Öllum unglingsstúlkum í Neskaupstað boðið frítt á sjálfstyrkingarnámskeið Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. janúar 2014 07:00 Hildur Ýr Gísladóttir námsráðgjafi, Halldóra Rún Sófusdóttir, Ásta Friðrika Bergvinsdóttir og Katrín Björg Pálsdóttir bíða nú hressar sjálfstyrkingarnámskeiðinu. Mynd/William Geir Þorsteinsson „Mér finnst stelpur almennt þurfa að styrkja sjálfsmynd sína til að takast á við lífið og allar þær kröfur sem gerðar eru til stúlkna,“ segir Hildur Ýr Gísladóttir, námsráðgjafi í Neskaupstað, sem safnaði styrkjum til að kosta sjálfstyrkingarnámskeið fyrir allar 45 unglingsstúlkur bæjarins. Hildur segist hafa fengið hugmyndina eftir að dóttir hennar komst ekki á námskeiðið Stelpur geta allt sem Kristín Tómasdóttir rithöfundur hélt á Austurlandi síðasta sumar. „Ég fékk þá hugmynd að tala við Kristínu, athuga hvort hún gæti komið hingað og sækja um styrk til að allar stelpur á unglingasaldri gætu farið á þetta námskeið óháð fjárhag foreldranna,“ útskýrir Hildur sem kveðst hafa fengið aðra móður í lið með sér. Nú sé 150 þúsund króna styrkur frá Samvinnufélagi útgerðarmanna í Neskaupsstað í höfn, önnur eins upphæð frá Síldarvinnslunnni auk vilyrðis fyrir 50 þúsund krónum frá félagsmálanefnd Fjarðabyggðar. Þegar þessir samtals 350 þúsund króna styrkir lágu fyrir segir Hildur að Kristín Tómasdóttir hafi í gær veitt 30 þúsund króna afslátt af námskeiðinu.Þakklát fyrir styrkina „Ég er ótrúlega ánægð og þakklát fyrir þessa styrki. Sjálf er ég aðkomumanneskja í Fjarðabyggð en get sagt að andinn hér einkennist af mikilli samstöðu. Þetta er eins og ein stór fjölskylda stundum,“ segir Hildur. Að sögn Hildar hefur fyrirhugað námskeiðshald spurst út í bænum. Allir séu mjög áhugasamir, bæði stelpur og foreldrar. „Það hafa nokkrar mömmur komið til mín og sagt að ef eitthvað þyrfti að gera þá væru þær tilbúnar til að aðstoða,“ segir hún. Námskeiðið er hugsað fyrir allar stúlkur í sjöunda til tíunda bekk grunnskólans. Skipta á þeim í tvo hópa þannig að eldri árgangarnir tveir verði saman og yngri árgangarnir saman. Hvor hópur um sig verði síðan á námskeiði þrjár klukkustundir á laugardegi og þrjá tíma á sunnudegi. „Það hafa allir gott af að styrkja sjálfsmynd sína. Stelpurnar munu hittast í skólaeldhúsinu og elda saman mat, fá fræðslu og vinna verkefni. Það geta allir bætt sig en fyrst og fremst verður þetta skemmtilegt,“ segir Hildur Ýr Gísladóttir. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
„Mér finnst stelpur almennt þurfa að styrkja sjálfsmynd sína til að takast á við lífið og allar þær kröfur sem gerðar eru til stúlkna,“ segir Hildur Ýr Gísladóttir, námsráðgjafi í Neskaupstað, sem safnaði styrkjum til að kosta sjálfstyrkingarnámskeið fyrir allar 45 unglingsstúlkur bæjarins. Hildur segist hafa fengið hugmyndina eftir að dóttir hennar komst ekki á námskeiðið Stelpur geta allt sem Kristín Tómasdóttir rithöfundur hélt á Austurlandi síðasta sumar. „Ég fékk þá hugmynd að tala við Kristínu, athuga hvort hún gæti komið hingað og sækja um styrk til að allar stelpur á unglingasaldri gætu farið á þetta námskeið óháð fjárhag foreldranna,“ útskýrir Hildur sem kveðst hafa fengið aðra móður í lið með sér. Nú sé 150 þúsund króna styrkur frá Samvinnufélagi útgerðarmanna í Neskaupsstað í höfn, önnur eins upphæð frá Síldarvinnslunnni auk vilyrðis fyrir 50 þúsund krónum frá félagsmálanefnd Fjarðabyggðar. Þegar þessir samtals 350 þúsund króna styrkir lágu fyrir segir Hildur að Kristín Tómasdóttir hafi í gær veitt 30 þúsund króna afslátt af námskeiðinu.Þakklát fyrir styrkina „Ég er ótrúlega ánægð og þakklát fyrir þessa styrki. Sjálf er ég aðkomumanneskja í Fjarðabyggð en get sagt að andinn hér einkennist af mikilli samstöðu. Þetta er eins og ein stór fjölskylda stundum,“ segir Hildur. Að sögn Hildar hefur fyrirhugað námskeiðshald spurst út í bænum. Allir séu mjög áhugasamir, bæði stelpur og foreldrar. „Það hafa nokkrar mömmur komið til mín og sagt að ef eitthvað þyrfti að gera þá væru þær tilbúnar til að aðstoða,“ segir hún. Námskeiðið er hugsað fyrir allar stúlkur í sjöunda til tíunda bekk grunnskólans. Skipta á þeim í tvo hópa þannig að eldri árgangarnir tveir verði saman og yngri árgangarnir saman. Hvor hópur um sig verði síðan á námskeiði þrjár klukkustundir á laugardegi og þrjá tíma á sunnudegi. „Það hafa allir gott af að styrkja sjálfsmynd sína. Stelpurnar munu hittast í skólaeldhúsinu og elda saman mat, fá fræðslu og vinna verkefni. Það geta allir bætt sig en fyrst og fremst verður þetta skemmtilegt,“ segir Hildur Ýr Gísladóttir.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira