Lánshæfismat Kópavogs lækkað Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2014 16:22 Vísir/Stefán Búið er að lækka lánshæfismat Kópavogs úr stöðugum í neikvæðar vegna nýlegrar samþykktar bæjarstjórnar um kaup á 30 til 40 íbúðum og byggingu tveggja fjölbýlishúsa. Í matinu segir að verði þetta að veruleika muni lánshæfi Kópavogs versna vegna aukinnar skuldsetningar í viðkvæmri stöðu, óstöðugleika og minni fyrirsjáanleika. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs. Nýja lánshæfimatið var birt í Kauphöll Íslands í dag og er unnið af lánshæfismatsfyrirtækinu Reitun. „Í rökstuðningi Reitunar segir að ákvarðanir um að víkja skyndilega og án undirbúnings frá fjárhagsáætlunum gefi vísbendingar um að fjármálastjórn sveitarfélagsins sé ekki jafn stöðug og áður virtist. Sjálfur var ég andvígur umræddri tillögu og benti á að kaup á 100 íbúðum, miðað við samtals 60 íbúðir í fjölbýlishúsunum, myndu kosta um 3 milljarða króna. Það myndi auka skuldir og þar með skuldahlutfall bæjarins um 7 til 9%.“ „Þessar breytingar á lánshæfismatinu eru mér mikil vonbrigði en því miður í takt við það sem ég óttaðist. Ég hef í starfi mínu sem bæjarstjóri Kópavogs lagt mikla áherslu á styrka og stöðuga fjármálastjórn og í júlí á síðasta ári hækkaði Reitun lánshæfismat Kópavogs úr B í B+ með stöðugum horfum. Nú hefur þeim horfum hins vegar verið breytt í neikvæðar vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Kópavogs,“ segir Ármann. Segir hann samþykkt bæjarstjórnar skaða bæjarsjóð og að sveitarfélagið þurfi á næstu vikum að leita á markað vegna endurfjármögnunar á árinu 2014. Lánshæfismatið og neikvæðar horfur kunni því miður að leiða til verri lánskjara Kópavogsbæjar. Hér fyrir neðan er yfirlýsingin frá bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni í heild sinni:Kópavogsbær hefur nú birt í Kauphöll Íslands nýtt lánshæfismat sem unnið er af lánshæfismatsfyrirtækinu Reitun. Horfum lánshæfismats Kópavogs er breytt úr stöðugum í neikvæðar vegna nýlegrar samþykktar bæjarstjórnar um kaup á 30 til 40 íbúðum og byggingu tveggja fjölbýlishúsa. Í matinu segir að verði þetta að veruleika muni lánshæfi Kópavogs versna vegna aukinnar skuldsetningar í viðkvæmri stöðu, óstöðugleika og minni fyrirsjáanleika.Þessar breytingar á lánshæfismatinu eru mér mikil vonbrigði en því miður í takt við það sem ég óttaðist. Ég hef í starfi mínu sem bæjarstjóri Kópavogs lagt mikla áherslu á styrka og stöðuga fjármálastjórn og í júlí á síðasta ári hækkaði Reitun lánshæfismat Kópavogs úr B í B+ með stöðugum horfum. Nú hefur þeim horfum hins vegar verið breytt í neikvæðar vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Kópavogs.Samþykkt bæjarstjórnar er því farin að skaða bæjarsjóð. Kópavogsbær þarf á næstu vikum að leita á markað vegna endurfjármögnunar á árinu 2014. Lánshæfismatið og neikvæðar horfur kunna því miður að leiða til verri lánskjara Kópavogsbæjar.Í rökstuðningi Reitunar segir að ákvarðanir um að víkja skyndilega og án undirbúnings frá fjárhagsáætlunum gefi vísbendingar um að fjármálastjórn sveitarfélagsins sé ekki jafn stöðug og áður virtist. Sjálfur var ég andvígur umræddri tillögu og benti á að kaup á 100 íbúðum, miðað við samtals 60 íbúðir í fjölbýlishúsunum, myndu kosta um 3 milljarða króna. Það myndi auka skuldir og þar með skuldahlutfall bæjarins um 7 til 9%.Ég mun áfram leggja áherslu á ábyrga fjármálastjórn og vonast til að bæjarstjórn Kópavogs beri gæfu til að fylgja áfram eftir þeim markmiðum sem unnið hefur verið eftir undanfarin fimm ár. Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Búið er að lækka lánshæfismat Kópavogs úr stöðugum í neikvæðar vegna nýlegrar samþykktar bæjarstjórnar um kaup á 30 til 40 íbúðum og byggingu tveggja fjölbýlishúsa. Í matinu segir að verði þetta að veruleika muni lánshæfi Kópavogs versna vegna aukinnar skuldsetningar í viðkvæmri stöðu, óstöðugleika og minni fyrirsjáanleika. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs. Nýja lánshæfimatið var birt í Kauphöll Íslands í dag og er unnið af lánshæfismatsfyrirtækinu Reitun. „Í rökstuðningi Reitunar segir að ákvarðanir um að víkja skyndilega og án undirbúnings frá fjárhagsáætlunum gefi vísbendingar um að fjármálastjórn sveitarfélagsins sé ekki jafn stöðug og áður virtist. Sjálfur var ég andvígur umræddri tillögu og benti á að kaup á 100 íbúðum, miðað við samtals 60 íbúðir í fjölbýlishúsunum, myndu kosta um 3 milljarða króna. Það myndi auka skuldir og þar með skuldahlutfall bæjarins um 7 til 9%.“ „Þessar breytingar á lánshæfismatinu eru mér mikil vonbrigði en því miður í takt við það sem ég óttaðist. Ég hef í starfi mínu sem bæjarstjóri Kópavogs lagt mikla áherslu á styrka og stöðuga fjármálastjórn og í júlí á síðasta ári hækkaði Reitun lánshæfismat Kópavogs úr B í B+ með stöðugum horfum. Nú hefur þeim horfum hins vegar verið breytt í neikvæðar vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Kópavogs,“ segir Ármann. Segir hann samþykkt bæjarstjórnar skaða bæjarsjóð og að sveitarfélagið þurfi á næstu vikum að leita á markað vegna endurfjármögnunar á árinu 2014. Lánshæfismatið og neikvæðar horfur kunni því miður að leiða til verri lánskjara Kópavogsbæjar. Hér fyrir neðan er yfirlýsingin frá bæjarstjóra Kópavogs, Ármanni Kr. Ólafssyni í heild sinni:Kópavogsbær hefur nú birt í Kauphöll Íslands nýtt lánshæfismat sem unnið er af lánshæfismatsfyrirtækinu Reitun. Horfum lánshæfismats Kópavogs er breytt úr stöðugum í neikvæðar vegna nýlegrar samþykktar bæjarstjórnar um kaup á 30 til 40 íbúðum og byggingu tveggja fjölbýlishúsa. Í matinu segir að verði þetta að veruleika muni lánshæfi Kópavogs versna vegna aukinnar skuldsetningar í viðkvæmri stöðu, óstöðugleika og minni fyrirsjáanleika.Þessar breytingar á lánshæfismatinu eru mér mikil vonbrigði en því miður í takt við það sem ég óttaðist. Ég hef í starfi mínu sem bæjarstjóri Kópavogs lagt mikla áherslu á styrka og stöðuga fjármálastjórn og í júlí á síðasta ári hækkaði Reitun lánshæfismat Kópavogs úr B í B+ með stöðugum horfum. Nú hefur þeim horfum hins vegar verið breytt í neikvæðar vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Kópavogs.Samþykkt bæjarstjórnar er því farin að skaða bæjarsjóð. Kópavogsbær þarf á næstu vikum að leita á markað vegna endurfjármögnunar á árinu 2014. Lánshæfismatið og neikvæðar horfur kunna því miður að leiða til verri lánskjara Kópavogsbæjar.Í rökstuðningi Reitunar segir að ákvarðanir um að víkja skyndilega og án undirbúnings frá fjárhagsáætlunum gefi vísbendingar um að fjármálastjórn sveitarfélagsins sé ekki jafn stöðug og áður virtist. Sjálfur var ég andvígur umræddri tillögu og benti á að kaup á 100 íbúðum, miðað við samtals 60 íbúðir í fjölbýlishúsunum, myndu kosta um 3 milljarða króna. Það myndi auka skuldir og þar með skuldahlutfall bæjarins um 7 til 9%.Ég mun áfram leggja áherslu á ábyrga fjármálastjórn og vonast til að bæjarstjórn Kópavogs beri gæfu til að fylgja áfram eftir þeim markmiðum sem unnið hefur verið eftir undanfarin fimm ár.
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira