Lífið

Rúnda hálsmen fyrir börnin

Marín Manda skrifar
Litla fyrirsætan er nágranni Sigrúnar Eddu.
Litla fyrirsætan er nágranni Sigrúnar Eddu. Myndir/ Úr einkaeign
Sigrún Edda Oddsdóttir býr í Kaupmannahöfn og hannar litrík hálsmen fyrir litlar dömur.

„Ég hef verið að gera þessi hálsmen í tvö ár fyrir sjálfa mig og vini í en ég hef alla tíð verið að skapa. Svo fékk ég tækifæri til að gera eitthvað úr þessu og stökk á það,“ segir Sigrún Edda Oddsdóttir.

Hún hefur verið búsett í Kaupmannahöfn í Danmörku í tæplega fjögur ár og kláraði mastersnám í markaðsfræði fyrir skömmu. Í atvinnuleitinni eftir námið bauðst henni að sækja námskeið í vefsíðugerð og myndvinnslu en lokaverkefnið snerist um að fullhanna vefsíðu.

„Ég ákvað því að gera eitthvað úr þessu og hannaði vörumerkið Rúnda í kringum hálsmenin sem öll eru handgerð. Mitt í ferlinu ákvað ég að þróa hálsmenin og gera barnaútgáfur í fleiri litum sem mér þótti skemmtilegt. Það hefur verið ákveðin vöntun á barnaskarti á markaðnum,“ segir Sigrún Edda.

Hálsmenin eru með segullás að aftan og opnast auðveldlega sem veitir meira öryggi fyrir börn.

„Nafnið Rúnda er hálfgert fjölskyldugrín en það er samsett stytting af nafninu mínu sem systkini mín kölluðu mig þegar ég var yngri.“

Hálsmenin eru seld í versluninni Kraum á Íslandi, versluninni 22:22 Scandinavian Fashion and Design í Kaupmannahöfn og í gegnum runda.dk. Hægt er að skoða hálsmenin nánar á Facebook-síðunni Rúnda necklaces.

Hálsmenin fást í fjölmörgum litum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.