„Staða mín innan flokksins er sterk“ Hjörtur Hjartarson skrifar 16. janúar 2014 19:00 Horfum lánshæfismat Kópavogsbæjar hefur verið breytt úr stöðugum í neikvæðar í kjölfar samþykktar bæjarstjórnar á kaupum og byggingu félagslegra íbúða á þriðjudaginn. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir stöðu sína sem oddvita Sjálfstæðismanna, trygga þrátt fyrir pólitíska aðför að sér undanfarið. Kópavogsbær birti í dag í Kauphöll Íslands nýja matið sem unnið var af lánshæfismatsfyrirtækinu Reitun. Ármann segir ljóst að þetta kunni að leiða til verri lánskjara fyrir bæinn sem þarf á næstu vikum að leita á markað vegna endurfjármögnunar á árinu 2014. „Eins og ég sagði á bæjarstjórnarfundinum þegar ég bað um frestunina, þá var ég einmitt að vísa til þess að það skiptir máli hvernig ákvarðanirnar eru teknar. Þessvegna vildi ég fara betur yfir málið, fá fagnefndir og séraðila til að fara yfir þessa ákvörðun áður en hún yrði tekin en því miður er þetta niðurstaðan,“ segir Ármann Kr. En þetta er ekki eina áhyggjuefni Ármanns. Eftir að tillaga minnihlutans var samþykkt á þriðjudaginn hefur verið uppi orðrómur um að Ármann njóti ekki stuðnings Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Þá hefur verið talað um að stuðningsmenn Gunnars Birgissonar séu að safna liði gegn honum fyrir komandi prófkjörsslag. „Ég held nú bara að þessi tillaga og þessi æsingur að troða þessu máli í gegn sé partur af einhverju slíku. En ég met það sem svo að staða mín innan flokksins sé mjög sterk.“Gunnar I. Birgisson„Telurðu að þetta sé persónuleg aðför gegn þér sem oddvita og bæjarstjóra, jafnvel runnin undan rifjum Gunnars Birgissonar og stuðningsmanna hans?“„Við vitum það að Gunnar hefur aldrei sætt við niðurstöðu síðasta prófkjörs. Það var fjölmennt prófkjör með lýðræðislegri niðurstöðu sem hann er ekki sáttur við. Og hans menn hafa stutt hann í því,“ segir Ármann.„Myndirðu segja að þetta væri pólitísk flétta?“„Ég held að það fari ekki framhjá neinum. Ef menn horfa í tímasetningar og annað í þessu máli þá er það alveg augljóst. Og það að hann og Guðríður sé nú að taka höndum saman, ég meina, þetta er ekki erfitt púsluspil,“ segir Ármann.„Í þessum prófkjörsslag sem framundan er, þarftu ekki hreinlega að reima á þig takkaskóna?“„Ja, þar sem Gunnar er annars vegar þá er kannski eðlilegra að fara í boxhanskana.“ Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Horfum lánshæfismat Kópavogsbæjar hefur verið breytt úr stöðugum í neikvæðar í kjölfar samþykktar bæjarstjórnar á kaupum og byggingu félagslegra íbúða á þriðjudaginn. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir stöðu sína sem oddvita Sjálfstæðismanna, trygga þrátt fyrir pólitíska aðför að sér undanfarið. Kópavogsbær birti í dag í Kauphöll Íslands nýja matið sem unnið var af lánshæfismatsfyrirtækinu Reitun. Ármann segir ljóst að þetta kunni að leiða til verri lánskjara fyrir bæinn sem þarf á næstu vikum að leita á markað vegna endurfjármögnunar á árinu 2014. „Eins og ég sagði á bæjarstjórnarfundinum þegar ég bað um frestunina, þá var ég einmitt að vísa til þess að það skiptir máli hvernig ákvarðanirnar eru teknar. Þessvegna vildi ég fara betur yfir málið, fá fagnefndir og séraðila til að fara yfir þessa ákvörðun áður en hún yrði tekin en því miður er þetta niðurstaðan,“ segir Ármann Kr. En þetta er ekki eina áhyggjuefni Ármanns. Eftir að tillaga minnihlutans var samþykkt á þriðjudaginn hefur verið uppi orðrómur um að Ármann njóti ekki stuðnings Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Þá hefur verið talað um að stuðningsmenn Gunnars Birgissonar séu að safna liði gegn honum fyrir komandi prófkjörsslag. „Ég held nú bara að þessi tillaga og þessi æsingur að troða þessu máli í gegn sé partur af einhverju slíku. En ég met það sem svo að staða mín innan flokksins sé mjög sterk.“Gunnar I. Birgisson„Telurðu að þetta sé persónuleg aðför gegn þér sem oddvita og bæjarstjóra, jafnvel runnin undan rifjum Gunnars Birgissonar og stuðningsmanna hans?“„Við vitum það að Gunnar hefur aldrei sætt við niðurstöðu síðasta prófkjörs. Það var fjölmennt prófkjör með lýðræðislegri niðurstöðu sem hann er ekki sáttur við. Og hans menn hafa stutt hann í því,“ segir Ármann.„Myndirðu segja að þetta væri pólitísk flétta?“„Ég held að það fari ekki framhjá neinum. Ef menn horfa í tímasetningar og annað í þessu máli þá er það alveg augljóst. Og það að hann og Guðríður sé nú að taka höndum saman, ég meina, þetta er ekki erfitt púsluspil,“ segir Ármann.„Í þessum prófkjörsslag sem framundan er, þarftu ekki hreinlega að reima á þig takkaskóna?“„Ja, þar sem Gunnar er annars vegar þá er kannski eðlilegra að fara í boxhanskana.“
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira