Hinn skrautlegi eigandi NFL-liðsins Indianapolis Colts, Jim Irsay, hefur viðurkennt að hafa keyrt undir áhrifum lyfja.
Hann fer ekki í fangelsi en fær sekt og missir prófið í eitt ár. Hann verður þess utan á skilorði í eitt ár.
Irsay var fullur af verkjalyfjum er lögreglan stöðvaði hann í mars síðastliðnum. Hann keyrði hægt, gaf ekki stefnuljós og stoppaði bíl sinn að óþörfu.
Lögreglan sagði hann hafa átt erfitt með að flytja stafrófið þegar eftir því var óskað. Hann féll einnig á öðrum prófum lögreglunnar.
Mörg lyf fundust í bíl hans sem og 3,5 milljónir króna í peningum en menn fara varla út úr húsi með minna í veskinu.
Eigandi Colts fer ekki í fangelsi

Mest lesið







„Það var engin taktík“
Fótbolti


Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma
Íslenski boltinn
