Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar 9. október 2025 08:33 Þegar hæstvirtur atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, lagði upp í metnaðarfulla hringferð með Bændasamtökunum síðastliðið vor hugsaði ég með mér að þarna væri ráðherra sem ætlaði að rækta gott samtal við bændastéttina. Þetta fannst mér gefa góð fyrirheit fyrir það sem koma skyldi í málefnum landbúnaðarins á þessu kjörtímabili. Áður en að þessu kom ritaði Hanna Katrín grein sem birtist á vef Bændablaðsins í byrjun febrúar, þá ný tekin við málefnum landbúnaðarins sem atvinnuvegaráðherra. Þar sagði hún meðal annars svo frá “Það er mér bæði heiður og ánægja að sinna þessum mikilvæga málaflokki og vinna með ykkur að því að tryggja framtíð íslensks landbúnaðar.” Það verður ekki annað sagt en að þessi fögru fyrirheit um samvinnu og samtal við bændastéttina hafi nú algjörlega fokið út um gluggann með framlögðum drögum að frumvarpi að nýjum búvörulögum. Innihald frumvarpsins er eitt en vinnubrögð hæstvirts atvinnuvegaráðherra í þessu máli er svo allt annað mál. Sama hvað fólki kann að finnast um innihald draga að frumvarpi að nýjum búvörulögum, þá verður ekki annað sagt en að sú staðreynd að algjörlega sé gengið fram hjá Bændasamtökunum við vinnslu frumvarpsins er algjörlega óskiljanlegt. Samráð og samvinna sem ítrekað var búið að lofa eins og kom fram í yfirlýsingu stjórnar Bændasamtakanna á dögunum. Sú staðreynd að ráðherra ákveði að ganga svona til verka þykir mér verulega umhugsunarvert. Með því að leita til bændastéttarinnar við vinnslu frumvarpsins hefði verið hægt að koma í veg fyrir þau miklu og hörðu viðbrögð sem komið hafa við frumvarpinu undanfarna daga. Hér leikur ráðherra sér að því að skapa glundroða og óánægju sem hefði með lítilli fyrirhöfn verið hægt að koma í veg fyrir með vönduðum vinnubrögðum. Höfundur situr í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Þegar hæstvirtur atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, lagði upp í metnaðarfulla hringferð með Bændasamtökunum síðastliðið vor hugsaði ég með mér að þarna væri ráðherra sem ætlaði að rækta gott samtal við bændastéttina. Þetta fannst mér gefa góð fyrirheit fyrir það sem koma skyldi í málefnum landbúnaðarins á þessu kjörtímabili. Áður en að þessu kom ritaði Hanna Katrín grein sem birtist á vef Bændablaðsins í byrjun febrúar, þá ný tekin við málefnum landbúnaðarins sem atvinnuvegaráðherra. Þar sagði hún meðal annars svo frá “Það er mér bæði heiður og ánægja að sinna þessum mikilvæga málaflokki og vinna með ykkur að því að tryggja framtíð íslensks landbúnaðar.” Það verður ekki annað sagt en að þessi fögru fyrirheit um samvinnu og samtal við bændastéttina hafi nú algjörlega fokið út um gluggann með framlögðum drögum að frumvarpi að nýjum búvörulögum. Innihald frumvarpsins er eitt en vinnubrögð hæstvirts atvinnuvegaráðherra í þessu máli er svo allt annað mál. Sama hvað fólki kann að finnast um innihald draga að frumvarpi að nýjum búvörulögum, þá verður ekki annað sagt en að sú staðreynd að algjörlega sé gengið fram hjá Bændasamtökunum við vinnslu frumvarpsins er algjörlega óskiljanlegt. Samráð og samvinna sem ítrekað var búið að lofa eins og kom fram í yfirlýsingu stjórnar Bændasamtakanna á dögunum. Sú staðreynd að ráðherra ákveði að ganga svona til verka þykir mér verulega umhugsunarvert. Með því að leita til bændastéttarinnar við vinnslu frumvarpsins hefði verið hægt að koma í veg fyrir þau miklu og hörðu viðbrögð sem komið hafa við frumvarpinu undanfarna daga. Hér leikur ráðherra sér að því að skapa glundroða og óánægju sem hefði með lítilli fyrirhöfn verið hægt að koma í veg fyrir með vönduðum vinnubrögðum. Höfundur situr í stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar