Innlent

Hafa tækninýjungar áhrif á uppeldi barna?

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
„Er það ekki venjan þegar tækninýjungar koma á markað að þá ríkur fólk í að verja fortíðina? Ég held að íslenskir bændur sem reyndu að koma í veg fyrir að síminn yrði tengdur við Ísland, ég held þeir myndu ekki gera það í dag,“ segir Sturla Kristjánsson, sálar- og uppeldisfræðingur þegar bornar voru undir hann niðurstöður nýrrar bandarískrar rannsóknar.

„Allar nýjungar hafa auðvitað áhrif en vissulega hefur þetta hvort tveggja áhrif og því mikilvægt að þetta sé notað til góðs,“ segir Sturla.

Notkun snjallsíma og spjaldtölva fer stigvaxandi og eyðir sífellt meiri tíma af hinu daglega lífi fólks. Félagsráðgjafar og vísindamenn í Boston rannsökuðu hvaða áhrif þessi notkun hefur á samskipti barna og foreldra þeirra.

vísir/getty
Brugðust oft harkalega við

Fylgst var með fjölskyldum snæða kvöldverð á skyndibitastöðum, en meirihluti Bandaríkjamanna borðar úti. Fylgst var með 55 foreldrum með börnum sínum. Fjörutíu þeirra notaði farsíma sinn á einhverjum tímapunkti. Fæstir þeirra töluðu raunverulega í símann.

Rannsóknin sýndi fram á að þeir foreldrar sem voru niðursokknir í snjallsímana sína brugðust oft harkalega við ótilhlýðilegri hegðun barna sinna.

„Foreldrið horfir á símann og kinkar örlítið kolli á meðan barnið talar en bregst ekki við með orðum,“ kom fram í minnisblaði eins rannsakandans.

„Foreldrið virðist ekki vera að hlusta en svarar með örfáum orðum, einstaka sinnum.“

vísir/getty
Gæti gjörbylt skólastarfi

Sturla telur tækni sem þessa geta gjörbylt öllusem viðkemur skóla og skólastarfi, þekkingaröflun, ýti undir frumkvæði og sköpun nemenda. Þá segir hann þetta komið til að vera og því nauðsynlegt að nýta þá kost sem þetta hefur uppá að bjóða.

„Allar nýjungar hafa auðvitað áhrif en vissulega hefur þetta hvort tveggja áhrif og því mikilvægt að þetta sé notað til góðs.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×