Magnús: Maður er alltaf með augun opin Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. maí 2014 13:45 Magnús Gylfason fylgir með leik sinna manna ásamt aðstoðarþjálfaranum Halldóri Jóni Sigurðssyni, Donna. Vísir/Daníel Valsmenn eru „aðeins“ búnir að skora eitt mark í síðustu tveimur leikjum sínum í Pepsi-deild karla og uppskorið eitt stig af sex mögulegum eftir frábæran sigur á Íslandsmeisturum KR í fyrstu umferðinni. Félagið hefur leitað að framherja í vetur en þarf nú væntanlega að treysta á KolbeinKárason, Indriða Áka Þorláksson og Ragnar Þór Gunnarsson fram að næsta glugga en Kolbeinn komst á blað í gær í jafnteflinu gegn Fjölni. Maðurinn sem Valur hefur viljað fá í allan vetur er Daninn Patrick Pedersen sem skoraði fimm mörk í níu leikjum fyrir liðið síðasta sumar eftir að hann kom um mitt tímabil. Sá orðróður hefur verið uppi að hann myndi ganga í raðir Hlíðarendafélagsins áður en glugganum verður lokað á fimmtudaginn. „Það er ekki að fara að gerast. Við höfum reynt að fá hann í allan vetur en það hefur ekkert gengið. Við höfum verið að athuga með framherja og önnur leikmannamál en svo þegar nær dró móti fannst okkur hópurinn bara góður,“ sagði Magnús í samtali við Vísi í dag. Pedersen spilar lítið sem ekkert með liði sínu Vendyssel í næstefstu deild Danmerkur en liðið er í harðri fallbaráttu og vill því tæplega missa menn þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir af deildinni. En eru Valsmenn að skoða aðra möguleika? „Maður er alltaf með augun opin en ég tel miklu meiri líkur en minni að hópurinn breytist ekkert. Við erum líka með góðan hóp. Kolbeinn Kárason skoraði í gær og svona. Ég á ekki von á að bæta neinu við áður en glugginn lokar,“ sagði Magnús Gylfason. Valsmenn eru sem stendur í 5. sæti deildarinnar með fjögur stig eftir þrjá leiki en þeir mæta næst Fram í Reykjavíkurslag á mánudaginn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira
Valsmenn eru „aðeins“ búnir að skora eitt mark í síðustu tveimur leikjum sínum í Pepsi-deild karla og uppskorið eitt stig af sex mögulegum eftir frábæran sigur á Íslandsmeisturum KR í fyrstu umferðinni. Félagið hefur leitað að framherja í vetur en þarf nú væntanlega að treysta á KolbeinKárason, Indriða Áka Þorláksson og Ragnar Þór Gunnarsson fram að næsta glugga en Kolbeinn komst á blað í gær í jafnteflinu gegn Fjölni. Maðurinn sem Valur hefur viljað fá í allan vetur er Daninn Patrick Pedersen sem skoraði fimm mörk í níu leikjum fyrir liðið síðasta sumar eftir að hann kom um mitt tímabil. Sá orðróður hefur verið uppi að hann myndi ganga í raðir Hlíðarendafélagsins áður en glugganum verður lokað á fimmtudaginn. „Það er ekki að fara að gerast. Við höfum reynt að fá hann í allan vetur en það hefur ekkert gengið. Við höfum verið að athuga með framherja og önnur leikmannamál en svo þegar nær dró móti fannst okkur hópurinn bara góður,“ sagði Magnús í samtali við Vísi í dag. Pedersen spilar lítið sem ekkert með liði sínu Vendyssel í næstefstu deild Danmerkur en liðið er í harðri fallbaráttu og vill því tæplega missa menn þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir af deildinni. En eru Valsmenn að skoða aðra möguleika? „Maður er alltaf með augun opin en ég tel miklu meiri líkur en minni að hópurinn breytist ekkert. Við erum líka með góðan hóp. Kolbeinn Kárason skoraði í gær og svona. Ég á ekki von á að bæta neinu við áður en glugginn lokar,“ sagði Magnús Gylfason. Valsmenn eru sem stendur í 5. sæti deildarinnar með fjögur stig eftir þrjá leiki en þeir mæta næst Fram í Reykjavíkurslag á mánudaginn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira