Forsætisráðherra telur raunhæft að afnema verðtrygginguna alveg Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2014 20:55 Forsætisráðherra telur raunhæft að ná því markmiði að afnema verðtrygginguna að fullu. Horft verði bæði til meiri- og minnihlutaálits verðtryggingarnefndar við mótun aðgerða. Fyrrverandi fjármálaráðherra segir tillögurnar langt frá kosningaloforðum Framsóknarflokksins. Spurningin um verðtryggingu eða ekki verðtryggingu snýst um möguleika almennings til að eignast íbúðarhúsnæði á sanngjörnum kjörum. Nefnd forsætisráðherra leggur til að verðtryggingin verði afnumin í tveimur áföngum en markmiðið er að koma í veg fyrir óhóflega höfuðstólshækkun lána. Hins vegar er algerlega óvist hvort greiðslubyrði lækki eitthvað við þessar aðgerðir. Vilhjálmur Birgisson sem sæti átti í nefndinni leggur reyndar til að verðtryggingin verði að fullu afnumin í júní á þessu ári og skilaði séráliti.Gengur þessi tillaga nefndarinnar nógu langt miðað við það sem Framsóknarflokkurinn boðaði fyrir kosningar?„Nefndin skiptist í tvennt. Það eru tvö álit og munurinn virðist fyrst og fremst liggja í því hversu hratt þau telja að óhætt sé að afnema verðtrygginguna. Þannig að meirihlutinn er mjög afdráttarlaus í sínum lýsingum á þeim göllum sem fylgja verðtryggingunni og mikilvægi þess að afnema hana,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Meirihlutinn telji hins vegar skynsamlegra að gera þetta í skrefum. Forsætisráðherra segir að horft verði til beggja álita við mótun aðgerða. Með afnámi verðtryggðra lána til 40 ára gæti ungu og tekjulágu fólki reynst erfitt að eignast sitt fyrsta húsnæði og segir forsætisráðherra horft til þess í vinnu húsnæðishóps ríkisstjórnarinnar. „Til þess eru ýmis ráð sem eru til skoðunar. En verst er fyrir þennan hóp að taka lán sem eru í raun dýrasta lánsformið og setja fólk í erfiða fjárhagslega stöðu í fjörtíu ár,“ segir forsætisráðherra. „Þetta er náttúrlega afar takmörkuð aðgerð og langt frá loforðunum um að afnema verðtryggingu eða breyta í einhverjum grundvallaratriðum fyrirkomulagi þessara mála. Þarna er lagt til að setja aðeins meiri skorður á veitingu verðtryggðra neytendalána,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra. Það hafi menn lengi talað um. Tillögurnar séu hins vegar langt frá kosningaloforðum Framsóknarflokksins. „Það vekur einnig athygli mína að menn skuli þá ekki vera hugmyndaríkari og velta upp fleiri möguleikum eins og t.d. að setja þak á verðtryggð lán. Það gæti verið valkostur sem hentaði sumum, að taka verðtryggð lán en þau væru varin fyrir því að höfustóllinn hækkaði meira en t.d. um 4% á ári,“ segir Steingrímur. Forsætisráðherra telur hins vegar raunhæft að afnema verðtrygginguna með öllu. „Hvort sem menn líta til minnihlutaálitsins eða meirihlutaálitsins tel ég að það sé hægt að ná þessu markmiði,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Forsætisráðherra telur raunhæft að ná því markmiði að afnema verðtrygginguna að fullu. Horft verði bæði til meiri- og minnihlutaálits verðtryggingarnefndar við mótun aðgerða. Fyrrverandi fjármálaráðherra segir tillögurnar langt frá kosningaloforðum Framsóknarflokksins. Spurningin um verðtryggingu eða ekki verðtryggingu snýst um möguleika almennings til að eignast íbúðarhúsnæði á sanngjörnum kjörum. Nefnd forsætisráðherra leggur til að verðtryggingin verði afnumin í tveimur áföngum en markmiðið er að koma í veg fyrir óhóflega höfuðstólshækkun lána. Hins vegar er algerlega óvist hvort greiðslubyrði lækki eitthvað við þessar aðgerðir. Vilhjálmur Birgisson sem sæti átti í nefndinni leggur reyndar til að verðtryggingin verði að fullu afnumin í júní á þessu ári og skilaði séráliti.Gengur þessi tillaga nefndarinnar nógu langt miðað við það sem Framsóknarflokkurinn boðaði fyrir kosningar?„Nefndin skiptist í tvennt. Það eru tvö álit og munurinn virðist fyrst og fremst liggja í því hversu hratt þau telja að óhætt sé að afnema verðtrygginguna. Þannig að meirihlutinn er mjög afdráttarlaus í sínum lýsingum á þeim göllum sem fylgja verðtryggingunni og mikilvægi þess að afnema hana,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Meirihlutinn telji hins vegar skynsamlegra að gera þetta í skrefum. Forsætisráðherra segir að horft verði til beggja álita við mótun aðgerða. Með afnámi verðtryggðra lána til 40 ára gæti ungu og tekjulágu fólki reynst erfitt að eignast sitt fyrsta húsnæði og segir forsætisráðherra horft til þess í vinnu húsnæðishóps ríkisstjórnarinnar. „Til þess eru ýmis ráð sem eru til skoðunar. En verst er fyrir þennan hóp að taka lán sem eru í raun dýrasta lánsformið og setja fólk í erfiða fjárhagslega stöðu í fjörtíu ár,“ segir forsætisráðherra. „Þetta er náttúrlega afar takmörkuð aðgerð og langt frá loforðunum um að afnema verðtryggingu eða breyta í einhverjum grundvallaratriðum fyrirkomulagi þessara mála. Þarna er lagt til að setja aðeins meiri skorður á veitingu verðtryggðra neytendalána,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra. Það hafi menn lengi talað um. Tillögurnar séu hins vegar langt frá kosningaloforðum Framsóknarflokksins. „Það vekur einnig athygli mína að menn skuli þá ekki vera hugmyndaríkari og velta upp fleiri möguleikum eins og t.d. að setja þak á verðtryggð lán. Það gæti verið valkostur sem hentaði sumum, að taka verðtryggð lán en þau væru varin fyrir því að höfustóllinn hækkaði meira en t.d. um 4% á ári,“ segir Steingrímur. Forsætisráðherra telur hins vegar raunhæft að afnema verðtrygginguna með öllu. „Hvort sem menn líta til minnihlutaálitsins eða meirihlutaálitsins tel ég að það sé hægt að ná þessu markmiði,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira