Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar 8. október 2025 15:32 Frá árinu 2012 hef ég starfað í leikskólum hér á landi. Þessi ár hafa veitt mér óteljandi tækifæri til að kynnast börnum, fjölskyldum og samstarfsfólki sem hefur auðgað líf mitt og opnað hjarta mitt fyrir nýjum sjónarhornum. Ég hef hitt stórkostlegt fólk sem kann að meta fjölbreytileikann og fagnar því sem ólíkt er. Samt verður ekki hjá því komist að minnast á að á hverjum vinnustað er alltaf smár hópur sem gerir aðstæður erfiðari ‒ einkum fyrir erlenda kennara. 1. Endurtekin mynstur Á meira en tíu árum í ólíkum leikskólum hef ég orðið vitni að mynstrum sem birtast aftur og aftur. Sumir kollegar vinna með opnum huga og hjarta, en aðrir reisa ósýnilega múra, eins konar tortryggni gagnvart þeim sem bera með sér menntun og menningu annars staðar frá. Þó að slíkt sé aldrei meirihlutinn, nægir lítill hópur til að lita andrúmsloft heillar deildar. Það er sérkennilegt að í leikskólum er börnum kennt að sýna samkennd og hlýju, en stundum er samstarfsfólki mætt með kulda og fjarlægð. Ég er ekki einn um þessa reynslu ‒ fjöldi erlendra kennara hefur sagt mér frá svipuðum sögum. 2. Smáforysta og valdakerfi Annað sem endurtekur sig er smáforystan ‒ þessi sífelldi agi smáatriðanna sem á að stjórna hverri hreyfingu. Leikskólastarf ætti að byggjast á trausti, sköpun og faglegu sjálfstæði, en of víða ríkir stjórnsemi sem gerir kennurum lífið þyngra. Hún dregur úr frumkvæði, dregur úr gleði og lætur menn finna fyrir stöðugri eftirlitsaugum. Jafnvel þegar deildarstjóri er til staðar, heldur áfram eins konar „hulið einelti“ frá þeim sem hafa setið lengi í sætunum sínum. Þeir verja gömlu venjurnar sínar með ósýnilegu valdi sem bitnar einna helst á erlendum kennurum eða þeim sem koma með ný sjónarmið. 3. Þversögn menntunarinnar Því næst blasir við sú stofnanalega þversögn sem gerir hlutina enn flóknari. Þrátt fyrir áratuga reynslu í starfi og tvö meistarapróf í lögfræði, segir kerfi leikskólakennara að sá sem ekki hefur lokið hinu hefðbundna námsferli verði að stunda fimm ára nám frá upphafi til enda. Það er vissulega mögulegt að fá hluta námsins metinn, en aðeins eftir að hafa skráð sig í námið, og aldrei með raunverulega einstaklingsmiðaðri áætlun. Í reynd er því lítill gaumur gefinn að þeirri menntun og reynslu sem aflað hefur verið erlendis, og þannig er mörgum hæfum kennurum haldið utan við fulla þátttöku. Nauðsynleg umhugsun Ég rita þetta ekki til að kvarta, heldur til að vekja hugleiðingu. Ef Ísland ætlar að vaxa áfram sem fjölmenningarsamfélag, þarf það ekki aðeins að laða að erlent vinnuafl, heldur líka að virða gildi þess og forðast þær aðstæður sem gera dvölina þyngri. Börnin eru þau fyrstu sem hagnast á fjölbreyttari reynslu og sjónarhornum. Því ætti kerfið að auðvelda erlendum kennurum að leggja sitt af mörkum, með trausti, samvinnu og raunverulegri viðurkenningu. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valerio Gargiulo Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Frá árinu 2012 hef ég starfað í leikskólum hér á landi. Þessi ár hafa veitt mér óteljandi tækifæri til að kynnast börnum, fjölskyldum og samstarfsfólki sem hefur auðgað líf mitt og opnað hjarta mitt fyrir nýjum sjónarhornum. Ég hef hitt stórkostlegt fólk sem kann að meta fjölbreytileikann og fagnar því sem ólíkt er. Samt verður ekki hjá því komist að minnast á að á hverjum vinnustað er alltaf smár hópur sem gerir aðstæður erfiðari ‒ einkum fyrir erlenda kennara. 1. Endurtekin mynstur Á meira en tíu árum í ólíkum leikskólum hef ég orðið vitni að mynstrum sem birtast aftur og aftur. Sumir kollegar vinna með opnum huga og hjarta, en aðrir reisa ósýnilega múra, eins konar tortryggni gagnvart þeim sem bera með sér menntun og menningu annars staðar frá. Þó að slíkt sé aldrei meirihlutinn, nægir lítill hópur til að lita andrúmsloft heillar deildar. Það er sérkennilegt að í leikskólum er börnum kennt að sýna samkennd og hlýju, en stundum er samstarfsfólki mætt með kulda og fjarlægð. Ég er ekki einn um þessa reynslu ‒ fjöldi erlendra kennara hefur sagt mér frá svipuðum sögum. 2. Smáforysta og valdakerfi Annað sem endurtekur sig er smáforystan ‒ þessi sífelldi agi smáatriðanna sem á að stjórna hverri hreyfingu. Leikskólastarf ætti að byggjast á trausti, sköpun og faglegu sjálfstæði, en of víða ríkir stjórnsemi sem gerir kennurum lífið þyngra. Hún dregur úr frumkvæði, dregur úr gleði og lætur menn finna fyrir stöðugri eftirlitsaugum. Jafnvel þegar deildarstjóri er til staðar, heldur áfram eins konar „hulið einelti“ frá þeim sem hafa setið lengi í sætunum sínum. Þeir verja gömlu venjurnar sínar með ósýnilegu valdi sem bitnar einna helst á erlendum kennurum eða þeim sem koma með ný sjónarmið. 3. Þversögn menntunarinnar Því næst blasir við sú stofnanalega þversögn sem gerir hlutina enn flóknari. Þrátt fyrir áratuga reynslu í starfi og tvö meistarapróf í lögfræði, segir kerfi leikskólakennara að sá sem ekki hefur lokið hinu hefðbundna námsferli verði að stunda fimm ára nám frá upphafi til enda. Það er vissulega mögulegt að fá hluta námsins metinn, en aðeins eftir að hafa skráð sig í námið, og aldrei með raunverulega einstaklingsmiðaðri áætlun. Í reynd er því lítill gaumur gefinn að þeirri menntun og reynslu sem aflað hefur verið erlendis, og þannig er mörgum hæfum kennurum haldið utan við fulla þátttöku. Nauðsynleg umhugsun Ég rita þetta ekki til að kvarta, heldur til að vekja hugleiðingu. Ef Ísland ætlar að vaxa áfram sem fjölmenningarsamfélag, þarf það ekki aðeins að laða að erlent vinnuafl, heldur líka að virða gildi þess og forðast þær aðstæður sem gera dvölina þyngri. Börnin eru þau fyrstu sem hagnast á fjölbreyttari reynslu og sjónarhornum. Því ætti kerfið að auðvelda erlendum kennurum að leggja sitt af mörkum, með trausti, samvinnu og raunverulegri viðurkenningu. Höfundur er skáld, rithöfundur og þýðandi.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun