Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar 7. október 2025 15:01 Langir biðlistar, börn sem komast ekki inn, leikskólar undirmannaðir og undir miklu álagi. Mér líður stundum eins og ég sé staddur í Groundhog Day og forystumenn flokka keppast við að verja eða gagnrýna kerfið, ekki út frá því hvað þeim finnst, heldur eftir því hvort þeir sitja í meirihluta eða minnihluta. Rót vandans er í raun einföld, þó að leikskóli sé lögbundið skólastig og sveitarfélög bera ábyrgð á rekstri þá vantar skýran lagaramma um hvenær barn fái tryggt pláss og hvaða þjónusta telst lágmarks. Þetta veldur því að sveitarfélögin hafa hvata til að reka kerfið á mörkunum, hvatinn er einfaldlega sá að vandinn verði ekki svo stór að hann valdi pólitískum vandamálum. Nýjasta flækjan er stytting vinnuvikunnar. Ekki allir landsmenn njóta sömu styttingar, en leikskólarnir þurfa engu að síður að halda úti fullri þjónustu á meðan starfsfólk nýtur styttingar. Þar sem sveitarfélög setja ekki nægt fjármagn í málaflokkinn myndast gat í rekstri. Kópavogur var fyrstur til að bregðast við með nýju fyrirkomulagi. Skráður dvalartími styttist hjá mörgum börnum og foreldrar þurfa annaðhvort að sækja fyrr eða borga meira. Margir gagnrýndu þetta, en hvað annað er raunhæft ef ekki á að setja meiri peninga í kerfið? Nú virðist Reykjavík vera að feta sömu leið. Ungir foreldrar eru sérstaklega illa settir í þessu umhverfi. Mér finnst einkennilegt að leggja meiri byrðar á foreldra leikskólabarna í stað þess að laga rót vandans. Sú rót er hvorki „Kópavogsmódelið“ né stytting vinnuvikunnar sem slík heldur óskýr rammi leikskóla eins og hvenær hefst réttur barns til pláss, hverjir eru lágmarksopnunartímar, hvað má rukka foreldra og hvernig er fjármögnun tryggð þannig að fagmennska, undirbúningstími og mönnun standist? Persónuleg reynsla mín er ekkert einsdæmi, dóttir mín beið í 17 mánuði frá lokum fæðingarorlofs þar til hún fékk pláss í leikskóla í Reykjavík. Finnst einhverjum eðlilegt að foreldrar þurfi að brúa langt bil milli fæðingarorlofs og leikskóla með dýrum og ótryggum lausnum, eða með því að minnka við sig vinnu? Þetta er hvorki hagkvæmt fyrir heimilin, atvinnulífið né hið opinbera. Kerfi virka á hvötum og það þarf að breyta fyrirkomulaginu til að fá raunvörulegar lausnir. Í fyrsta lagi: tengjum kerfin saman, lengjum fæðingarorlof í 18 mánuði og lögfestum að barni sé tryggð innritun um leið og orlofi lýkur. Í öðru lagi: setjum landsbundinn staðal um lágmarksopnun og tryggjum fjármögnun sem tekur mið af styttingu vinnuvikunnar, undirbúningstíma og raunverulegri mönnunarþörf. Leikskólinn er ekki aukaatriði; hann er grunninnviður atvinnuþátttöku og velferðar barna. Við þurfum að hætta endurteknum bráðabirgðalausnum sem velta kostnaði og áhættu yfir á heimilin og í staðinn festa í sessi skýran og sanngjarnan ramma. Höfundur er foreldri og situr í foreldraráði Tjarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Reykjavík Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Langir biðlistar, börn sem komast ekki inn, leikskólar undirmannaðir og undir miklu álagi. Mér líður stundum eins og ég sé staddur í Groundhog Day og forystumenn flokka keppast við að verja eða gagnrýna kerfið, ekki út frá því hvað þeim finnst, heldur eftir því hvort þeir sitja í meirihluta eða minnihluta. Rót vandans er í raun einföld, þó að leikskóli sé lögbundið skólastig og sveitarfélög bera ábyrgð á rekstri þá vantar skýran lagaramma um hvenær barn fái tryggt pláss og hvaða þjónusta telst lágmarks. Þetta veldur því að sveitarfélögin hafa hvata til að reka kerfið á mörkunum, hvatinn er einfaldlega sá að vandinn verði ekki svo stór að hann valdi pólitískum vandamálum. Nýjasta flækjan er stytting vinnuvikunnar. Ekki allir landsmenn njóta sömu styttingar, en leikskólarnir þurfa engu að síður að halda úti fullri þjónustu á meðan starfsfólk nýtur styttingar. Þar sem sveitarfélög setja ekki nægt fjármagn í málaflokkinn myndast gat í rekstri. Kópavogur var fyrstur til að bregðast við með nýju fyrirkomulagi. Skráður dvalartími styttist hjá mörgum börnum og foreldrar þurfa annaðhvort að sækja fyrr eða borga meira. Margir gagnrýndu þetta, en hvað annað er raunhæft ef ekki á að setja meiri peninga í kerfið? Nú virðist Reykjavík vera að feta sömu leið. Ungir foreldrar eru sérstaklega illa settir í þessu umhverfi. Mér finnst einkennilegt að leggja meiri byrðar á foreldra leikskólabarna í stað þess að laga rót vandans. Sú rót er hvorki „Kópavogsmódelið“ né stytting vinnuvikunnar sem slík heldur óskýr rammi leikskóla eins og hvenær hefst réttur barns til pláss, hverjir eru lágmarksopnunartímar, hvað má rukka foreldra og hvernig er fjármögnun tryggð þannig að fagmennska, undirbúningstími og mönnun standist? Persónuleg reynsla mín er ekkert einsdæmi, dóttir mín beið í 17 mánuði frá lokum fæðingarorlofs þar til hún fékk pláss í leikskóla í Reykjavík. Finnst einhverjum eðlilegt að foreldrar þurfi að brúa langt bil milli fæðingarorlofs og leikskóla með dýrum og ótryggum lausnum, eða með því að minnka við sig vinnu? Þetta er hvorki hagkvæmt fyrir heimilin, atvinnulífið né hið opinbera. Kerfi virka á hvötum og það þarf að breyta fyrirkomulaginu til að fá raunvörulegar lausnir. Í fyrsta lagi: tengjum kerfin saman, lengjum fæðingarorlof í 18 mánuði og lögfestum að barni sé tryggð innritun um leið og orlofi lýkur. Í öðru lagi: setjum landsbundinn staðal um lágmarksopnun og tryggjum fjármögnun sem tekur mið af styttingu vinnuvikunnar, undirbúningstíma og raunverulegri mönnunarþörf. Leikskólinn er ekki aukaatriði; hann er grunninnviður atvinnuþátttöku og velferðar barna. Við þurfum að hætta endurteknum bráðabirgðalausnum sem velta kostnaði og áhættu yfir á heimilin og í staðinn festa í sessi skýran og sanngjarnan ramma. Höfundur er foreldri og situr í foreldraráði Tjarnar.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun