Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar 8. október 2025 11:31 „Við erum öll úr sömu sveit“ er falleg yfirskrift sem segir svo margt. Ég les úr henni að samvinna er betri en samkeppni, að við séum öll neytendur og þurfum á landbúnaði að halda - já líka þau sem eru vegan. Af hverju göngum við þá ekki í takt þegar kemur að landbúnaði. Af hverju er brjóstið á okkur ekki útþanið af stolti yfir framleiðslunni, sérstöðunni og afurðunum? Í því samhengi langar mig að fjalla aðeins um traust. Traust er eitthvað sem er bæði óáþreifanlegt og óendanlega mikilvægt. Ekki er hægt að segja fólki að treysta, heldur verður að ávinna sér traust með gjörðum. Það tekur langan tíma að byggja það upp en oft stuttan tíma að brjóta það niður. Við erum öll úr sömu sveit og við treystum bændum. Við þekkjum bændur og fyrir hvað þeir standa og flest kunnum við að meta allar þær fjölbreyttu afurðir sem þessir dugmiklu framleiðendur færa okkur. Kannanir sýna að neytendur vilja kaupa íslenskar landbúnaðarafurðir. Það er því sárt þegar milliliðum verður á að brjóta á þessu trausti. Það er fátt sem gerir mig jafn leiða og sjá landbúnaðarrúnk í verslunum. Þegar milliliðir merkja innfluttar afurðir með íslenska fánanum, þegar iðnaður merkir vörur með Beint frá býli hugmyndafræðinni og þegar reynt er að villa um fyrir neytendum á kostnað þess sem framsæknir bændur hafa byggt upp yfir langan tíma. Það er ósiður og það er ósanngjarnt - ekki bara fyrir bændur heldur alla, við erum öll úr sömu sveit. Mig langar því að biðja ykkur, sem þetta stundið, að láta af þessum ósið. Vörur geta verið góðar þó að þær séu ekki beint úr íslenskri sveit. Leyfið íslenskum bændum að njóta þess trausts sem þau hafa áunnið sér og öðrum vörum að njóta sín á sínum forsendum. Innfluttar eða ekki. Það er engum til framdráttar að rúnka sér á trausti og sérstöðu annarrar greinar. Íslenskur landbúnaður er samvinna okkar allra, ekki samkeppni. Á morgun, fimmtudaginn 9. okt., er „Dagur landbúnaðarins“. Af því tilefni er haldið málþing á Hótel Borgarnesi og öllum úr sveitinni er boðið. Höfundur er landbúnaðarunnandi og neytandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Landbúnaður Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
„Við erum öll úr sömu sveit“ er falleg yfirskrift sem segir svo margt. Ég les úr henni að samvinna er betri en samkeppni, að við séum öll neytendur og þurfum á landbúnaði að halda - já líka þau sem eru vegan. Af hverju göngum við þá ekki í takt þegar kemur að landbúnaði. Af hverju er brjóstið á okkur ekki útþanið af stolti yfir framleiðslunni, sérstöðunni og afurðunum? Í því samhengi langar mig að fjalla aðeins um traust. Traust er eitthvað sem er bæði óáþreifanlegt og óendanlega mikilvægt. Ekki er hægt að segja fólki að treysta, heldur verður að ávinna sér traust með gjörðum. Það tekur langan tíma að byggja það upp en oft stuttan tíma að brjóta það niður. Við erum öll úr sömu sveit og við treystum bændum. Við þekkjum bændur og fyrir hvað þeir standa og flest kunnum við að meta allar þær fjölbreyttu afurðir sem þessir dugmiklu framleiðendur færa okkur. Kannanir sýna að neytendur vilja kaupa íslenskar landbúnaðarafurðir. Það er því sárt þegar milliliðum verður á að brjóta á þessu trausti. Það er fátt sem gerir mig jafn leiða og sjá landbúnaðarrúnk í verslunum. Þegar milliliðir merkja innfluttar afurðir með íslenska fánanum, þegar iðnaður merkir vörur með Beint frá býli hugmyndafræðinni og þegar reynt er að villa um fyrir neytendum á kostnað þess sem framsæknir bændur hafa byggt upp yfir langan tíma. Það er ósiður og það er ósanngjarnt - ekki bara fyrir bændur heldur alla, við erum öll úr sömu sveit. Mig langar því að biðja ykkur, sem þetta stundið, að láta af þessum ósið. Vörur geta verið góðar þó að þær séu ekki beint úr íslenskri sveit. Leyfið íslenskum bændum að njóta þess trausts sem þau hafa áunnið sér og öðrum vörum að njóta sín á sínum forsendum. Innfluttar eða ekki. Það er engum til framdráttar að rúnka sér á trausti og sérstöðu annarrar greinar. Íslenskur landbúnaður er samvinna okkar allra, ekki samkeppni. Á morgun, fimmtudaginn 9. okt., er „Dagur landbúnaðarins“. Af því tilefni er haldið málþing á Hótel Borgarnesi og öllum úr sveitinni er boðið. Höfundur er landbúnaðarunnandi og neytandi.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun