"Óskiljanleg ákvörðun" Linda Blöndal skrifar 6. desember 2014 19:15 Vísir/Vilhelm/magnús hlynur Ákvörðun um að lögregluembættið á Höfn í Hornafirði verði áfram undir lögreglustjóranum á Austurlandi var tekin á síðasta degi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem dómsmálaráðherra. Sú ákvörðun kom flatt upp á marga sem hafa unnið að því í samráði margra að flytja embættið á Höfn.Draga á ákvörðunina til bakaFlutningi í Suðurkjördæmi er því frestað um óákveðinn tíma og embættið verður áfram í Norðausturkjördæmi Sigmundar. Mikil gagnrýni er á þessa ákvörðun sem sumir segja óskiljanlega. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allssherjarnefndar Alþingis telur að það eigi draga hana til baka og enn sé ekki of seint að hverfa frá henni. Hún segir að þetta verða skoðað sérstaklega i nefndinni þótt Sigmundur verði ekki kallaður sérstaklega fyrir hana.Fimmtíu milljónir á milli kjördæmaFimmtíu milljónir króna áttu að flytjast frá Norðaustur kjördæmi yfir í Suðurkjördæmi en nú hefur það verið stöðvað. Í tilkynningu stjórnarráðsins segir að gera eigi úttekt á rekstrarforsendum lögreglunnar á Austurlandi og frestun á flutningnum sé tímabundin ráðstöfun.Undirbúningur að flutningi hafinnFormaður Allsherjarnefndar Alþingis, og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu segir alla hafa stefnt að sama marki hingað til og málið verði skoðað nánar í nefndinni. Hún sagði í samtali við Fréttastofu Stöðvar tvö og Bylgjunnar í dag að hún teldi rétt að gera þá kröfu að ákvörðun Sigmundar verið snúið við. Undirbúningur væri hafinn hjá starfsfólki á Höfn og lögreglustjóranum og þingið með því.HreppapólitíkGunnar Þorgeirsson formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga var harðorður í fréttum Stöðvar tvö í kvöld vegna málsins. „Ég get ekki betur séð en að þetta lykti af hreppapólitík þó ég neiti að trúa því árið 2014, vinnubrögðin eru allavega mjög undarleg“. Gunnar segir að sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi séu mjög óhressir með ráðstöfun Sigmundar Davíðs og skilji hana ekki.Allir undrandi„Ég hef heyrt í öllum þingmönnum Suðurkjördæmis, þeir eru allir jafn undrandi á þessu því við ræddum þetta ítrekað í kjördæmavikunni í haust þar sem allir þingmennirnir voru með okkur í þessu verkefni og því er þessi ráðstöfun mjög undarleg“, segir Gunnar. „Fyrir mér er þetta algjörlega fáránlegt“. Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson vegna fréttarinnar í dag. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Ákvörðun um að lögregluembættið á Höfn í Hornafirði verði áfram undir lögreglustjóranum á Austurlandi var tekin á síðasta degi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem dómsmálaráðherra. Sú ákvörðun kom flatt upp á marga sem hafa unnið að því í samráði margra að flytja embættið á Höfn.Draga á ákvörðunina til bakaFlutningi í Suðurkjördæmi er því frestað um óákveðinn tíma og embættið verður áfram í Norðausturkjördæmi Sigmundar. Mikil gagnrýni er á þessa ákvörðun sem sumir segja óskiljanlega. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allssherjarnefndar Alþingis telur að það eigi draga hana til baka og enn sé ekki of seint að hverfa frá henni. Hún segir að þetta verða skoðað sérstaklega i nefndinni þótt Sigmundur verði ekki kallaður sérstaklega fyrir hana.Fimmtíu milljónir á milli kjördæmaFimmtíu milljónir króna áttu að flytjast frá Norðaustur kjördæmi yfir í Suðurkjördæmi en nú hefur það verið stöðvað. Í tilkynningu stjórnarráðsins segir að gera eigi úttekt á rekstrarforsendum lögreglunnar á Austurlandi og frestun á flutningnum sé tímabundin ráðstöfun.Undirbúningur að flutningi hafinnFormaður Allsherjarnefndar Alþingis, og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu segir alla hafa stefnt að sama marki hingað til og málið verði skoðað nánar í nefndinni. Hún sagði í samtali við Fréttastofu Stöðvar tvö og Bylgjunnar í dag að hún teldi rétt að gera þá kröfu að ákvörðun Sigmundar verið snúið við. Undirbúningur væri hafinn hjá starfsfólki á Höfn og lögreglustjóranum og þingið með því.HreppapólitíkGunnar Þorgeirsson formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga var harðorður í fréttum Stöðvar tvö í kvöld vegna málsins. „Ég get ekki betur séð en að þetta lykti af hreppapólitík þó ég neiti að trúa því árið 2014, vinnubrögðin eru allavega mjög undarleg“. Gunnar segir að sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi séu mjög óhressir með ráðstöfun Sigmundar Davíðs og skilji hana ekki.Allir undrandi„Ég hef heyrt í öllum þingmönnum Suðurkjördæmis, þeir eru allir jafn undrandi á þessu því við ræddum þetta ítrekað í kjördæmavikunni í haust þar sem allir þingmennirnir voru með okkur í þessu verkefni og því er þessi ráðstöfun mjög undarleg“, segir Gunnar. „Fyrir mér er þetta algjörlega fáránlegt“. Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson vegna fréttarinnar í dag.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira