Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar 7. október 2025 16:03 „Út er komin skýrsla.“ Frétt sem hefst á þessum orðum vekur takmarkaða löngun til að lesa meira. Hún er ekki aðlaðandi. Hefði fréttin verið eitthvað á þessa leið hefði hún trúlega fangað athygli lesandans betur: „Daði Már fjármálaráðherra sást í gær kasta krónu út í buskann. Hann segist gera þetta til að spara eyrinn.“ Hvað sem þessu líður er nýkomin út skýrsla sem sýnir með sannfærandi hætti hvernig ríkissjóður getur sparað margar krónur án þess að fleygja eyrinum. Skýrslan nefnist: Heilbrigðisþjónusta sem borgar sig. Ávinningur endurhæfingar Parkinson-samtakanna. Höfundur er Ágúst Ólafur Ágústsson, hagfræðingur og lögfræðingur og á hann þakkir skildar fyrir vel unnið verk. Parkinson er taugahrörnunarsjúkdómur sem enn hefur ekki fundist lækning við. Sjúkdómurinn hefur einkum áhrif á hreyfigetu. Einkennin eru væg í fyrstu en versna með tímanum.Talið er að um 1200 einstaklingar séu nú greindir með Parkinson hér á landi. Gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra muni tvöfaldast fyrir árið 2040, m.a. vegna öldrunar þjóðarinnar. Parkinsonsamtökin voru stofnuð fyrir 40 árum. Markmið þeirra er að stuðla að sem mestum lífsgæðum sjúklinga og aðstandenda þeirra. Árið 2024 markaði tímamót í starfsemi félagsins þegar það stofnaði endurhæfingarstöðina Takt í fallegu húsnæði í fyrrum St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, en húsið í heild ber heitið Lífsgæðasetur. Árið 2024 sóttu tæplega 600 einstaklingar þjónustu til samtakanna. Komur í þjónustu voru 4574 talsins og símtöl voru um 2500. Árið 2024 námu gjöld vegna endurhæfingar á vegum Takts tæplega 90 milljónum króna. Opinbert framlag til starfseminnar var einungis um 42 milljónir króna. Bilið er brúað með sjálfsaflafé. Meginefni skýrslunnar er að sýna fram á, með tölulegum gögnum, að verulegur fjárhagslegur ávinningur sé fólginn í markvissri endurhæfingu parkinsonsjúklinga og það sem mest er um vert, endurhæfing færir þeim aukin lífsgæði og ríkulegra líf. Skýrslan er á heimasíðu Parkinsonsamtakanna. Mér finnst spennandi hugmynd að þróa samstarfslíkan þar sem Parkinsonsamtökin annast starfsemi Takts. Þeim til stuðnings væri ráðgjafaráð sem væri t.d. skipað fulltrúum frá sérfræðilæknum, heilbrigðisráðuneyti, sjúkratryggingum, heilsugæslu og Parkinsonsamtökunum. Setja mætti samstarfið upp sem þriggja til fimm ára tilraunaverkefni. Tilhögun sem þessi felur bæði í sér festu og framþróun ef vel tekst til. Fela mætti embætti Landlæknis að meta gæði þjónustunnar og hver ávinningurinn væri í bráð og lengd. Það skal tekið fram að „fréttin“ um Daða Má er að sjálfsögðu hrein og klár falsfrétt. Höfundur er félagi í Parkinsonsamtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
„Út er komin skýrsla.“ Frétt sem hefst á þessum orðum vekur takmarkaða löngun til að lesa meira. Hún er ekki aðlaðandi. Hefði fréttin verið eitthvað á þessa leið hefði hún trúlega fangað athygli lesandans betur: „Daði Már fjármálaráðherra sást í gær kasta krónu út í buskann. Hann segist gera þetta til að spara eyrinn.“ Hvað sem þessu líður er nýkomin út skýrsla sem sýnir með sannfærandi hætti hvernig ríkissjóður getur sparað margar krónur án þess að fleygja eyrinum. Skýrslan nefnist: Heilbrigðisþjónusta sem borgar sig. Ávinningur endurhæfingar Parkinson-samtakanna. Höfundur er Ágúst Ólafur Ágústsson, hagfræðingur og lögfræðingur og á hann þakkir skildar fyrir vel unnið verk. Parkinson er taugahrörnunarsjúkdómur sem enn hefur ekki fundist lækning við. Sjúkdómurinn hefur einkum áhrif á hreyfigetu. Einkennin eru væg í fyrstu en versna með tímanum.Talið er að um 1200 einstaklingar séu nú greindir með Parkinson hér á landi. Gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra muni tvöfaldast fyrir árið 2040, m.a. vegna öldrunar þjóðarinnar. Parkinsonsamtökin voru stofnuð fyrir 40 árum. Markmið þeirra er að stuðla að sem mestum lífsgæðum sjúklinga og aðstandenda þeirra. Árið 2024 markaði tímamót í starfsemi félagsins þegar það stofnaði endurhæfingarstöðina Takt í fallegu húsnæði í fyrrum St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, en húsið í heild ber heitið Lífsgæðasetur. Árið 2024 sóttu tæplega 600 einstaklingar þjónustu til samtakanna. Komur í þjónustu voru 4574 talsins og símtöl voru um 2500. Árið 2024 námu gjöld vegna endurhæfingar á vegum Takts tæplega 90 milljónum króna. Opinbert framlag til starfseminnar var einungis um 42 milljónir króna. Bilið er brúað með sjálfsaflafé. Meginefni skýrslunnar er að sýna fram á, með tölulegum gögnum, að verulegur fjárhagslegur ávinningur sé fólginn í markvissri endurhæfingu parkinsonsjúklinga og það sem mest er um vert, endurhæfing færir þeim aukin lífsgæði og ríkulegra líf. Skýrslan er á heimasíðu Parkinsonsamtakanna. Mér finnst spennandi hugmynd að þróa samstarfslíkan þar sem Parkinsonsamtökin annast starfsemi Takts. Þeim til stuðnings væri ráðgjafaráð sem væri t.d. skipað fulltrúum frá sérfræðilæknum, heilbrigðisráðuneyti, sjúkratryggingum, heilsugæslu og Parkinsonsamtökunum. Setja mætti samstarfið upp sem þriggja til fimm ára tilraunaverkefni. Tilhögun sem þessi felur bæði í sér festu og framþróun ef vel tekst til. Fela mætti embætti Landlæknis að meta gæði þjónustunnar og hver ávinningurinn væri í bráð og lengd. Það skal tekið fram að „fréttin“ um Daða Má er að sjálfsögðu hrein og klár falsfrétt. Höfundur er félagi í Parkinsonsamtökunum.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun