Innlent

Skora á ráðherra að breyta reglugerð

Samúel Karl Ólason skrifar
Undanfarna mánuði hefur vinna þess efnis staðið yfir og bæjarstjórnin vill að haldið verði áfram með þá vinnu.
Undanfarna mánuði hefur vinna þess efnis staðið yfir og bæjarstjórnin vill að haldið verði áfram með þá vinnu. Vísir/Vilhelm
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar ákvað á fundi í gær að skora á dómsmálaráðherra. Vilja þau að nýútkominni reglugerð um Lögregluumdæmi lögreglustjóra verð breytt á þann veg að Sveitarfélagið Hornafjörður heyri undir lögregluumdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi.

Þannig fylgdi umdæmið kjördæmamörkum. Undanfarna mánuði hefur vinna þess efnis staðið yfir og bæjarstjórnin vill að haldið verði áfram með þá vinnu.

Ákvörðun um að lögregluembættið í Hornafirði yrði áfram undir lögreglustjóranum á Austurlandi var tekin á síðasta degi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem dómsmálaráðherra. Heimamenn hafa verið mjög óánægðir með þá ákvörðun.

Bókun bæjarstjórnarinnar má sjá hér:

Bæjarstjórn Hornafjarðar skorar á dómsmálaráðherra að breyta nýútkominni reglugerð um Lögregluumdæmi lögreglustjóra sem birt var á vef Innanríkisráðuneytis s.l. fimmtudag. 4. desember á þann veg að Sveitarfélagið Hornafjörður heyri undir lögregluumdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi og fylgi þannig kjördæmamörkum. Haldið verði áfram með þá vinnu sem í gangi hefur verið undanfarna mánuði þess efnis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×