Lífið

Sofa með snáka uppí rúmi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Stjörnubörnin Willow, 13 ára, og Jaden Smith, 15 ára, börn leikarahjónanna Will og Jada Pinkett Smith, eiga snáka sem gæludýr.

Samkvæmt heimildum tímaritsins Us Magazine er Willow með snáka á heilanum.

„Hún sefur með tíu stykki inní herberginu sínu og sumir eru ekki í búri,“ segir heimildarmaður tímaritsins og bætir við að Jaden kalli gæludýr systur sinnar kærusturnar sínar. 

„Þeir fara uppí rúmið hans og kúra með honum.“

Willow eignaðist sinn fyrsta snák, sem hún kallar Beauty, árið 2008 þegar hún var sjö ára. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.