Lífið

Eins árs afmælinu fagnað með stæl

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Litla fjölskyldan í skýjunum í veislunni.
Litla fjölskyldan í skýjunum í veislunni. Mynd/Instagram
Stjörnuhjónin Kim Kardashian og Kanye West héldu upp á eins árs afmæli dóttur sinnar North um helgina í bakgarði Kourtney Kardashian, systur Kim, í Calabasas í Kaliforníu.

Þemað í veislunni var Kidchella, sem vísar í tónlistarhátíðina Coachella sem er afar vinsæl.

Í afmælinu var Parísarhjól og ýmsir leikir en North litla fékk þriggja laga afmælistertu skreytta blómum úr sykurmassa.

North var í drapplituðum kjól með kögri og með blómsveig í hárinu.

Fleiri myndir úr veislunni má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.