Lífið

Lítur skelfilega út án farða

Dolly Parton segist líta skelfilega út án farða og segist ekki vera náttúrulega falleg. Hin 68 ára söngkona útskýrði málið í útvarpsviðtali á dögunum.

„Ef einhver myndi spyrja mig hvernig ég liti út án farða myndi ég segja þeim að ég liti út eins og hreinasta helvíti. En mér finnst það í góðu lagi, því hverjum finnst það ekki? Ég hef ekki svokallaða náttúrulega fegurð og þar af leiðandi reyni ég stundum að ýkja lúkkið. Mér líður betur þegar ég set á mig málningu. Mér finnst ekki gaman að horfa á spegilinn og hugsa: „Hver er þessi gamla kona?“

Hún segist meira að segja nota farða heima fyrir en hún og eiginmaður hennar, Carl Dean, hafa verið gift í ein 48 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.