„Að hætta er eitt það erfiðasta sem ég hef gert“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 12. janúar 2014 21:30 Ung kona, sem skaðaði sig viljandi á hverjum degi í mörg ár, segir sjálfskaðandi hegðun vera samfélagslegt mein sem varpa þarf ljósi á.Kristrún Benediktsdóttir er tuttugu og fimm ára hjúkrunarfræðinemi. Hún byrjaði að skaða sig reglulega ellefu ára gömul. Kristrún segir vandamálið ekki einskorðast við ákveðin hóp, heldur glími ungmenni úr öllum stéttum samfélagsins við sjálfskaðandi hegðun. Þegar Kristrún var upp á sitt versta, og skaðaði sig daglega, stundaði hún til að mynda íþróttir af kappi og var fyrirmyndarnemandi „Þetta byrjaði smátt en var svo allt í einu orðið miklu meira en ég gat tekist á við ein. Ef mér leið illa þá gerði ég þetta til að láta mér líða vel. Það er auðvitað bara nákvæmlega það sama og fólk gerir sem notar vímuefni. Þú þarft alltaf að fá meira útúr þessu og þarft þess vegna að valda meiri og meiri skaða,“ segir Kristrún. Nýjustu rannsóknir sýna að 10% ungmenna á aldrinum 14-18 ára skaða sig viljandi. Athygli vekur að stúlkur eru í yfirgnæfandi meirihluta og eru um 96% þeirra sem glíma við þetta vandamál. Kristrún leitaði sér sjálf hjálpar þegar hún var sextán ára. Hún segir þó að það hafi verið eitt það erfiðasta sem hún hafi gert um ævina. „Þetta var alveg ofboðslega erfitt en sem betur fer á ég góða fjölskyldu og vinkonur sem studdu mig hundrað prósent. Þetta er mun algengara en fólk heldur og það þarf að verða vitundarvakning í samfélaginu fyrir þessu vandamáli. Það er ömurlegt að þurfa að bera þess merki að hafa gengið í gegnum erfitt tímabil alla ævi,“ segir Kristrún, og á þar við ör sem geta myndast við sjálfskaða. Tengdar fréttir "Unglingum þykir eftirsóknarvert að skaða sig“ Sérfræðingur á BUGL, barna og unglingageðdeild Landspítalans, segir sjálfskaða vera stærsta lýðheilsuvandamál ungmenna á Vesturlöndum, og telur að það hafi stigmagnast með tilkomu svokallaðra Tumblr- bloggsíðna. 11. janúar 2014 20:03 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Ung kona, sem skaðaði sig viljandi á hverjum degi í mörg ár, segir sjálfskaðandi hegðun vera samfélagslegt mein sem varpa þarf ljósi á.Kristrún Benediktsdóttir er tuttugu og fimm ára hjúkrunarfræðinemi. Hún byrjaði að skaða sig reglulega ellefu ára gömul. Kristrún segir vandamálið ekki einskorðast við ákveðin hóp, heldur glími ungmenni úr öllum stéttum samfélagsins við sjálfskaðandi hegðun. Þegar Kristrún var upp á sitt versta, og skaðaði sig daglega, stundaði hún til að mynda íþróttir af kappi og var fyrirmyndarnemandi „Þetta byrjaði smátt en var svo allt í einu orðið miklu meira en ég gat tekist á við ein. Ef mér leið illa þá gerði ég þetta til að láta mér líða vel. Það er auðvitað bara nákvæmlega það sama og fólk gerir sem notar vímuefni. Þú þarft alltaf að fá meira útúr þessu og þarft þess vegna að valda meiri og meiri skaða,“ segir Kristrún. Nýjustu rannsóknir sýna að 10% ungmenna á aldrinum 14-18 ára skaða sig viljandi. Athygli vekur að stúlkur eru í yfirgnæfandi meirihluta og eru um 96% þeirra sem glíma við þetta vandamál. Kristrún leitaði sér sjálf hjálpar þegar hún var sextán ára. Hún segir þó að það hafi verið eitt það erfiðasta sem hún hafi gert um ævina. „Þetta var alveg ofboðslega erfitt en sem betur fer á ég góða fjölskyldu og vinkonur sem studdu mig hundrað prósent. Þetta er mun algengara en fólk heldur og það þarf að verða vitundarvakning í samfélaginu fyrir þessu vandamáli. Það er ömurlegt að þurfa að bera þess merki að hafa gengið í gegnum erfitt tímabil alla ævi,“ segir Kristrún, og á þar við ör sem geta myndast við sjálfskaða.
Tengdar fréttir "Unglingum þykir eftirsóknarvert að skaða sig“ Sérfræðingur á BUGL, barna og unglingageðdeild Landspítalans, segir sjálfskaða vera stærsta lýðheilsuvandamál ungmenna á Vesturlöndum, og telur að það hafi stigmagnast með tilkomu svokallaðra Tumblr- bloggsíðna. 11. janúar 2014 20:03 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
"Unglingum þykir eftirsóknarvert að skaða sig“ Sérfræðingur á BUGL, barna og unglingageðdeild Landspítalans, segir sjálfskaða vera stærsta lýðheilsuvandamál ungmenna á Vesturlöndum, og telur að það hafi stigmagnast með tilkomu svokallaðra Tumblr- bloggsíðna. 11. janúar 2014 20:03