Innlent

Menntaspjall: Ræddu tækni í skólastarfi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Ragnar Þór Pétursson voru meðal þeirra sem spjölluðu.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Ragnar Þór Pétursson voru meðal þeirra sem spjölluðu.
Fyrsta formlega Menntaspjallið fór fram á Twitter nú fyrir hádegi, þar sem kennarar og annað áhugafólk um skólamál á Íslandi ræddu hin ýmsu málefni.

Til stendur að spjallið fari fram hálfsmánaðarlega, annan hvern sunnudag klukkan 11, og í þessu fyrsta spjalli var það tækni í skólastarfi sem var rædd.

Þátttakendur í spjallinu voru fjölmargir kennarar, skólastjórar og annað skólastarfsfólk, auk þess sem Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tók þátt. Umræðunum stýrði Ragnar Þór Pétursson, fyrrverandi kennari við Norðilingaskóla og sérfræðingur í skólaþróun.

Samantekt frá spjallinu má sjá hér, og spjallið í heild sinni má sjá í Twitter-boxinu hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×