Hafa ekki kjark til að bjarga sjálfum sér Ólöf Skaftadóttir skrifar 16. júlí 2014 10:00 Rakel Garðarsdóttir og Björn Hlynur Haraldsson Vísir/Vilhelm „Við erum reglulega spennt fyrir þessu,“ segir Rakel Garðarsdóttir, framleiðandi og framkvæmdastýra Vesturports, en fyrirtækið hyggst framleiða kvikmyndina Blóðberg í sumar. Myndin er sú fyrsta eftir Björn Hlyn Haraldsson í fullri lengd, en hann hefur áður skrifað og leikstýrt nokkrum stuttmyndum, til dæmis Korríró. Tökur á Blóðbergi hefjast þann fimmta ágúst, en Rakel og Ágústa M. Ólafsdóttir koma til með að framleiða myndina fyrir hönd Vesturports. „Björn Hlynur byggir handritið að myndinni á fyrsta leikritinu sínu, Dubbeldusch, sem Vesturport setti upp fyrir nokkrum árum. Sagan fjallar um hefðbundna íslenska fjölskyldu í úthverfi Reykjavíkur. Fjölskyldufaðirinn bjargar samlöndum sínum með skrifum á sjálfshjálparbókum á meðan móðirin bjargar fólki á spítala þar sem hún vinnur sem hjúkrunarfræðingur. En hvorugt þeirra hefur kjark til að bjarga sjálfu sér. Svo kemst upp gamalt leyndarmál og þá breytist allt,“ segir Rakel, sem vill þó ekki gefa of mikið upp. „Þetta er gamansöm mynd með alvarlegum undirtón,“ segir Rakel, létt í bragði. Í myndinni koma til með að leika Hilmar Jónsson, Harpa Arnardóttir, Þórunn A. Kristjánsdóttir, Hilmir Jensson, María Heba Þorkelsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson, svo einhverjir séu nefndir. „Svo erum við að leita að aukaleikurum. Myndin er öll tekin í Reykjavík og nágrenni og í henni eru stórar senur sem kalla á fullt af aukaleikurum, en áhugasamir geta sent mynd á blodberg@vesturport.com og fylgst með á heimasíðu Vesturports,“ segir Rakel. Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira
„Við erum reglulega spennt fyrir þessu,“ segir Rakel Garðarsdóttir, framleiðandi og framkvæmdastýra Vesturports, en fyrirtækið hyggst framleiða kvikmyndina Blóðberg í sumar. Myndin er sú fyrsta eftir Björn Hlyn Haraldsson í fullri lengd, en hann hefur áður skrifað og leikstýrt nokkrum stuttmyndum, til dæmis Korríró. Tökur á Blóðbergi hefjast þann fimmta ágúst, en Rakel og Ágústa M. Ólafsdóttir koma til með að framleiða myndina fyrir hönd Vesturports. „Björn Hlynur byggir handritið að myndinni á fyrsta leikritinu sínu, Dubbeldusch, sem Vesturport setti upp fyrir nokkrum árum. Sagan fjallar um hefðbundna íslenska fjölskyldu í úthverfi Reykjavíkur. Fjölskyldufaðirinn bjargar samlöndum sínum með skrifum á sjálfshjálparbókum á meðan móðirin bjargar fólki á spítala þar sem hún vinnur sem hjúkrunarfræðingur. En hvorugt þeirra hefur kjark til að bjarga sjálfu sér. Svo kemst upp gamalt leyndarmál og þá breytist allt,“ segir Rakel, sem vill þó ekki gefa of mikið upp. „Þetta er gamansöm mynd með alvarlegum undirtón,“ segir Rakel, létt í bragði. Í myndinni koma til með að leika Hilmar Jónsson, Harpa Arnardóttir, Þórunn A. Kristjánsdóttir, Hilmir Jensson, María Heba Þorkelsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson, svo einhverjir séu nefndir. „Svo erum við að leita að aukaleikurum. Myndin er öll tekin í Reykjavík og nágrenni og í henni eru stórar senur sem kalla á fullt af aukaleikurum, en áhugasamir geta sent mynd á blodberg@vesturport.com og fylgst með á heimasíðu Vesturports,“ segir Rakel.
Mest lesið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fleiri fréttir Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Sjá meira