Staðreyndir um Rannsóknir & greiningu Inga Dóra Sigfúsdóttir skrifar 7. október 2014 14:00 Vandaðar og vel unnar fréttir eru hornsteinn lýðræðislegrar umræðu. Góðir fréttamenn sem leitast við að greina og gagnrýna íslenskan samtíma og draga fram það sem satt er og rétt í hverju máli eru ómetanlegir. Blaðamenn sem stunda óvönduð vinnubrögð og draga upp ranga og ósanna mynd af málum grafa hins vegar undan trausti á fjölmiðla og skaða þannig lýðræðislega umræðu. Í liðinni viku var umfjöllun í Fréttablaðinu og á visir.is um samstarf Rannsókna og greiningar (R&G) og mennta- og menningarmálaráðuneytis þar sem farið var rangt með margar staðreyndir, að því er virðist í því skyni að sverta mannorð og starfsemi R&G. Ég tel mig knúna til að koma réttum upplýsingum á framfæri.Sagt var... Í umfjöllun Fbl er sagt að Rannsóknir & greining hafi verið stofnað „árið 1997 þegar Björn Bjarnason, þáverandi menntamálaráðherra“ hafi gefið rannsóknarhluta Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála (RUM) til „nýstofnaðs fyrirtækis, Rannsókna og greiningar“. Þá er sagt að ég hafi á þessum tíma verið í hálfu starfi fyrir Björn Bjarnason og í hálfu starfi hjá rannsóknardeild Rannsóknarstofnunar uppeldis- og menntamála (RUM).Rétt er... Hið rétta er að Rannsóknir & greining var stofnað árið 1999 eftir að Júlíus Björnsson, þáverandi forstöðumaður RUM óskaði eftir því að ég héldi rannsóknunum áfram, innan eða utan RUM. Ég starfaði fyrir Björn Bjarnason þrjá mánuði sumarið 1995 þegar ég tók saman fyrir hann skýrslu um stöðu menntamála í Evrópu, undir yfirskriftinni „Straumar og stefnur í menntamálum“. Frá árinu 1997 til 1999 starfaði ég hjá Rannsóknarráði Íslands, við gerð úttektar á íslensku vísindastarfi, sem kom út í bók árið 2000 og ber heitið „Grunnvísindi á Íslandi“.Nánar um söguna... Ungt Fólk rannsóknirnar hófust árið 1992 og fóru fyrstu árin fram undir formerkjum RUM. Þar starfaði ég ásamt leiðbeinanda mínum og upphafsmanni rannsóknanna, Þórólfi Þórlindssyni prófessor. Þeirri stofnun var svo breytt í Námsmatsstofnun árið 1997 og ungmennarannsóknunum hætt á sama tíma. Það er rétt að ítreka að ég átti ekki fumkvæðið að því að taka við Ungt fólk rannsóknunum. Það var að frumkvæði Júlíusar Björnssonar, þáverandi forstöðumanns stofnunarinnar, sem hafði samband við mig í upphafi árs 1998 og óskaði eftir því að ég kæmi aftur til starfa á stofnuninni til að ljúka úrvinnslu úr Ungt fólk rannsókninni 1997 og að sama skapi að standa að framkvæmd ESPAD rannsóknarinnar sem fyrir lá að gera 1999, eða að öðrum kosti að taka við verkunum utan stofnunarinnar. Rannsóknirnar voru þegar á þessum tíma nýttar af sveitarfélögum, forvarnaraðilum og skólafólki um allt land. Það voru því margir sem þurftu á upplýsingunum að halda, vegna starfa sinna í þágu ungs fólks. Það hljómaði ekkert sérlega árennilega að taka ábyrgð á framhaldi rannsóknanna utan RUM, þar sem það lá skýrt fyrir að þeim fylgdi enginn fjárhagslegur stuðningur frá menntamálaráðuneytinu. Það var ekki fyrr en árið 2006 sem fyrri samningur Rannsókna & greiningar var gerður við ráðuneytið. Það ár, voru liðin sjö ár frá stofnun Rannsókna & greiningar, og búið að safna gögnum og vinna úr fjölmörgum rannsóknum. En víkjum aftur að upphafinu. Eftir talsverðar viðræður okkar Júlíusar Björnssonar árið 1998 varð það niðurstaðan að heillavænlegast yrði að vinna áfram að Ungt fólk rannsóknunum utan RUM. Úrslitaástæðan var ekki síst sú að fólkið sem hafði starfað að þessum rannsóknum saman, var ekki lengur starfandi á RUM, og það lá fyrir að auðveldara yrði að stefna því saman utan stofnunarinnar. Rannsóknir & greining var því stofnað með þrenns konar markmið að leiðarljósi: 1. að sinna þekkingarsköpun og útbreiðslu þekkingar á málefnum ungs fólks. 2. að nýta þá þekkingu til að hafa áhrif á umhverfi og aðstæður ungs fólks OG 3. að skapa vettvang til kennslu og uppbyggingar ungra vísindmanna, sem þar fengju tækifæri til að spreyta sig með öðrum reyndari.Aðgengileg og vel nýtt gögn Hingað til hafa verið birtar um 70 vísindagreinar um Ungt fólk rannsóknirnar í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum sem finna má í gagnagrunnum, s.s. Web of Science, PubMed og Social Science Index. Auk þess hafa hundruð skýrslna verið skrifaðar sem nýttar hafa verið í þágu stefnumótunar og starfs með ungu fólki á vettvangi þeirra á Íslandi og í Evrópu. Við höfum lagt ríka áherslu á að rannsóknirnar séu aðgengilegar og að niðurstöður þeirra komist sem fyrst í hendur þeirra sem hafa mest not fyrir þær, þ.e. fagfólks sem starfar í þágu eða með ungu fólki innan sveitarfélaga, skóla og stofnana. Þar liggur sérstaða rannsóknanna en engin önnur gögn úr íslenskum ungmennarannsóknum eru nýtt jafn víða með það að leiðarljósi að bæta hagi og líðan ungs fólks.Leiðandi í Evrópu Starf R&G byggir á þeirri hugmynd að hægt sé að bæta líðan, heilsu og hegðun ungs fólks með samvinnu rannsóknafólks, stefnumótunaraðila og fagfólks sem vinnur á vettvangi með börnum og unglingum. Undanfarin ár hefur aðferðarfræðin sem þróast hefur í tengslum við rannsóknirnar og sá árangur sem náðst hefur samhliða þeim á Íslandi spurst út víða um heim. Þetta hefur orðið til þess að rannsóknirnar og þær forvarnaraðgerðir sem á þeim byggja eru nú fyrirmynd forvarnarstarfs víða í Evrópu undir heitinu Youth in Europe.Sagt var... „...Rannsóknir & greining ehf. hefur frá árinu 2006 fengið yfir 50 milljónir króna frá hinu opinbera, í gegnum samning við menntamálaráðuneytið...“Rétt er.... Tveir samningar hafa verið gerðir milli menntamálaráðuneytisins og Rannsókna & greiningar um Ungt fólk rannsóknirnar. Tilgangur þessara samninga var að menntamálaráðuneytið gerði sveitarfélögum kleift að fá upplýsingar um hagi og líðan ungs fólks, en slíkt er aðeins hægt ef rannsóknirnar eru lagðar fyrir. Fyrri samningurinn var gerður árið 2006 og hljóðaði hann upp á kr. 12.800.000. Og sá síðari árið 2009 upp á kr. 24.200.000. Þetta þýðir að ráðuneytið hefur lagt fjárhæð sem nemur kr. 1.800.000 til 3.300.000 til hverrar Ungt fólk rannsóknar hingað til, en þær eru alls 14 talsins samkvæmt þessum samningum. Hlutur ráðuneytisins í þessum rannsóknum samsvarar um 20% af heildarkostnaði við gagnaöflun hverrar rannsóknar. Hinna 80% er aflað með starfsemi Rannsókna & greiningar. Auk þeirra 70 vísindagreina sem birtar hafa verið, hafa gögn R&G verið nýtt til að skrifa 7 doktorsritgerðir, og fleiri tugi meistara- og BA/BS ritgerða, við marga háskóla hér á landi og annars staðar. Í það minnsta 3 doktorsritgerðir til viðbótar eru í farvatninu. Í samræmi við þriðja markmið Rannsókna & greiningar um að styðja ungt vísindafólk, hafa margir félagsvísindamenn, sem nú starfa ýmist á Íslandi eða erlendis, stigið fyrstu skref sín á vettvangi vísinda, í starfi hjá R&G.Fagleg úttekt og samkeppni Ég myndi fagna faglegri úttekt á rannsóknum R&G, þar sem fjallað væri um ávinning þeirra og hvort fjármunum hins opinbera væri mögulega betur varið eftir öðrum leiðum. Áhugavert væri að sjá hvar rannsóknir okkar standa í samanburði við aðrar íslenskar æskulýðsrannsóknir varðandi kostnað, dreifingu, nýtingu á gögnum, birtingu á niðurstöðum í formi vísindagreina og skýrslna og svo framvegis. Að sama skapi myndum við fagna því að allt fjármagn til rannsókna á Íslandi væri leitt í gegnum samkeppnissjóði. Við mat á umsóknum til æskulýðsrannsókna, væri brýnt að taka tillit bæði til mikilvægis þeirra fyrir grunnvísindastarf og stefnumótun og starf á vettvangi. Þess má geta að sambærileg rannsókn, sem framkvæmd er árlega í Bandaríkjunum, Monitoring the future, hlýtur styrk úr samkeppnissjóði þeirra, NIDA. Styrkurinn sem þeir fengu árið 2014-2015 var 5 milljónir bandaríkjadala eða sem samsvarar ríflega 600 milljónum íslenskra króna. Þennan styrk fá þeir fyrir að leggja sambærilega rannsókn fyrir 15.000 ungmenni, sem er lítið stærri hópur en við leggjum venjulega fyrir, eða 12.000 ungmenni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Einkahlutafélag með samning við ráðuneytið um æskulýðsrannsóknir án útboðs Einkahlutafélag í eigu fyrrverandi aðstoðarmanns Davíðs Oddssonar stundar æskulýðsrannsóknir og hefur fengið um 50 milljónir frá ríkinu frá 2006. Samningur var undirritaður í byrjun árs 2009 fram hjá lögum um opinber innkaup. 30. september 2014 07:00 Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Sjá meira
Vandaðar og vel unnar fréttir eru hornsteinn lýðræðislegrar umræðu. Góðir fréttamenn sem leitast við að greina og gagnrýna íslenskan samtíma og draga fram það sem satt er og rétt í hverju máli eru ómetanlegir. Blaðamenn sem stunda óvönduð vinnubrögð og draga upp ranga og ósanna mynd af málum grafa hins vegar undan trausti á fjölmiðla og skaða þannig lýðræðislega umræðu. Í liðinni viku var umfjöllun í Fréttablaðinu og á visir.is um samstarf Rannsókna og greiningar (R&G) og mennta- og menningarmálaráðuneytis þar sem farið var rangt með margar staðreyndir, að því er virðist í því skyni að sverta mannorð og starfsemi R&G. Ég tel mig knúna til að koma réttum upplýsingum á framfæri.Sagt var... Í umfjöllun Fbl er sagt að Rannsóknir & greining hafi verið stofnað „árið 1997 þegar Björn Bjarnason, þáverandi menntamálaráðherra“ hafi gefið rannsóknarhluta Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála (RUM) til „nýstofnaðs fyrirtækis, Rannsókna og greiningar“. Þá er sagt að ég hafi á þessum tíma verið í hálfu starfi fyrir Björn Bjarnason og í hálfu starfi hjá rannsóknardeild Rannsóknarstofnunar uppeldis- og menntamála (RUM).Rétt er... Hið rétta er að Rannsóknir & greining var stofnað árið 1999 eftir að Júlíus Björnsson, þáverandi forstöðumaður RUM óskaði eftir því að ég héldi rannsóknunum áfram, innan eða utan RUM. Ég starfaði fyrir Björn Bjarnason þrjá mánuði sumarið 1995 þegar ég tók saman fyrir hann skýrslu um stöðu menntamála í Evrópu, undir yfirskriftinni „Straumar og stefnur í menntamálum“. Frá árinu 1997 til 1999 starfaði ég hjá Rannsóknarráði Íslands, við gerð úttektar á íslensku vísindastarfi, sem kom út í bók árið 2000 og ber heitið „Grunnvísindi á Íslandi“.Nánar um söguna... Ungt Fólk rannsóknirnar hófust árið 1992 og fóru fyrstu árin fram undir formerkjum RUM. Þar starfaði ég ásamt leiðbeinanda mínum og upphafsmanni rannsóknanna, Þórólfi Þórlindssyni prófessor. Þeirri stofnun var svo breytt í Námsmatsstofnun árið 1997 og ungmennarannsóknunum hætt á sama tíma. Það er rétt að ítreka að ég átti ekki fumkvæðið að því að taka við Ungt fólk rannsóknunum. Það var að frumkvæði Júlíusar Björnssonar, þáverandi forstöðumanns stofnunarinnar, sem hafði samband við mig í upphafi árs 1998 og óskaði eftir því að ég kæmi aftur til starfa á stofnuninni til að ljúka úrvinnslu úr Ungt fólk rannsókninni 1997 og að sama skapi að standa að framkvæmd ESPAD rannsóknarinnar sem fyrir lá að gera 1999, eða að öðrum kosti að taka við verkunum utan stofnunarinnar. Rannsóknirnar voru þegar á þessum tíma nýttar af sveitarfélögum, forvarnaraðilum og skólafólki um allt land. Það voru því margir sem þurftu á upplýsingunum að halda, vegna starfa sinna í þágu ungs fólks. Það hljómaði ekkert sérlega árennilega að taka ábyrgð á framhaldi rannsóknanna utan RUM, þar sem það lá skýrt fyrir að þeim fylgdi enginn fjárhagslegur stuðningur frá menntamálaráðuneytinu. Það var ekki fyrr en árið 2006 sem fyrri samningur Rannsókna & greiningar var gerður við ráðuneytið. Það ár, voru liðin sjö ár frá stofnun Rannsókna & greiningar, og búið að safna gögnum og vinna úr fjölmörgum rannsóknum. En víkjum aftur að upphafinu. Eftir talsverðar viðræður okkar Júlíusar Björnssonar árið 1998 varð það niðurstaðan að heillavænlegast yrði að vinna áfram að Ungt fólk rannsóknunum utan RUM. Úrslitaástæðan var ekki síst sú að fólkið sem hafði starfað að þessum rannsóknum saman, var ekki lengur starfandi á RUM, og það lá fyrir að auðveldara yrði að stefna því saman utan stofnunarinnar. Rannsóknir & greining var því stofnað með þrenns konar markmið að leiðarljósi: 1. að sinna þekkingarsköpun og útbreiðslu þekkingar á málefnum ungs fólks. 2. að nýta þá þekkingu til að hafa áhrif á umhverfi og aðstæður ungs fólks OG 3. að skapa vettvang til kennslu og uppbyggingar ungra vísindmanna, sem þar fengju tækifæri til að spreyta sig með öðrum reyndari.Aðgengileg og vel nýtt gögn Hingað til hafa verið birtar um 70 vísindagreinar um Ungt fólk rannsóknirnar í alþjóðlegum ritrýndum tímaritum sem finna má í gagnagrunnum, s.s. Web of Science, PubMed og Social Science Index. Auk þess hafa hundruð skýrslna verið skrifaðar sem nýttar hafa verið í þágu stefnumótunar og starfs með ungu fólki á vettvangi þeirra á Íslandi og í Evrópu. Við höfum lagt ríka áherslu á að rannsóknirnar séu aðgengilegar og að niðurstöður þeirra komist sem fyrst í hendur þeirra sem hafa mest not fyrir þær, þ.e. fagfólks sem starfar í þágu eða með ungu fólki innan sveitarfélaga, skóla og stofnana. Þar liggur sérstaða rannsóknanna en engin önnur gögn úr íslenskum ungmennarannsóknum eru nýtt jafn víða með það að leiðarljósi að bæta hagi og líðan ungs fólks.Leiðandi í Evrópu Starf R&G byggir á þeirri hugmynd að hægt sé að bæta líðan, heilsu og hegðun ungs fólks með samvinnu rannsóknafólks, stefnumótunaraðila og fagfólks sem vinnur á vettvangi með börnum og unglingum. Undanfarin ár hefur aðferðarfræðin sem þróast hefur í tengslum við rannsóknirnar og sá árangur sem náðst hefur samhliða þeim á Íslandi spurst út víða um heim. Þetta hefur orðið til þess að rannsóknirnar og þær forvarnaraðgerðir sem á þeim byggja eru nú fyrirmynd forvarnarstarfs víða í Evrópu undir heitinu Youth in Europe.Sagt var... „...Rannsóknir & greining ehf. hefur frá árinu 2006 fengið yfir 50 milljónir króna frá hinu opinbera, í gegnum samning við menntamálaráðuneytið...“Rétt er.... Tveir samningar hafa verið gerðir milli menntamálaráðuneytisins og Rannsókna & greiningar um Ungt fólk rannsóknirnar. Tilgangur þessara samninga var að menntamálaráðuneytið gerði sveitarfélögum kleift að fá upplýsingar um hagi og líðan ungs fólks, en slíkt er aðeins hægt ef rannsóknirnar eru lagðar fyrir. Fyrri samningurinn var gerður árið 2006 og hljóðaði hann upp á kr. 12.800.000. Og sá síðari árið 2009 upp á kr. 24.200.000. Þetta þýðir að ráðuneytið hefur lagt fjárhæð sem nemur kr. 1.800.000 til 3.300.000 til hverrar Ungt fólk rannsóknar hingað til, en þær eru alls 14 talsins samkvæmt þessum samningum. Hlutur ráðuneytisins í þessum rannsóknum samsvarar um 20% af heildarkostnaði við gagnaöflun hverrar rannsóknar. Hinna 80% er aflað með starfsemi Rannsókna & greiningar. Auk þeirra 70 vísindagreina sem birtar hafa verið, hafa gögn R&G verið nýtt til að skrifa 7 doktorsritgerðir, og fleiri tugi meistara- og BA/BS ritgerða, við marga háskóla hér á landi og annars staðar. Í það minnsta 3 doktorsritgerðir til viðbótar eru í farvatninu. Í samræmi við þriðja markmið Rannsókna & greiningar um að styðja ungt vísindafólk, hafa margir félagsvísindamenn, sem nú starfa ýmist á Íslandi eða erlendis, stigið fyrstu skref sín á vettvangi vísinda, í starfi hjá R&G.Fagleg úttekt og samkeppni Ég myndi fagna faglegri úttekt á rannsóknum R&G, þar sem fjallað væri um ávinning þeirra og hvort fjármunum hins opinbera væri mögulega betur varið eftir öðrum leiðum. Áhugavert væri að sjá hvar rannsóknir okkar standa í samanburði við aðrar íslenskar æskulýðsrannsóknir varðandi kostnað, dreifingu, nýtingu á gögnum, birtingu á niðurstöðum í formi vísindagreina og skýrslna og svo framvegis. Að sama skapi myndum við fagna því að allt fjármagn til rannsókna á Íslandi væri leitt í gegnum samkeppnissjóði. Við mat á umsóknum til æskulýðsrannsókna, væri brýnt að taka tillit bæði til mikilvægis þeirra fyrir grunnvísindastarf og stefnumótun og starf á vettvangi. Þess má geta að sambærileg rannsókn, sem framkvæmd er árlega í Bandaríkjunum, Monitoring the future, hlýtur styrk úr samkeppnissjóði þeirra, NIDA. Styrkurinn sem þeir fengu árið 2014-2015 var 5 milljónir bandaríkjadala eða sem samsvarar ríflega 600 milljónum íslenskra króna. Þennan styrk fá þeir fyrir að leggja sambærilega rannsókn fyrir 15.000 ungmenni, sem er lítið stærri hópur en við leggjum venjulega fyrir, eða 12.000 ungmenni.
Einkahlutafélag með samning við ráðuneytið um æskulýðsrannsóknir án útboðs Einkahlutafélag í eigu fyrrverandi aðstoðarmanns Davíðs Oddssonar stundar æskulýðsrannsóknir og hefur fengið um 50 milljónir frá ríkinu frá 2006. Samningur var undirritaður í byrjun árs 2009 fram hjá lögum um opinber innkaup. 30. september 2014 07:00
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun