Innlent

Lögreglan lagði hald á kannabisefni, plöntur og peninga

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005 en í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.
Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005 en í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um hálft kíló af kannabisefnum við húsleit á tveimur stöðum í austurborginni í síðustu viku. Fíkniefnin fundust á heimili karlmanns og í bílskúr sem hann hefur haft til umráða. Á heimili mannsins var einnig lagt hald á talsvert af peningum sem taldir eru tilkomnir vegna fíkniefnasölu.

Lögreglan stöðvaði einnig kannabisræktun á öðrum stað í borginni í síðustu viku og lagði hald á tæplega 30 kannabis plöntur. Karlmaður á sjötugsaldri var yfirheyrður vegna þess máls en í híbýlum hans var að finna búnað til ræktunar kannabisplatna.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×