Ungt fólk borgar brúsann Jakob Bjarnar skrifar 24. janúar 2014 14:00 Kristín Soffía. Allt ber að sama brunni, ungt fólk fær einkum að súpa seyðið af hruninu. mynd/einkasafn Kristín Soffía Jónsdóttir segir ekki möguleika á því fyrir ungt fólk að komast inn í húsnæðismarkaðinn, það býr við dýran og ótraustan leigumarkað og því er svo gert að borga reikninginn. Verið að skerða möguleika fólks til atvinnu og náms. Kristín horfir meðal annars til nýlegrar umræðu um aðgerðir er varða verðtryggingu og skuldaniðurfærslur þeirra sem eiga húsnæði. Í raun ber allt að sama brunni. Kristín Soffía, sem er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, var í viðtali við þá Frosta Logason og Mána Pétursson í Harmageddon í vikunni og vakti þá athygli fyrir skelegga framgöngu. „Já, ég myndi segja það að unga fólkið sé látið borga brúsann,“ segir Kristín aðspurð, í samtali við Vísi. „Ég held að það sé orðið alltof auðvelt að senda ungu fólki reikninginn. Mikið af ungu fólki hefur lýst yfir frati og áhugaleysi á pólitíkinni. Það má ekki gleyma því að áhugaleysi á pólitík er ekki tvíhliða samningur. Stjórnvöld geta haft jafn mikil afskipti af þér þó þú hafir ekki afskipti af þeim.“ Kristín segir sterkir hagsmunahópar virka sem berjast fyrir sínum hagsmunum. Og ungt fólk, sem hagsmunahópur, hefur ekki verið að rækja sína skyldu í þeim efnum. Stjórnvöld eru þar af leiðandi ekkert hrædd við unga fólkið. En, þeir ættu í raun að vera það. Vegna þess að það er gengið svo mikið á réttindi þess.“ Kristín skrifaði brýningu þessa efnis inn á Facebooksíðu sína og tóku margir undir með henni en einnig voru nokkrir sem brugðust ókvæða við. „Að ég væri að kenna ungu fólki um stöðu mála og þessa ríkisstjórn. Sem er ekki inntakið í því sem ég er að segja. En það er kominn tími, fyrir löngu, að ungt fólk láti í sér heyra, hressilega og sýni að þetta er sterkur og voldugur hópur. Sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Eða, öllu heldur, hann verður að hætta því. Ég vona að bara með því að draga aðeins saman þessar aðgerðir, og þá heildarmynd sem er að teiknast upp, að þá átti fólk sig á því að ungt fólk eftir hrun ber enga ábyrgð á þessu hruni en situr eftir með sárt ennið.“Nokkur atriði til umhugsunar Kristín segir ekki eitt, heldur allt, sem ber að þeim ósi að ungt fólk fái hrunið einkum í hausinn:• Innritunargjöld í Háskóla Íslands voru hækkuð, en aðeins hluti þeirra fer til HÍ. Í reynd eru innritunargjöldin því nefskattur á háskólanema.• Námslán halda ekki í við verðbólgu og lækka því að raungildi.• Niðurskurður í Rannís, Tækniþróunarsjóði og Nýsköpunarsjóði, og í sjóðum skapandi greina, kemur niður á ungu fólki í námi og þeim sem eru að stíga fyrstu skref í nýsköpun og sprotafyrirtækjum.• „Leiðrétting“ lána með „stóru millifærslu“ ríkisstjórnarinnar er útfærð þannig að hún felst að miklu leyti í peningagjöfum til miðaldra og eldra fólks sem á gott borð fyrir báru í fasteignum sínum. Reikningurinn er sendur til ungs fólks og komandi kynslóða í gegn um skuldir ríkissjóðs og mikla fyrirsjáanlega vaxtabyrði á komandi árum og áratugum - sem ungt fólk greiðir með sköttum framtíðar.• „Leiðréttinguna“ á meðal annars að greiða með því að lækka vaxtabætur.• Staðan er samt sú að það krefst margra milljóna króna innborgunar að komast inn á fasteignamarkaðinn.• Ný neytendalög setja síðan enn meiri kröfur á eigið fé við kaup á fasteign.• Leiga er það há að fólk í venjulegu leiguhúsnæði safnar ekki krónu.• Spáð er hratt hækkandi fasteignaverði á næstu árum sem eykur vanda ungs fólks enn frekar.• Skattalækkanir skv. fjárlögum eru í skattþrepi 2 sem gagnast hvorki fólki í hlutstarfi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Kristín Soffía Jónsdóttir segir ekki möguleika á því fyrir ungt fólk að komast inn í húsnæðismarkaðinn, það býr við dýran og ótraustan leigumarkað og því er svo gert að borga reikninginn. Verið að skerða möguleika fólks til atvinnu og náms. Kristín horfir meðal annars til nýlegrar umræðu um aðgerðir er varða verðtryggingu og skuldaniðurfærslur þeirra sem eiga húsnæði. Í raun ber allt að sama brunni. Kristín Soffía, sem er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, var í viðtali við þá Frosta Logason og Mána Pétursson í Harmageddon í vikunni og vakti þá athygli fyrir skelegga framgöngu. „Já, ég myndi segja það að unga fólkið sé látið borga brúsann,“ segir Kristín aðspurð, í samtali við Vísi. „Ég held að það sé orðið alltof auðvelt að senda ungu fólki reikninginn. Mikið af ungu fólki hefur lýst yfir frati og áhugaleysi á pólitíkinni. Það má ekki gleyma því að áhugaleysi á pólitík er ekki tvíhliða samningur. Stjórnvöld geta haft jafn mikil afskipti af þér þó þú hafir ekki afskipti af þeim.“ Kristín segir sterkir hagsmunahópar virka sem berjast fyrir sínum hagsmunum. Og ungt fólk, sem hagsmunahópur, hefur ekki verið að rækja sína skyldu í þeim efnum. Stjórnvöld eru þar af leiðandi ekkert hrædd við unga fólkið. En, þeir ættu í raun að vera það. Vegna þess að það er gengið svo mikið á réttindi þess.“ Kristín skrifaði brýningu þessa efnis inn á Facebooksíðu sína og tóku margir undir með henni en einnig voru nokkrir sem brugðust ókvæða við. „Að ég væri að kenna ungu fólki um stöðu mála og þessa ríkisstjórn. Sem er ekki inntakið í því sem ég er að segja. En það er kominn tími, fyrir löngu, að ungt fólk láti í sér heyra, hressilega og sýni að þetta er sterkur og voldugur hópur. Sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Eða, öllu heldur, hann verður að hætta því. Ég vona að bara með því að draga aðeins saman þessar aðgerðir, og þá heildarmynd sem er að teiknast upp, að þá átti fólk sig á því að ungt fólk eftir hrun ber enga ábyrgð á þessu hruni en situr eftir með sárt ennið.“Nokkur atriði til umhugsunar Kristín segir ekki eitt, heldur allt, sem ber að þeim ósi að ungt fólk fái hrunið einkum í hausinn:• Innritunargjöld í Háskóla Íslands voru hækkuð, en aðeins hluti þeirra fer til HÍ. Í reynd eru innritunargjöldin því nefskattur á háskólanema.• Námslán halda ekki í við verðbólgu og lækka því að raungildi.• Niðurskurður í Rannís, Tækniþróunarsjóði og Nýsköpunarsjóði, og í sjóðum skapandi greina, kemur niður á ungu fólki í námi og þeim sem eru að stíga fyrstu skref í nýsköpun og sprotafyrirtækjum.• „Leiðrétting“ lána með „stóru millifærslu“ ríkisstjórnarinnar er útfærð þannig að hún felst að miklu leyti í peningagjöfum til miðaldra og eldra fólks sem á gott borð fyrir báru í fasteignum sínum. Reikningurinn er sendur til ungs fólks og komandi kynslóða í gegn um skuldir ríkissjóðs og mikla fyrirsjáanlega vaxtabyrði á komandi árum og áratugum - sem ungt fólk greiðir með sköttum framtíðar.• „Leiðréttinguna“ á meðal annars að greiða með því að lækka vaxtabætur.• Staðan er samt sú að það krefst margra milljóna króna innborgunar að komast inn á fasteignamarkaðinn.• Ný neytendalög setja síðan enn meiri kröfur á eigið fé við kaup á fasteign.• Leiga er það há að fólk í venjulegu leiguhúsnæði safnar ekki krónu.• Spáð er hratt hækkandi fasteignaverði á næstu árum sem eykur vanda ungs fólks enn frekar.• Skattalækkanir skv. fjárlögum eru í skattþrepi 2 sem gagnast hvorki fólki í hlutstarfi
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira