Vilja kaupa annarra manna drasl 8. ágúst 2014 11:00 Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir Vísir/Stefán „Við erum búnar að vera í viðræðum við hin ýmsu fyrirtæki síðan í maí um hvort þau séu til í að deila umframefni og afgöngum með öðrum,“ segir Hrefna Sigurðardóttir, nemandi í vöruhönnun í Listaháskólanum, sem ásamt samnemendum sínum Auði Ákadóttur og Birtu Rós Brynjólfsdóttur hefur sett á stofn verkefnið Haugfé sem gengur út á að kortleggja efnivið sem fellur til við dagleg störf í hinum ýmsu fyrirtækjum og gera aðgengilegan öðrum. „Hvatinn að verkefninu eru umhverfissjónarmið. Við höfum allar áhuga á að hanna umhverfisvænan varning og er endurnýting stór liður í því. Með Haugfé græða allir – því fyrirtækin eru oft á tíðum að eyða miklum pening í að losa sig við efni, listamenn og aðrir í að kaupa það og náttúran tapar á öllu saman.“ Hrefna segir efniviðinn sem fyrirtæki farga, eða senda til endurvinnslu, hér eða í útlöndum, oft á tíðum mjög fínan og margir möguleikar séu til að nýta hann. „Maður ímyndar sér að þó að efnið sé endurunnið væri ennþá betra ef hægt væri að nýta það í staðbundna framleiðslu. Það er orkufrekt að bræða niður og að flytja efniviðinn á milli landa. Þannig að hugmyndin kviknaði og okkur langaði að safna saman upplýsingum um efni sem væri verið að henda, og miðla þeim til almennings,“ segir hún og bætir við. „Mann langar oft að nota efnivið sem maður veit að er til en veit ekki hvernig best er að nálgast. Ef það er búin til umgjörð í kringum þetta og maður veit að fyritækin vilja taka þátt er allt mun auðveldara bæði fyrir fyrirtækin og þá sem áhuga hafa á efniviðnum. Það eru margir aðilar sem gætu nýtt sér þetta, grunnskólar til dæmis gætu sótt pappír, pappa eða efnivið í kennslu, eða hvaða skólastig sem er auk hönnuða, handverksfólks og annarra þeirra sem verðmæti sjá í efninu.“ Hrefna segir þær hafa fengið góð viðbrögð. „Við erum búnar að tala við einhver 70 fyrirtæki og ég man ekki eftir neinum sem líst illa á þetta.“ Haugfé efnir til fyrsta markaðar síns á Bernhöftstorfu í dag, föstudag, og stendur hann frá 14:00 til 19:00. Á markaðnum verður meðal annars boðið upp á timbur, textíl, svamp, álplötur, gler og plast en allt efni á markaðnum er umframefni sem orðið hefur til við framleiðslu hjá samstarfsfyrirtækjum Haugfjár á höfuðborgarsvæðinu. Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Sjá meira
„Við erum búnar að vera í viðræðum við hin ýmsu fyrirtæki síðan í maí um hvort þau séu til í að deila umframefni og afgöngum með öðrum,“ segir Hrefna Sigurðardóttir, nemandi í vöruhönnun í Listaháskólanum, sem ásamt samnemendum sínum Auði Ákadóttur og Birtu Rós Brynjólfsdóttur hefur sett á stofn verkefnið Haugfé sem gengur út á að kortleggja efnivið sem fellur til við dagleg störf í hinum ýmsu fyrirtækjum og gera aðgengilegan öðrum. „Hvatinn að verkefninu eru umhverfissjónarmið. Við höfum allar áhuga á að hanna umhverfisvænan varning og er endurnýting stór liður í því. Með Haugfé græða allir – því fyrirtækin eru oft á tíðum að eyða miklum pening í að losa sig við efni, listamenn og aðrir í að kaupa það og náttúran tapar á öllu saman.“ Hrefna segir efniviðinn sem fyrirtæki farga, eða senda til endurvinnslu, hér eða í útlöndum, oft á tíðum mjög fínan og margir möguleikar séu til að nýta hann. „Maður ímyndar sér að þó að efnið sé endurunnið væri ennþá betra ef hægt væri að nýta það í staðbundna framleiðslu. Það er orkufrekt að bræða niður og að flytja efniviðinn á milli landa. Þannig að hugmyndin kviknaði og okkur langaði að safna saman upplýsingum um efni sem væri verið að henda, og miðla þeim til almennings,“ segir hún og bætir við. „Mann langar oft að nota efnivið sem maður veit að er til en veit ekki hvernig best er að nálgast. Ef það er búin til umgjörð í kringum þetta og maður veit að fyritækin vilja taka þátt er allt mun auðveldara bæði fyrir fyrirtækin og þá sem áhuga hafa á efniviðnum. Það eru margir aðilar sem gætu nýtt sér þetta, grunnskólar til dæmis gætu sótt pappír, pappa eða efnivið í kennslu, eða hvaða skólastig sem er auk hönnuða, handverksfólks og annarra þeirra sem verðmæti sjá í efninu.“ Hrefna segir þær hafa fengið góð viðbrögð. „Við erum búnar að tala við einhver 70 fyrirtæki og ég man ekki eftir neinum sem líst illa á þetta.“ Haugfé efnir til fyrsta markaðar síns á Bernhöftstorfu í dag, föstudag, og stendur hann frá 14:00 til 19:00. Á markaðnum verður meðal annars boðið upp á timbur, textíl, svamp, álplötur, gler og plast en allt efni á markaðnum er umframefni sem orðið hefur til við framleiðslu hjá samstarfsfyrirtækjum Haugfjár á höfuðborgarsvæðinu.
Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Sjá meira