Lífið

"Ég fyrirlít og hata fjölmiðla"

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikarinn Alec Baldwin, 55 ára, segist aldrei aftur ætla að tala við fjölmiðla í grein sem birtist í tímaritinu New York.

"Ég fyrirlít og hata fjölmiðla á hátt sem ég hélt að væri ekki hægt. Ég talaði áður fyrr við fjölmiðla því ég vissi að það væri gott í auglýsingaskyni en nú eru það í besta falli eitruð samskipti," segir Alec sem hefur oft komist í kast við blaðamenn og paparassa.

"Ég geri mér grein fyrir því að það er kaldhæðið að ég sé að segja þetta í fjölmiðli en þetta er í síðasta sinn sem ég tala um mitt persónulega líf í bandarískum miðli," bætir Alec við. Þá segir hann af og frá að hann sé með fordóma í garð samkynhneigðra.

"Er ég hommafæla? Sko, ég vinn í þessum bransa. Ég er umkringdur samkynhneigðu fólki sem eru vinnufélagar mínir og vinir. Ég er alls ekki hommafæla. En svona sér heimurinn mig."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.