Gagnrýnir hve hratt núverandi ríkisstjórn afsalar ríkinu tekjustofnum Heimir Már Pétursson skrifar 30. nóvember 2014 14:42 Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, gagnrýnir hvað núverandi ríkisstjórn hefur farið bratt í að afsala ríkinu tekjustofnum. Hann óttast að stjórnvöld missi fram af sér beislið þegar betur fari að ára í stað þess að vinna á miklum skuldavanda ríkissjóðs. Steingrímur og Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Steingrímur bendir á að frá því að núverandi ríkisstjórn tók við hafi stjórnvöld lækkað veiðigjaldið, ákveðið að framlengja ekki auðleggðarskattinn og lækkað tekjuskattinn. Nú er síðan stefnt að því að afnema almenn vörugjöld og er talið að skattkerfisbreytingar næsta árs muni lækka tekjur ríkissjóðs um sex milljarða. „Hlutirnir eru að lagast hjá okkur hægt og bítandi en sá viðsnúningur varð allur um mitt síðasta kjörtímabil. Þetta eru bara staðreyndir sem Hagstofan birtir okkur með sínum tölum,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon og bætti við að hann gleddist á hverjum degi sem ástand efnahagsmála væri að lagast. „En ég hef líka mælt ákveðin varnaðarorð. Nú megum við ekki missa fram af okkur beislið. Sagan segir okkur það að okkur Íslendingum hefur alltaf gengið verr að vera ábyrg og öguð þegar við höldum að það sé komið góðæri. Þá hafa hlutirnir yfirleitt farið úrskeiðis.“ Íslendingum hafi yfirleitt gengið betur að glíma við erfiðleikana en góðærin. Staðan nú sé mjög brothætt vegna gífurlegra skulda ríkisins og annarra grunnstoða samfélagsins. Höskuldur sagðist telja að stjórnvöld væru að stíga varlega til jarðar. Vissulega hefði náðst árangur í ríkisfjármálum á síðasta kjörtímabili. „Að sjálfsögðu erum við á varðbergi og við fylgjumst sérstaklega með einkaneyslunni. Ég held að það sé g´riðarlega mikilvægt en það sem skiptir máli er að við viljum auka hér fjárfestingu í landinu. Það er verið að skapa skilyrði þess og við erum að sjá mörg jákvæð teikn í þá veru. Okkur mun takast að snúa við innflutningsvandanum og flytja meira út en þar hefur krónan hjálpað okkur gríðarlega,“ sagði Höskuldur Þórhallsson. Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, gagnrýnir hvað núverandi ríkisstjórn hefur farið bratt í að afsala ríkinu tekjustofnum. Hann óttast að stjórnvöld missi fram af sér beislið þegar betur fari að ára í stað þess að vinna á miklum skuldavanda ríkissjóðs. Steingrímur og Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Steingrímur bendir á að frá því að núverandi ríkisstjórn tók við hafi stjórnvöld lækkað veiðigjaldið, ákveðið að framlengja ekki auðleggðarskattinn og lækkað tekjuskattinn. Nú er síðan stefnt að því að afnema almenn vörugjöld og er talið að skattkerfisbreytingar næsta árs muni lækka tekjur ríkissjóðs um sex milljarða. „Hlutirnir eru að lagast hjá okkur hægt og bítandi en sá viðsnúningur varð allur um mitt síðasta kjörtímabil. Þetta eru bara staðreyndir sem Hagstofan birtir okkur með sínum tölum,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon og bætti við að hann gleddist á hverjum degi sem ástand efnahagsmála væri að lagast. „En ég hef líka mælt ákveðin varnaðarorð. Nú megum við ekki missa fram af okkur beislið. Sagan segir okkur það að okkur Íslendingum hefur alltaf gengið verr að vera ábyrg og öguð þegar við höldum að það sé komið góðæri. Þá hafa hlutirnir yfirleitt farið úrskeiðis.“ Íslendingum hafi yfirleitt gengið betur að glíma við erfiðleikana en góðærin. Staðan nú sé mjög brothætt vegna gífurlegra skulda ríkisins og annarra grunnstoða samfélagsins. Höskuldur sagðist telja að stjórnvöld væru að stíga varlega til jarðar. Vissulega hefði náðst árangur í ríkisfjármálum á síðasta kjörtímabili. „Að sjálfsögðu erum við á varðbergi og við fylgjumst sérstaklega með einkaneyslunni. Ég held að það sé g´riðarlega mikilvægt en það sem skiptir máli er að við viljum auka hér fjárfestingu í landinu. Það er verið að skapa skilyrði þess og við erum að sjá mörg jákvæð teikn í þá veru. Okkur mun takast að snúa við innflutningsvandanum og flytja meira út en þar hefur krónan hjálpað okkur gríðarlega,“ sagði Höskuldur Þórhallsson.
Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira