Lífið

"Við erum öll helvítis hræsnarar“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Stórleikarinn Gary Oldman er í löngu viðtali í nýjasta hefti tímaritsins Playboy. Hann fer um víðan völl í viðtalinu og talar meðal annars um hvað honum finnst um raunveruleikasjónvarp og reynslu sína af kvenkyns aðdáenum.

Það sem vekur hins vegar mesta athygli í viðtalinu er þegar Gary kemur leikurunum Mel Gibson og Alec Baldwin til varnar, en þeir hafa komist í fjölmiðla fyrir að láta ófögur orð falla um gyðinga og samkynhneigða.

„Mér finnst pólitísk rétthugsun vera rugl. Þetta er bara helvítis grín. Jafnið ykkur á því,“ segir Gary og talar sérstaklega um atvikið árið 2006 þegar Mel Gibson talaði niðrandi um gyðinga.

„Ég veit ekki með Mel. Hann varð fullur og sagði eitthvað en við höfum öll sagt svona hluti. Við erum öll helvítis hræsnarar. Það er það sem mér finnst. Hefur lögreglumaðurinn sem handtók hann aldrei notað orðin niggari eða helvítis gyðingur? Nú er ég mjög hreinskilinn. Hræsnin gerir mig brjálaðan. Eða ég ætti kannski að strika þetta út og segja N-orðið og H-orðið.“

Hvað varðar orð Alecs í garð samkynhneigðra segist Gary skilja hann.

„Alec kallaði einhvern homma á götunni því hann vildi ekki láta hann í friði fyrir utan heimili hans. Ég lái honum það ekki.“

Aðspurður hvort hann sé fordómafullur maður segir Gary svo ekki vera.

„Nei en ég er að verja allt ranga fólkið. Ég er að segja að það sé í lagi með Mel og að Alec sé góður gaur.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.