
Rjóma-ránið mikla
Samkvæmt 13. gr. laga nr. 99/1993 með síðari breytingum er svokallaðri verðlagsnefnd búvara ætlað að „ákvarða heildsöluverð búvara að teknu tilliti til… rökstuddra upplýsinga um kostnað við vinnslu og dreifingu búvara“. Þessi nefnd ákvarðar bæði heildsöluverð á rjóma (798 krónur á lítra) og á smjöri. Heildsöluverð ópakkaðs smjörs er 624 krónur á kíló! Af þessu má álykta að ópakkað smjör sé selt með 1.400-1.900 króna tapi á hvert kíló! Augljóslega hefur verðlagsnefnd búvara ekki gætt þess að eðlilegt samræmi sé milli verðs á rjóma annars vegar og smjörs hins vegar. Verð rjóma virðist ofurverð!
Vinningur MS
Heildsöluverð smjörs á Íslandi er svipað og svokallað ESB-verð og heldur hærra en heimsmarkaðsverð. Það virðist því mega áætla að verð á rjóma sé 2falt til 3falt hærra en eðlilegt getur talist. Verð rjóma er sannarlega ofurverð enda ætti heildsöluverð rjóma að vera um 250 til 300 krónur á lítra en ekki 624 krónur á lítra sé miðað við verðlagningu smjörs. Erfitt er að finna talnalegar upplýsingar um framleiðslu mjólkurafurða, en leiða má líkur að því að rjómaneysla á Íslandi sé um 2.500 tonn á ári. Ofurverð á rjóma hefur því aukið tekjur MS um 800 til 900 milljónir króna á ári.
Upplýsingar um ofurverð á rjóma setja innflutning á írsku smjöri í nýtt og nokkuð óvænt ljós. Hefði MS þurft að nota 175 til 220 þúsund lítra af rjóma til að framleiða smörið sem vantaði á markaðinn fyrir jólin hefði það kostað fyrirtækið 140 til 175 milljónir króna. Var að furða þó forstjóri MS teldi létt verk að hliðra til fyrir 50 milljóna króna tollareikningi fyrir írska smjörið þegar fréttastofa RÚV spurði hann út í málið? Vinningur MS af að flytja inn írska smjörið virðist hafa verið á bilinu 90 til 125 milljónir króna þegar tollagreiðslur hafa verið dregnar frá!
Íslenskir neytendur hljóta nú að krefjast þess að: a) innflutningstollar af smjöri verði felldir niður, b) að verðlagsnefnd búvara lækki verð á rjóma um 66%, c) að innlend vinnsla mjólkur verði gefin frjáls og d) að Mjólkursamsalan skili til baka þeim tekjum sem hún hefur haft af ofurverðlagningu á rjóma á undangengnum 5–10 árum.
Skoðun

Af hverju förum við á loftslagsráðstefnur?
Haukur Logi Jóhannsson skrifar

NEI, NEI og aftur NEI
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Fjárhagsvandi bænda og loftslagshamfarir
Halldór Reynisson skrifar

Má Seðlabankinn semja sínar reglur?
Guðbjörn Jónsson skrifar

RÚV og íslenska táknmálið
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir,Elsa Guðbjörg Björnsdóttir,Kolbrún Völkudóttir,Guðmundur Ingason skrifar

Gefum við Rósi skít í ráðherrann?
Signý Jóhannesdóttir skrifar

Þörf á tafarlausu og varanlegu vopnahléi á Gaza
Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar

Glæpur og refsing kvenna í samtímanum
Kristín I. Pálsdóttir,Helena Bragadóttir skrifar

Eru ungir bændur í SÉR-flokki?
Karl Guðlaugsson skrifar

Eru þeir sem eiga bókina sinn versta óvin, að taka one way ticket to …?
Davíð Bergmann skrifar

Sjúkraþyrla, tíminn skiptir máli
Gunnar Svanur Einarsson skrifar

Það sem Birgir og Biden sáu - en sáu ekki
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Pennastrik frá 2018 elta óundirbúinn fyrrverandi ferðamálaráðherra
Jökull Sólberg skrifar

Ríki og sveitarfélög næra verðbólguna
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Krónan - mælitæki eða orsök hagsveiflna?
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Að draga lærdóm af PISA
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Á PISAköldu landi
Alexander Briem skrifar

Fækkun heilsugæslustöðva og hvar eru heimilislæknarnir?
Oddur Steinarsson skrifar

Jólagjöf ársins 2023
Birgitta Steingrímsdóttir,Hildur Mist Friðjónsdóttir,Þorbjörg Sandra Bakke skrifar

Skiptum út dönsku fyrir læsi
Hólmfríður Árnadóttir,Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Pælt í PISA
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Mannréttindi fatlaðra kvenna
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Sjálfboðavinna Afstöðu fyrir stjórnvöld
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Gamli Bjarni og nýi Bjarni
Sigmar Guðmundsson skrifar

Fórnarkostnaður
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Skakkaföllin í PISA
Björn Brynjúlfur Björnsson,Sindri M. Stephensen skrifar

Er sumarbústaðurinn öruggur fyrir veturinn?
Ágúst Mogensen skrifar

Kjarapakki Samfylkingar: Mildum höggið og vinnum gegn verðbólgu
Kristrún Frostadóttir skrifar

Samstaða og sniðganga - Suður-Afríka og Palestína
Guðrún Sif Friðriksdóttir skrifar

Fátækari með hverju árinu!
Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar