Forsætisráðherra telur raunhæft að afnema verðtrygginguna alveg Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2014 20:55 Forsætisráðherra telur raunhæft að ná því markmiði að afnema verðtrygginguna að fullu. Horft verði bæði til meiri- og minnihlutaálits verðtryggingarnefndar við mótun aðgerða. Fyrrverandi fjármálaráðherra segir tillögurnar langt frá kosningaloforðum Framsóknarflokksins. Spurningin um verðtryggingu eða ekki verðtryggingu snýst um möguleika almennings til að eignast íbúðarhúsnæði á sanngjörnum kjörum. Nefnd forsætisráðherra leggur til að verðtryggingin verði afnumin í tveimur áföngum en markmiðið er að koma í veg fyrir óhóflega höfuðstólshækkun lána. Hins vegar er algerlega óvist hvort greiðslubyrði lækki eitthvað við þessar aðgerðir. Vilhjálmur Birgisson sem sæti átti í nefndinni leggur reyndar til að verðtryggingin verði að fullu afnumin í júní á þessu ári og skilaði séráliti.Gengur þessi tillaga nefndarinnar nógu langt miðað við það sem Framsóknarflokkurinn boðaði fyrir kosningar?„Nefndin skiptist í tvennt. Það eru tvö álit og munurinn virðist fyrst og fremst liggja í því hversu hratt þau telja að óhætt sé að afnema verðtrygginguna. Þannig að meirihlutinn er mjög afdráttarlaus í sínum lýsingum á þeim göllum sem fylgja verðtryggingunni og mikilvægi þess að afnema hana,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Meirihlutinn telji hins vegar skynsamlegra að gera þetta í skrefum. Forsætisráðherra segir að horft verði til beggja álita við mótun aðgerða. Með afnámi verðtryggðra lána til 40 ára gæti ungu og tekjulágu fólki reynst erfitt að eignast sitt fyrsta húsnæði og segir forsætisráðherra horft til þess í vinnu húsnæðishóps ríkisstjórnarinnar. „Til þess eru ýmis ráð sem eru til skoðunar. En verst er fyrir þennan hóp að taka lán sem eru í raun dýrasta lánsformið og setja fólk í erfiða fjárhagslega stöðu í fjörtíu ár,“ segir forsætisráðherra. „Þetta er náttúrlega afar takmörkuð aðgerð og langt frá loforðunum um að afnema verðtryggingu eða breyta í einhverjum grundvallaratriðum fyrirkomulagi þessara mála. Þarna er lagt til að setja aðeins meiri skorður á veitingu verðtryggðra neytendalána,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra. Það hafi menn lengi talað um. Tillögurnar séu hins vegar langt frá kosningaloforðum Framsóknarflokksins. „Það vekur einnig athygli mína að menn skuli þá ekki vera hugmyndaríkari og velta upp fleiri möguleikum eins og t.d. að setja þak á verðtryggð lán. Það gæti verið valkostur sem hentaði sumum, að taka verðtryggð lán en þau væru varin fyrir því að höfustóllinn hækkaði meira en t.d. um 4% á ári,“ segir Steingrímur. Forsætisráðherra telur hins vegar raunhæft að afnema verðtrygginguna með öllu. „Hvort sem menn líta til minnihlutaálitsins eða meirihlutaálitsins tel ég að það sé hægt að ná þessu markmiði,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Forsætisráðherra telur raunhæft að ná því markmiði að afnema verðtrygginguna að fullu. Horft verði bæði til meiri- og minnihlutaálits verðtryggingarnefndar við mótun aðgerða. Fyrrverandi fjármálaráðherra segir tillögurnar langt frá kosningaloforðum Framsóknarflokksins. Spurningin um verðtryggingu eða ekki verðtryggingu snýst um möguleika almennings til að eignast íbúðarhúsnæði á sanngjörnum kjörum. Nefnd forsætisráðherra leggur til að verðtryggingin verði afnumin í tveimur áföngum en markmiðið er að koma í veg fyrir óhóflega höfuðstólshækkun lána. Hins vegar er algerlega óvist hvort greiðslubyrði lækki eitthvað við þessar aðgerðir. Vilhjálmur Birgisson sem sæti átti í nefndinni leggur reyndar til að verðtryggingin verði að fullu afnumin í júní á þessu ári og skilaði séráliti.Gengur þessi tillaga nefndarinnar nógu langt miðað við það sem Framsóknarflokkurinn boðaði fyrir kosningar?„Nefndin skiptist í tvennt. Það eru tvö álit og munurinn virðist fyrst og fremst liggja í því hversu hratt þau telja að óhætt sé að afnema verðtrygginguna. Þannig að meirihlutinn er mjög afdráttarlaus í sínum lýsingum á þeim göllum sem fylgja verðtryggingunni og mikilvægi þess að afnema hana,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Meirihlutinn telji hins vegar skynsamlegra að gera þetta í skrefum. Forsætisráðherra segir að horft verði til beggja álita við mótun aðgerða. Með afnámi verðtryggðra lána til 40 ára gæti ungu og tekjulágu fólki reynst erfitt að eignast sitt fyrsta húsnæði og segir forsætisráðherra horft til þess í vinnu húsnæðishóps ríkisstjórnarinnar. „Til þess eru ýmis ráð sem eru til skoðunar. En verst er fyrir þennan hóp að taka lán sem eru í raun dýrasta lánsformið og setja fólk í erfiða fjárhagslega stöðu í fjörtíu ár,“ segir forsætisráðherra. „Þetta er náttúrlega afar takmörkuð aðgerð og langt frá loforðunum um að afnema verðtryggingu eða breyta í einhverjum grundvallaratriðum fyrirkomulagi þessara mála. Þarna er lagt til að setja aðeins meiri skorður á veitingu verðtryggðra neytendalána,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra. Það hafi menn lengi talað um. Tillögurnar séu hins vegar langt frá kosningaloforðum Framsóknarflokksins. „Það vekur einnig athygli mína að menn skuli þá ekki vera hugmyndaríkari og velta upp fleiri möguleikum eins og t.d. að setja þak á verðtryggð lán. Það gæti verið valkostur sem hentaði sumum, að taka verðtryggð lán en þau væru varin fyrir því að höfustóllinn hækkaði meira en t.d. um 4% á ári,“ segir Steingrímur. Forsætisráðherra telur hins vegar raunhæft að afnema verðtrygginguna með öllu. „Hvort sem menn líta til minnihlutaálitsins eða meirihlutaálitsins tel ég að það sé hægt að ná þessu markmiði,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira