Dick Smith, sem gekk undir nafninu guðfaðir förðunarheimsins í Hollywood, er látinn, 92 ára að aldri.
Smith, sem var fyrsti förðunarfræðingurinn til að hljóta Óskarsverðlaun fyrir ævistarf sitt lést í nótt í Kaliforníu.
Hann var frumkvöðull í kvikmyndaförðun og var elskaður í kvikmyndaiðnaðnum í Hollywood. Hann var einnig þekktur fyrir örlátssemi, en hann í læri á ferli sínum þá J.J. Abrams og Rick Baker, sem sjálfir fengu Óskarsverðlaun síðar á ferlinum.
„Það er ótrúlegt hvað þessi maður hefur gert,“ sagði Baker um Smith, en Baker á sjálfur heiðurinn af förðuninni í Men in Black og Thriller myndbandi Michaels Jackson.
„Hans ævistarf blés heilli kynslóð listamanna von í brjóst.“
Dick Smith var hvað þekktastur fyrir vinnu sína í kvikmyndum á borð við Godfather, þar sem hann gerði Marlon Brando að hinum ódauðlega Vito Corleone, Amadeus, Taxi Driver, The Stepford Wives og svo mætti lengi telja.

