baki greininni.Í aðsendri greinÞórólfs Matthíassonar í Fréttablaðinu í gær kom fram að ætla megi að verð á rjóma hér á landi sé tvöfalt til þrefalt hærra en eðlilegt getur talist og það „ofurverð“ hafi skilað MS um 800 til 900 milljónum króna á ári. Í greininni gerir Þórólfur ráð fyrir að 2 til 2,5 lítra af rjóma þurfi til að búa til eitt kíló af smjöri. Miðað við að heildsöluverð á rjóma í lausu máli er 798 krónur á lítrann þurfi því að kosta til 1.600 til 2.000 krónum í rjóma til að framleiða eitt kíló af smjöri, að frátöldum öðrum kostnaði, meðal annars vegna vinnu. Leiðir Þórólfur þannig rök að því að kostnaðurinn við framleiðslu á smjöri sé á bilinu 2.000 til 2.500 krónur. Verðlagsnefnd búvara, sem ákvarðar heildsöluverð á búvörum, setur hins vegar heildsöluverð ópakkaðs smjörs 624 krónur á hvert kíló og þannig sé hvert kíló selt með 1.400 til 1.900 króna tapi. Segir hann að Verðlagsnefnd búvara hafi augljóslega ekki gætt eðlilegs samræmis milli verðs á rjóma annars vegar og smjörs hins vegar. „Verð rjóma virðist ofurverð!“ segir hann. Þórólfur segir að ætla megi að verð á rjóma sé því tvöfalt til þrefalt hærra en eðlilegt geti talist.„Verð rjóma er sannarlega ofurverð enda ætti heildsöluverð rjóma að vera um 250 til 300 krónur á lítra en ekki 624 krónur á lítra sé miðað við verðlagningu smjörs,“ segir hann og bætir við að þar sem leiða megi líkur að því að rjómaneysla á Íslandi sé um 2.500 tonn á ári hafi meint ofurverð á rjóma því aukið tekjur MS um 800 til 900 milljónir króna á ári. Þórólfur segir íslenska neytendur nú eiga kröfu meðal annars á að innflutningstollar af smjöri verði felldir niður og að MS „skili til baka þeim tekjum sem hún hefur haft af ofurverðlagningu á rjóma á undangengnum 5–10 árum“.Lúxusvara lækkar almenna neysluvöru Einar Sigurðsson, forstjóri MS, segist ekki vilja fara ofan í einstaka tölur í útreikningum, en tekur þó fram að ein lykilforsenda Þórólfs, magnið af rjóma sem hann reiknar með til smjörframleiðslu, sé um 40% meira en raunin er í þeim verðflokki sem hann reiknar sig út frá.„Það sem skiptir hins vegar máli er að það hefur legið fyrir áratugum saman að verðið á rjóma í smásölu er hærra en verðið á þeim rjóma sem er notaður í smjör. Þess vegna hefur framlegð af rjóma í heildarrekstri iðnaðarins alltaf verið tiltölulega há, en framlegðin af smjöri verið nánast engin.“ Einar segir að ýmislegt liggi þarna að baki. Annars vegar sé rjómi lúxusvara sem seljist í miklu magni rétt fyrir páska og jól. Smjör seljist hins vegar jafnt og þétt og hafi mikið geymsluþol. Verðlagsnefnd framfylgi svo hlutverki sínu með því að nýta framlegð af lúxusvörum til að tryggja hagstætt verð á almennum neysluvörum; mjólk, smjöri og ostum. Þá hafi núverandi fyrirkomulag tryggt bændum hátt hráefnisverð en haldið aftur af hækkunum á útsöluverði og þannig valdið því að fyrirtækin hafi orðið að hagræða í rekstri, sem hafi skilað neytendum verulegum árangri þar sem verð á mjólkurvörum hefur almennt hækkað minna en verðlag.„Hafi safnast upp fjármunir hjá okkur eru þeir komnir aftur út til neytenda í gegnum verðlagsnefndina.“Fulltrúar neytenda vilja hafa mjólkina ódýra Ólafur Friðriksson, formaður Verðlagsnefndar búvöru, segist í samtali við Fréttablaðið ekki vilja tjá sig um útreikninga Þórólfs, en segir að verðtilfærsla milli vöruflokka hafi til margra ára verið heimiluð með lögum.„Undanfarin sex eða sjö ár hefur verið unnið markvisst að því að draga úr þessum verðmismun og láta hverja og eina vörutegund endurspegla sem mest framleiðsluverð. Lögunum var breytt frá og með síðustu áramótum þar sem sérstakt verðtilfærslugjald, sem lagt var á afurðastöðvarnar, var afnumið, en afurðastöðvunum er enn heimilt að gera verðtilfærslur milli vörutegunda og það er því enn til staðar í litlum mæli.“ Í þessu kerfi felst að sögn Ólafs meðal annars að hægt er að halda verði á nýmjólk niðri á meðan rjóminn, sem dæmi, er verðlagður hærra.„Fulltrúar neytenda hafa gjarnan haldið því fram að það væri nauðsynlegt að hafa mjólkina sem slíka eins ódýra og hægt er. Samt hefur verið dregið jafnt og þétt úr þessu.“Stendur við prinsippin Þórólfur segist í samtali við Fréttablaðið standa við það sem stendur í greininni.„Ég sendi fyrirspurn á MS varðandi hversu mikið af rjóma þyrfti til að framleiða smjör, en ég fékk ekkert svar. Svo þegar ég talaði við Einar sagðist hann ekki vita það þá. Mínar tölur fékk ég frá matvælafræðingi og bakka ekki með þær strax. Ég hafði gefið MS fullt tækifæri til að gefa mér upplýsingar og það þýðir því ekkert að fela sig á bak við það núna.“ Þórólfur segir að sé verðið á rjóma notað til að halda verði á öðrum vörum niðri, stríði það í það minnsta gegn anda búvörulaga og samkeppnislaga og slíkt eigi ekki að líðast.„Ég er tilbúinn til að leiðrétta ef þeir geta sýnt fram á einhver mistök í greininni, en ég stend við prinsippin þar að baki.“ Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar (MS), hafnar málatilbúnaði Þórólfs Matthíassonar hagfræðings um það sem hinn síðarnefndi kallar ofurverð á rjóma. Þórólfur segist tilbúinn að leiðrétta ef einhverjar tölur séu ónákvæmar, en hann standi við „prinsippin“ að baki greininni.Í aðsendri greinÞórólfs Matthíassonar í Fréttablaðinu í gær kom fram að ætla megi að verð á rjóma hér á landi sé tvöfalt til þrefalt hærra en eðlilegt getur talist og það „ofurverð“ hafi skilað MS um 800 til 900 milljónum króna á ári. Í greininni gerir Þórólfur ráð fyrir að 2 til 2,5 lítra af rjóma þurfi til að búa til eitt kíló af smjöri. Miðað við að heildsöluverð á rjóma í lausu máli er 798 krónur á lítrann þurfi því að kosta til 1.600 til 2.000 krónum í rjóma til að framleiða eitt kíló af smjöri, að frátöldum öðrum kostnaði, meðal annars vegna vinnu. Leiðir Þórólfur þannig rök að því að kostnaðurinn við framleiðslu á smjöri sé á bilinu 2.000 til 2.500 krónur. Verðlagsnefnd búvara, sem ákvarðar heildsöluverð á búvörum, setur hins vegar heildsöluverð ópakkaðs smjörs 624 krónur á hvert kíló og þannig sé hvert kíló selt með 1.400 til 1.900 króna tapi. Segir hann að Verðlagsnefnd búvara hafi augljóslega ekki gætt eðlilegs samræmis milli verðs á rjóma annars vegar og smjörs hins vegar. „Verð rjóma virðist ofurverð!“ segir hann. Þórólfur segir að ætla megi að verð á rjóma sé því tvöfalt til þrefalt hærra en eðlilegt geti talist.„Verð rjóma er sannarlega ofurverð enda ætti heildsöluverð rjóma að vera um 250 til 300 krónur á lítra en ekki 624 krónur á lítra sé miðað við verðlagningu smjörs,“ segir hann og bætir við að þar sem leiða megi líkur að því að rjómaneysla á Íslandi sé um 2.500 tonn á ári hafi meint ofurverð á rjóma því aukið tekjur MS um 800 til 900 milljónir króna á ári. Þórólfur segir íslenska neytendur nú eiga kröfu meðal annars á að innflutningstollar af smjöri verði felldir niður og að MS „skili til baka þeim tekjum sem hún hefur haft af ofurverðlagningu á rjóma á undangengnum 5–10 árum“.Lúxusvara lækkar almenna neysluvöru Einar Sigurðsson, forstjóri MS, segist ekki vilja fara ofan í einstaka tölur í útreikningum, en tekur þó fram að ein lykilforsenda Þórólfs, magnið af rjóma sem hann reiknar með til smjörframleiðslu, sé um 40% meira en raunin er í þeim verðflokki sem hann reiknar sig út frá.„Það sem skiptir hins vegar máli er að það hefur legið fyrir áratugum saman að verðið á rjóma í smásölu er hærra en verðið á þeim rjóma sem er notaður í smjör. Þess vegna hefur framlegð af rjóma í heildarrekstri iðnaðarins alltaf verið tiltölulega há, en framlegðin af smjöri verið nánast engin.“ Einar segir að ýmislegt liggi þarna að baki. Annars vegar sé rjómi lúxusvara sem seljist í miklu magni rétt fyrir páska og jól. Smjör seljist hins vegar jafnt og þétt og hafi mikið geymsluþol. Verðlagsnefnd framfylgi svo hlutverki sínu með því að nýta framlegð af lúxusvörum til að tryggja hagstætt verð á almennum neysluvörum; mjólk, smjöri og ostum. Þá hafi núverandi fyrirkomulag tryggt bændum hátt hráefnisverð en haldið aftur af hækkunum á útsöluverði og þannig valdið því að fyrirtækin hafi orðið að hagræða í rekstri, sem hafi skilað neytendum verulegum árangri þar sem verð á mjólkurvörum hefur almennt hækkað minna en verðlag.„Hafi safnast upp fjármunir hjá okkur eru þeir komnir aftur út til neytenda í gegnum verðlagsnefndina.“Fulltrúar neytenda vilja hafa mjólkina ódýra Ólafur Friðriksson, formaður Verðlagsnefndar búvöru, segist í samtali við Fréttablaðið ekki vilja tjá sig um útreikninga Þórólfs, en segir að verðtilfærsla milli vöruflokka hafi til margra ára verið heimiluð með lögum.„Undanfarin sex eða sjö ár hefur verið unnið markvisst að því að draga úr þessum verðmismun og láta hverja og eina vörutegund endurspegla sem mest framleiðsluverð. Lögunum var breytt frá og með síðustu áramótum þar sem sérstakt verðtilfærslugjald, sem lagt var á afurðastöðvarnar, var afnumið, en afurðastöðvunum er enn heimilt að gera verðtilfærslur milli vörutegunda og það er því enn til staðar í litlum mæli.“ Í þessu kerfi felst að sögn Ólafs meðal annars að hægt er að halda verði á nýmjólk niðri á meðan rjóminn, sem dæmi, er verðlagður hærra.„Fulltrúar neytenda hafa gjarnan haldið því fram að það væri nauðsynlegt að hafa mjólkina sem slíka eins ódýra og hægt er. Samt hefur verið dregið jafnt og þétt úr þessu.“Stendur við prinsippin Þórólfur segist í samtali við Fréttablaðið standa við það sem stendur í greininni.„Ég sendi fyrirspurn á MS varðandi hversu mikið af rjóma þyrfti til að framleiða smjör, en ég fékk ekkert svar. Svo þegar ég talaði við Einar sagðist hann ekki vita það þá. Mínar tölur fékk ég frá matvælafræðingi og bakka ekki með þær strax. Ég hafði gefið MS fullt tækifæri til að gefa mér upplýsingar og það þýðir því ekkert að fela sig á bak við það núna.“ Þórólfur segir að sé verðið á rjóma notað til að halda verði á öðrum vörum niðri, stríði það í það minnsta gegn anda búvörulaga og samkeppnislaga og slíkt eigi ekki að líðast.„Ég er tilbúinn til að leiðrétta ef þeir geta sýnt fram á einhver mistök í greininni, en ég stend við prinsippin þar að baki.“
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira